Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 45

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 45
10. Mynd. Mæna. Rafeindasmásjármynd úr jaðri virks, krónísks, afmýlds fláka í visnu. Virkt niðurbrot á mýli. Mýlisleifar í makrófögum (<—). Astrocytosis og byrjandi endurmýling með Schwannfrumu (S). X 7,600. (Minnkuð um '/s). uni mýlisantigenum svo og greinileg Irumubundin ónæmissvörun. En í visnu-sýktum kindum kom slíkt ekki tratn innan þess tíma, þ.e. níu mán- aöa, sent því var fylgt eftir (44). Þessar niðurstöður gefa til kynna að hin skaölega ónæmissvörun beinist gegn veiru-vöktum antigenum og margar af öðrum niðurstöðum okkar eru i samræmi við það. Þannig er ó- tvíræð fylgni ntilli tíðni jákvæðra veiruræktana og þess hve skemmdir eru miklar (45). í tilraun þar sem notaðir voru mismunandi stórir skammtar af veiru lil sýkingar (47) kom í Ijós fylgni skemmda við stærð skammta (Tafla 3). Almennt benda niðurstöður okkar um áhrif breytinga á ónæmissvörun til þess að vefjaskemmdir árla í visnu séu af völdum ónæmissvörunar sem beinist gegn antigenum sem eru vak- in af veirusýkingu. En pathogenesis vefjaskemmda kann að breytast á síð- ari stigum sjúkdómsins. Breytingar í gerð skemmda sent fundust í kindunt úr langtímatilraun, sem lógað var 6 til 7 árurn eftir sýkingu, gefa vísbend- ingu urn það (II). A fyrri stigum sjúkdómsins finnst mýlisniðurbrot einkum þar sem þétt bólgufrumuíferð er og taugasímar eyðast jafnframt. En í nokkrum til- fellunt úr langtíma tilraunum sáum við tiltölulega skarpt afmarkaða af- mýida fláka í mænu þar sem tauga- símar héldust óskertir (8. og 9. mynd). Þessir flákar voru greinilega misgamlir, í sumum sást nær engin bólga, aðeins áberandi astrocytosis (9. mynd) en í öðrum, einkum í jöðrunum, mátti sjá bólgu- frumuíferð og virkt niðurbrot á mýli ásamt byrjandi endurmýlingu sem að nokkru var gerð af Schwannfrumum (10. mynd). Þessar skemmdir líkjast mjög virkum og óvirkum krónískum afmýldum flákum í M.S. Líklegt ntá telja að þessi breyting á eðli vefja- skemmda gefi til kynna breytingu í pathogenesis vefjaskemmda, t. d. myndun sjálfsofnæmis gegn mýlis- antigenum. Það mun hins vegar veróa erfitt að komast að því hver sú breyt- ing er vegna þess hve þessar skemmdir koma seint og óreglulega. Hvernig heldur veiran velli? En snúum okkur að annarri ntikil- vægri spurningu: Hvernig heldur veiran velli (persists) þrátt fyrir góða ónæmissvörun? Margrét Guðnadóttir (18) skýrði fyrst frá því að veira sem ræktuð var úr kind alllöngu eftir sýk- ingu neutraliseraðist ekki með sermi úr sörnu kind enda þótt það sermi neutraliseraði veirustofninn sem kind- in hafði verið sýkl með. Hún stakk upp á þeirri skýringu, á veirupersist- ens, að ný veiruafbrigði mynduðust í þessurn langvinna sjúkdómi sem kom- ast undan ónæmissvörun skepnunnar. Þetta fyrirbæri er þekkt undir hugtak- inu „antigenic drift”. Narayan og sam- verkamenn (32-34) l'ylgdu þessari hugmynd eftir og tókst að sýna fram á veiruafbrigði í 2 af 7 visnu-sýktum kindum og jafnframt að veiruafbrigði kæntu frant í vefjaræktun með neutr- aliserandi mótefni í æti. LÆKNANEMINN /i985 - '/i986 — 38.-39. árg. 43

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.