Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 53

Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 53
Myntl 1. Útbreiðsla MS í heiminuni 1974. Hátíðnisvæðin eru svört, en lágtíðni- svæðin skástrikuð. Tíðnin á doppóttu svæðunum liggur þarna á milli. Auðu svæð- in hafa aldrei verið rannsökuð. með meðfæddar heilaskemmdir af völdum rauðra hunda, hafa þessar algengu RNA hjúpveirur tekið sér varanlega bólfestu í miðtaugakerfinu og byrjað þar nýmyndun, þannig að erfðaefni þeiira er að hluta virkt og myndar nýja og framandi mótefna- vaka í sýktum taugafrumum. Mikil ónæmisviðbrögð verða síðan gegn vissum rauðuhundaveiru- eða misl- ingaveirupróteinum í sjálfu mið- taugakerfinu, bæði íferð og hækkuð sérhæfð mótefni í mænuvökva, oft þar í meira magni en í blóði. Samspil veirusýkingar og ónæmisviðbragða gegn vissum sérhæfðum veirupró- teinum veldur í þessum sjaldgæfu til- vikum hæggengum heilasjúkdómi, sem hefur verið nefndur á ensku Sub- acute Sclerotizing Panencephalilis (SSPE). Ef mislingaveira erorsökin, líða oft mörg ár frá mislingasýking- unni, þar til fyrstu einkennin um SSPE koma fram. Eftir að orsakir SSPE urðu kunnar beindist athygli fræðimanna mjög að veirum, sem á svipaðan hátt gætu átt þátt í heila- skemmdunum, sem finnasl í heila- og mænusiggi (multiple sclerosis (MS)). Veirur og heila- og mænusigg (MS) Heila- og mænusigg (MS) er langvar- andi lömunarsjúkdómur af óþekktum orsökum. Sjúkdómurinn byrjar hægt og fyrstu einkennin eru oft mjög óljós. Þegar sjúklingurinn veitirþeim athygli í fyrsta skipti er oft urn að ræða sjóntruflanir, aðrar skyntrufian- ir eða lamanir og stundum allt þetta. Byrjunareinkennin hverfa gjarnan fljótt, en koma síðan aftur eftir nokk- uð misiangan tíma og oft á önnur svæði líkamans. Gangurinn eftir það er mjög misjafn á mismunandi sjúkl- ingum. stundum köst og nokkur eða mikill bati á milli, en stundum líka vaxandi einkenni, sem versna hratt. í byrjun er erfitt að segja fyrir um væntanlegan gang sjúkdómsins. Meðaliengd sjúkrasögu mun vera tal- in um 22 ár.Fötlun sjúklinganna er óstöðug og aðlögun að henni því erfið. Þegar þeir hafa aðlagast lömun á einu svæði líkamans, breytist hún kannske eða byrjar annars staðar og hið sama er að segja um skyn- truflanirnar. Þessi óstöðuga fötlun veldur sjúklingunum ómældum erfið- leikum við þá vinnu, sem þeir ætla að vinna utan eða innan heimilis síns. Þeir vita aldrei fyrir víst hvað þeir vakna með að morgni næsta dags og hvort þeir verða þá veikari eða frísk- ari en þeir voru í gær. Þreyta, streita, barneignir, tíðir og ýmsir kvillar, læknisaðgerðir eða slys koma stund- um al' stað köstum. Allur gangur sjúkdónrsins virðist mjög ein- staklingsbundinn, þó að breytingarn- ar í miðtaugakerfi séu áþekkar í öll- um tilvikum, aðeins misjafnlega miklar og á mismunandi stöðum. Ýmsar tilgátur eru uppi um orsakir MS, en engin þeirra hefur verið sönnuð. Hér að framan reyndi ég að telja upp helstu atriðin um lifnaðar- hætti veira og sambýli við frumur, senr gera líkiegt að veirur geti valdið MS. Útbreiðsla MS í veröldinni er misjöfn og rennir það líka stoðum undir tilgátuna um veirusýkingu (Mynd 1). Eins og sést á mynd 1 er mest um MS meðal vestrænna menn- ingarþjóða og í Ástralíu, þar sem íbúarnir eru aðfluttir frá Bretlands- eyjum og hafa samið sig að siðum Vesturlandabúa. Rannsóknir á til- færslu fólks milli svæða með háa og lága tíðni MS benda til þess, að ná- lægt kynþroskaskeiði ævinnar verði sjúklingurinn fyrir því áreiti eða þeirn áverka, er skiptir sköpum fyrir hvern einstakling, sem fær sjúkdóminn. Þær niðurstöður eru enn ein stoð und- ir tilgátuna um veirusýkingu sem or- sök eða orsakaþátt MS. Hér á Vestur- löndum, þar sem tíöni MS er há, er alkunna, að dreifing veira, senr breiðast út við nána snertingu fólks, tekur mikinn fjörkipp á kynþroska- skeiðinu og árin þar á eftir. Aldur við byrjun MS er oftast 20-30 ár. Færri veikjast á aldrinum 40-49 ára og sá- rafáir eftir fimmtugt. Unglingar veikjast stundum, en sjaldan börn. LÆKNANEMINN 31985 - >/i986- 38.-39. árg. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.