Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 51

Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 51
Um veirur og eyðingu myelins í miðtaugakerfí Fyrirlestur fluttur á fræðslufundi Félags læknanema 1985 Margrét Guðnadóttir Lengi hefur verið ijóst, að í kjölfar ýmissa sjúkdóma, sem algengar hjúpveirur valda, og sömuleiðis eftir bóiusetningar með Iifandi, veikluð- um hjúpveirum, geta komið sér- kennilegar, bráðar heilabólgur, þar sem mikil eyðing á myelini verður jafnframt bólgubreytingum í mið- taugakerfi. Sjálfar taugafrumurnar eru að því er virðist óskemmdar og geta fengið aftur utan um sig myelin- slíður, ef sjúklingurinn lifir af heila- bólguna. Þessi tegund heilabólgu er nefnd post-infection eða post-vaccin- ation encephalitis á fræðimáli. Dauðsföll af hennar völdum eru nokkuð tíð, tíðnin af sumum talin 15% sjúklinganna. Sumir.sem lifa af, fá nokkurn bata, en ekki fulla heilsu. Margir verða aibata, því að myelin getur myndast aftur, þegar bólgubreytingarnar eru horfnar. Eftir mislingasýkingu er þessi tegund heiiabólgu nokkuð algeng, tíðnin tal- in 1:1000. Eftir kúabólusetningu var tíðnin talin 1:10.000. Eftir aðrar hjúpveirusýkingar eða bólusetningar með lifandi, veikluðum hjúpveirum er þessi tegund heilabólgu sjaldgæfari, en hefur verið lýst eftir þær flestar, jafnvel sýkingar eins og inflúenzu, þar sem lítil hætta er á, að veirur ber- ist með blóðrásinni til miðtaugakerf- is. Þáttur veira í þessari tegund heila- bólgu er ekki að fullu skýrður. Illa hefur gengið að rækta veirur úr heil- um þeirra sjúklinga, sem hafa dáið. Af þeirri ástæðu og vegna þess, að sjúkdómseinkennin koma ekki fram meðan mest er af veirum í líkama sjúklinganna, heldur samtímis því, að fyrstu mótefni mælast í blóði, er sú skoðun ríkjandi, að þessi tegund heilabólgu stal'i af afbrigðilegri ónæmissvörum í miðtaugakerfinu. I ljósi þess, sem nú er vitað um sam- býli veira og hýsilfruma verður þó erfitt að útiloka beinan þátt veira í þessum heilaskemmdum. Veirurgeta farið ýmsar leiðir til að valda frurnu- skemmdum og ónæmisviðbrögðum: 1) Veirur gætu sýkt og drepið frum- urnar, sem framleiöa myelin í mið- taugakerfi. Ef margar sli'kar frurnur hafa sýkst og dáið, gæti eyðing rnyel- ins verið bein afleiðing frumdauðans, en þá ættu veirur að ræktast úr slíkum heilaskemmdum. 2) Veirur gætu drepið tiltölulega fáar og dreifðar frunrur, sem framleiða rnyelin, en um leið losað þar um mótefnavaka, sem eru annars ekki aðgengilegirónæmis- kerfi lfkamans. Ónæmissvörun á slíka mótefnavaka gæti valdið út- breiddum heilaskemmdum, sem erf- itt væri þá að rækta veirur úr. 3) Þekkt eru mörg dæmi um veirur, sem setjast að í frumum, er hafa ekki í sér öll þau efni, sem veirurnar þurfa að sníkja til að þeim geti fjölgað. Ný- myndun getur þó byrjað í slíkum frumum, þannig að veirurnar nái að stjórna framleiðslu á fyrstu prótein- unum, sem fram korna við fjölgun- ina. Gegn þessum framandi veirupró- teinum getur orðið ónæmissvörun, sem ræðst á sýktu frumurnar og eyðir þeinr. Þetta gæti auðvitað gerst í frumum, sem framleiða myelin. Af- leiðingarnar yrðu eyðing myelins. Engar veirur gætu ræktast úr þannig umbreyttum frumum, því að veirurnar hafa ekki náð að nýmyndast að fullu í sýkingarhæft form. Venjulegar, mótefnamælingar gegn hjúpprótein- um kæmu að litlu gagni, því að slík prótein hefðu ekki náð að myndast og ónæmissvörunin væri aðeins gegn fyrstu próteinunum, sem veirurnar hefðu franrleitt við tilraun til að fjölga sér í vanhæfum frumum. 4) Einnig gæti komið hér við sögu annað vel þekkt fyrirbæri úr veirufræðinni, nefnilega sá eiginleiki hjúpveira að framleiða í sýktum frumum veirupró- tein, sem skríða út undir frmuhimn- una, samlagast henni og umbreyta þannig heilbrigðri frumu í framandi frumu, sem ónæmiskerfið ræðst á og eyðir. í tilraunaglösum draga slíkar frumur að sér bæði hvít og rauð blóðkorn, ef þær hafa tækifæri til. Enfremur geta þær bundið mótefni, sem látin eru í ætið, og komplemenl binst líka, ef þaö er í ætinu og mót- efnin eru koplementbindandi. Af þessu sést, að veirur geta átt beinan þátt í vefjaskemmdum, þó að erfitt geti verið að sanna slíkt með þeim aðferðum, sem oftast er beitt LÆKNANEMINN Vms-Vmt-38.-39. árg. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.