Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 36
I. Mynd. Skematisk mynd af ólígódendrócyt (0) og nokkrum taugasímum (A) sem
hann mýlir (M). Tölurnar vísa til mismunandi máta afinýlingar vegna veirusýk-
injíar. I) Rofsýking ólígódendrócyta. 2) Ónæmisviðbrögð gegn veiruvöktum
antigenum á frumuhimnu. 3) Bein álirif á mýli vegna sjálfsofnæmis eða ADCC
ónæmisviðbragða. 4) „Bystander" afmýling. Sjá nánar í texta.
eins um sjúkdóma þar sem mýli eyð-
ist án þess að taugasími skemmist og
í umfjöllun minni mun ég fylgja þeim
skilningi.
Veirusýking getur hugsanlega
valdið afmýlingu á ýmsa vegu og
hefurþað m.a. verið dregið saman af
Salazar og samverkamönnum (52),
sem hér verður tekið mið af. Tölu-
settu liðirnir svara til þeirra talna sem
settar eru inná 1. mynd.
I. Rofsýking (lylic) óligódendrócyta
leiðir að sjálfsögðu lil afmýlingar.
Slíkt er vel þekkt við afmýlandi
sjúkdóm hjá mönnum, progres-
sive multifocal leucoencephalo-
pathy (PML) sem kemur fyrir hjá
sjúklingum sem eru ónæmisbæld-
ir (immunosuppressed). Þar sýkja
papova-veirur m.a. oligódendró-
cyta, fjölgar í þeim og leiðir það
til afmýlingar (72). Líkur hafa
verið færðar að því að slíkt geti átt
þátt í afmýlingu í visnu (60).
2. Breyting á frumuhimnu óligó-
dendrócyta vegna veirusýkingar
getur valdiö ónæmissvörun gegn
ólígódendrócytum og leitt til af-
mýlingar. Þar koma veirur eins og
visnuveira, sem myndast með
knappskoti (budding) frá yfirborði
frtfma, mjög til greina.
3. Sjálfsofnæmi gegn mýlisprotein-
um gæti orðið þegar þau losna
vegna veirusýkingar og afmýling
síðan orðið vegna ónæmisvið-
bragða gegn mýli. Einnig gæti
næming (sensitization) gegn
óskyldu antigeni, sem vekti
ónæmissvörun sem víxlverkaði
við mýli eða önnur ólígódendró-
cytantigen valdið afmýlingu. í því
samhengi er athyglisvert að Kári
Stefánsson og samverkamenn
(59) hafa nýverið einangrað ein-
stofna mótefni sem greinir bæði
makrófaga og antigen í mið-
taugakerfi en sem kunnugt er
skipta makrófagar miklu í ýmsum
formum afmýlingar og eru að því
er sumir telja fyrstir á vettvang í
bráðum vefjaskemmdum í M.S.
4. ADCC (antibody dependent cell-
mediated cytotoxity) gæti leitt til
afmýlingar á þann veg að mótefni
bindust mýli og síðan bindust
frumur sem hal'a viðtaka (recep-
tors) fyrir Fc-hluta immúnóglóbú-
lína þessum mótefnum og kæmu
af stað cytotoxiskum viðbrögðum.
Slík viðbrögö gætu hugsanlega
skipt máli í M.S. Alténd hefur
verið sýnl framá að fjöldi cyto-
toxiskra eitilfruma er breytilegur í
blóði og mænuvökva í hviðum og
hvíldum (remission) í M.S. (I).
5. Svonefnd „bystander" afmýling
getur orðið þegar lymfokín eða
mýliseyðandi þættir losna í
grennd viö nrýldan taugasíma við
ónæmissvörun gegn ýmsum anti-
genum sem eru óskyld antigen-
34
LÆKNANEMINN Vm5 - t/i986 — 38.-39. árg.