Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 63

Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 63
auga á möguleika tölvunnar. Tölvan sparaði þeim tíma og tími er pen- ■ngar. Læknar hafa verið seinir til að nýta sér tölvutæknina. Það er í raun °g veru furðulegt að læknastéttin, sent venjulega tekur tækninýjungum opnum örmum. skuli ekki hafa áttað s>g á, eða öllu heldur vilji ekki átta s'g á þeim gífurlegu möguleikum sent tölvur bjóða upp á. Þess í stað halda þeir áfram að nota hættulega ófullnægjandi aðferðir og á þetta ekki síst við gagnasöfnun og upplýsinga- ieit. Ég held að svaranna sé víða að leita. I fvrxta lagi inertia - Læknar, líkt og aðrir, breyta ekki auðveldlega göml- um venjum. Þær aöferðir sent við notum í dag virðast í fljótu bragði lullnægjandi. Það er ekki líklegt að læknirinn sem situr á stofu sinni frá morgni til kvölds og greinir og meö- höndlar sjúkdónta, venjulega með þokkalegum árangri, átti sig á því að þær aðferðir sem hann beitir eru bæði úreltar og oft ófullnægjandi. Sama gildir um lækninn sem situr efst á valdapýramídanum og hefur kannski ekki alltaf gott samband við sam- starfsmenn sína. Ég held að lækna- stéttin sé með „tölvukomplex", treysti í blindni á þær aðferðir sem voru góðar og gildar áður fyrr, en eru í raun og veru gamlar og úreltar. Það sem verra er er aö fáir gera sér grein fyrir þörfinni á endurskipulagningu. I öðnt lagi stolt - Sjálfsmat lækna er oft nátengt klínískri færni eða hæfi- leikum og þeir óttast að tölvan kunni að skyggja þar á. Hégómi og stolt standa því í veginum fyrir framför- ttm. Sjúklingarnir koma sjaldan til lækn isins með tilbúna sjúkrasögu, líkt og okkur er sýnt á læknafundum. Læknirinn verður því, venjulega á alltof stuttum tíma. að safna upplýs- ingum, íhuga hugsanlegar greiningar og ákveöa meðferð. Læknirinn með mannshugann og kannski textabók að vopni beitir ekki bestu aðferðinni el' við tökum mið af þeirri tækni sem við búum yfir í dag og þeir sem halda slíku fram eru að beita sig hættulegri sjálfsblekkingu. / þriðja lagi áhugaleysi Lœknacleild- ar Hl - Bókleg kennsla og þjálfun á tölvur er nú hluti námsefnis margra læknaskóla. Ef við ætlum ekki að dragast aftur úr á þessu sviði er mikil- vægt að læknunt séu kynntar tölvur strax í læknaskóla. Almenn uppbygging tölva Tölvukerfi er oft skipt í tvennt: hug- búnað og vélbúnað. Mér finnst gott að líkja tölvukerfinu við sjónvarp. Sjálf tölvan er þá sjónvarpstækið, en hugbúnaðurinn sjónvarpsefnið. Allir sjá það í hendi sér að sjónvarpstæki sem ekki getur náð neinni sjónvarps- stöð er gagnslaust. Sama gildir um tölvu án hugbúnaðar. Með hugbúnaði er því átt við þau forrit senr laga tölvuna sérstaklega að einhverju ákveðnu verkefni. Surnir telja þróun vélbúnaðar komna það langt aö ef nrenn ætli sér að kaupa tölvu með ákveðið verk í huga eigi þeir fyrst að leita að hugbúnaðinum, en síðan að kaupa tölvu sem geli keyrt hann. Tölvur eru alls staðar. Við sjáum þær sem hluta af suntuni lækninga- tækjum, s. s. tölvusneiðmyndatæk- inu, í búðarkassanum í kjörbúðinni, í hljómflutningstækjum og í við- skiptaheiminunr. Allar tölvur vinna þó á sama hátt og eru byggðar upp af sörnu einingum. Upplýsingar eru mataðar inn í tölvuna á ákveðnu formi, sem síðar meðhöndlar þær á ákveðinn hátt (deilir, margfaldar, leggursaman, raðar). Niðurstöðurnar eru síðan birtar okkur, eða sendar til annars tækis sem stjórnboð. Sú ein- LÆKNANEMINN yi985- '/1986-38.-39. árg. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.