Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 61

Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 61
Sitthvað um tölvur Barður Sigurgeirsson Inngangur Bandaríska tímaritið „Time“ hefur í þau 56 ár sem það hefur komið út val- >ð mann ársins og hefur mynd af hon- um birst á forsíöu. Fjórum sinnum hefur tímaritið brugðið út af þessari venju og valið „symbol" sem stóðu lyrir ákveðinn hóp manna. Þannig valdi tímaritið 1956 „ungverska löðurlandsvininn" sem mann ársins. Arið 1982 brá „Time" enn út af vana sínum, en í stað þess að velja mann ársins valdi tímaritið vél ársins. Vél ársins var einkatölvan og var það vel við hæfi, því á síðari árum er erl'itt að koma auga á nokkuð sem hefur gripið á jafn ríkan hátt inn í líf nútíma- mannsins. Hvaða breytingum tölvur eiga eftir að valda á næstu árurn er erlitt aö segja fyrir um. Það er þó víst að tölvur eiga eftir að lækka mikið í verði og verða almennari. Gervigreind Ég hef stundum verið spurður að því, sennilega meira í gamni en al- vöru, hvort tölvur geti hugsað og ef þær geta hugsað, geta þær þá ekki tekið völdin af manninum? Ég veit ekki hvort þið munið eftir frétt í dag- hlöðunum fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan, en þá var sagt frá vélmenni í Japan undir tölvustjórn sem kramdi mann til bana. I kjölfar þessa atburð- ar voru umræður um gervigreind óvenju Ifflegar. Þær raddir heyröust að sú hætta sem hér var minnst á að traman væri e.t.v. raunveruleg og að þar væri einmitt kominn stóri bróðir Orwells. En hvað er átt við með gervigreind? Mér vefst tunga um tönn þegar ég á að skýra það hugtak, en ég skal reyna. Gervigreind er sá þáttur tölvufræðinnar sem fæst við gerð greindra forrita. Þannig forrit geta tekið ákvarðanir, aðlagað sig breytl- um aðstæðum og jafnvel breytt hluta af sjálfum .sér. Einfalt dæmi væri tölva sem teflir skák sem gæti líkt og skákmaðurinn lært af mistökum sínum. Gervigreind er ákallega „heitt" viðfangsefni innan læknisfræðinnar. Forrit hafa komið frarn sem greina, eða veita aðstoð við að greina, sjúk- dóma. Tölvan hefur það fram yfir lækninn að hún gleymir aldrei og hef- ur aðgang að og man mun meiri upp- lýsingaren læknirinn. Þarsem gerðar hafa verið tilraunir með slík forrit hefur komið í ijós að þau greina sjúk- dóma betur en aðstoðarlæknir og missa ekki af sjaldgæfum tilfellum. Það vakna að vísu ýmsar etískar spurningar. Hver ber ábyrgðina ef illa fer, læknirinn eða e.t.v. sá sem mataði tölvuna meö röngum upplýs- ingum? Tölvuforrit hafa einnig verið samin með það í huga að meðhöndla sjúkl- inga. Eitt hið fyrsta þeirrar tegundar er kallað Eliza og samið al' Joseph Weisenbaum 1968. Elizu var ætlað að stunda sálgreiningu. Ekki þótti takast sérlega vel til. Sumir sjúkling- ar voru þó ánægðir með viðtöl sín við tölvuna og sögðu hana vera mun þol- inmóðari en læknirinn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávarog margir reynt við forritun greindra tölvu- kerfa. Ekki hefur mönnum enn tekist að búa til tölvukerfi sem kemur í staö læknisins við sjúkrabeðin og tel ég að slíkt takist aldrei. Hitt er þó víst að við eigum eftir að sjá tölvur sem beinlínis geta aðstoðað okkur við greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og þannig bætt gæði læknisþjónust- unnar. Stundum heyrir maður að ein af neikvæðu hliðunum við nútímaþjóð- félag sé að rnenn vinni og hugsi eins og vélar, en eigum við eftir að standa frammi fyrir því að vélar hugsi eins og menn? Spurningin er í raun og veru tvíþætt: í fyrsta lagi geta tölvur hugsað (tæknilegt atriði) og í öðru lagi ættu þær að gera það (mórölsk spurning). En hvaö er þá hugsun? Freud sagði að hugsunin væri hús, en Plató sagði að hún væri hellir. Sum svið hugsunar getum við þó áttað okkur á, þó við vitum í raun og veru alls ekki hvað það er sem fer fram. Hæfileikinn til að skynja, skilja, raöa, aðlaga - allt eru þetta hlutar hugsunar. Það eru einnig hugleiðing- ar, áhyggjur. ádeilur, kenningasmíð. Maður hugsar þegar mann dreymir dagdrauma, vonar, elskar, sér eftir, er tvíbentur. Þegar maður finnur fyrir stolti, gleði, öfund, tortryggni. - Allt þarfnast þetta hugsunar; sama gildir um ákvarðanirnar sem við þurf- um að taka. Viðfang mannshugans er því afar víðfeðmt og listi eins og sá, sem ég hef talið upp hér á undan tek- ur ekki til nema lítils brots af starf'i hans. Og það að þið sjáið hvað hann er ófullnægjandi er einmitt hluti af ykkar hugsun. Svarið við fyrstu spurningunni - Getur vél hugsað? - er því bæði já LÆKNANEMINN ^1985 -‘/1986 - 38.-39. árg. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.