Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 73
Mynd 3. Ytirlit yfir heimastjórn osteoclasta. Skýringar í texta.
beineyðingu31 en vaxi æxlið inni í
beini hverfa osteoclastar í grennd við
það þar sem styrkur Pg er mestur34.
Sé þetta dregið saman má segja að
flest Pg valdi aukinni beineyðingu in
vivo og í lifandi beinræktun en bæli
einangraða osteoclasta.
Þessar mótsagnakenndu niðurstöð-
ur má túlka á þann veg að mismunandi
prostaglandin og umbrotsefni þeirra
séu hluti af heimastjórn (local
control) osteoclastanna. Osteoblastar
hafa viðtaka fyrir Pg en mynda það
einnig sjálfir24 og bæla þar með ná-
læga osteoclasta. Framleiðslunni er
svo stýrt með neikvæðri afturvirkni
(negative feedback). Osteoblastar
nema það Pg (eða niðurbrotsefni)
sem í kringum þá er og haga fram-
leiðslu sinni á Pg í samræmi við styrk
þess. Sennilega eru viðtakarnir fyrir
hin ýnrsu Pg sérhæfðir en þó gætu
svipuð afbrigði verkað að einhverju
leyti á þá, ýmist sem agonistar eða
antagonistar.
PgF. sem myndað er af þekju-
frumum í æðaveggjum (endothelial
cells), og umbrotsefni þess, 6-oxo-
PgF, falla einmitt vel inn í þessa til-
gátu um Pg heimastjórn35. Pgl: gæti
verið það efni sem einkum hemurost-
eoclastana en myndun þess e.t.v.
stjórnað með neikvæðri afturvirkni
af styrk 6-oxo-PgF, sem hefur engin
áhrif á osteoclasta. Bæði þessi efni
ættu þá sína sérhæfðu viðtaka, Pgl2 á
osteoclöstum og 6-oxo-PgF, á þekju-
frumum. Aðrar arachidonic afleiður,
svo sem PgE2, sem monocytar
mynda í bólgu, gætu svo verkað á
viötakana og truflað þessa eðlilegu
(physiologísku) stjórnleið36'37. T.d.
gæti orðið aukin beineyðing ef PgE2
verkaði antagonískt á Pgl2 viðtaka á
osteoclöstum eða agonískt á
6-oxo-PgF, viðtaka á entothelfrum-
um. Ólíklegt er þó að verkun hverrar
arachidonic afleiðu sé hrein agonísk
eða antagónísk heldur mismikiö af
hvorri.
Þegar Pg er sett í vefjarækt verður
í fyrstu bæling á osteoclöstunum
vegna beinna áhrifa þessa utanað-
komandi Pg. Síðan örvast þeir vegna
einhvers „second messenger“ frá osl-
eoblöstum eða öðrum frumum sent
nema það Pg sem er í ræktinni og
vinna gegn áhrifum þess. Þessi „sec-
ond messenger" gæti e.t.v. verið
minnkuð local Pg myndun og þar
með minni bæling, en ekki er hægt að
útiloka að osteoblastar myndi einhver
örvandi efni. (3. mynd)
Parathyroideahormon (PTH):
Áhrif þess eru flókin og velta á
skammtastærð, tíma og tímalengd
gjafar. Þó rná einfalda málið og segja
að PTH hækki S-Ca, m.a. með því að
auka Ca losun úr beinum. Séu ost-
eoclastar athugaðir sérstaklega kemur
tvennt fram4:
1. Eftir u.þ.b. 20 mín. frá gjöf PTH
verður á þeim útlitsbreyting sem
felst einkurn í aukningu úfins yfir-
borðs og eftir 1-2 klst mælist auk-
in RNA myndun í þeim.
2. Fjölgun verður á osteoclöstum
eftir u.þ.b. 16 klst, sennilega
vegna samruna preostepclasta38.
Til að ná þessum áhrifum þarf PTH
að verka óbeint, þ.e. um aðrar frumur
því það hefur engin áhrif á einangr-
aða osteoclasta30,24 sem eru án við-
taka fyrir PTH39.
Osteoblastar hafa PTH viðtaka.
PTH veldur þar aukningu á intracell-
ular c'AMP og örvun, en aukið
c’AMP bælir hins vegar frumur ætt-
aðar úr merg. Osteoblastar gætu síð-
an haft áhrif á osteoclasta með örv-
andi boðum eða á annan hátt (sjá uin
Prostaglandin), en þessar tvær
frumugerðir sjást oft tengjast með
frymisöngum. Örvun osteoblasta get-
ur einnig leitt af sér einhverja breyt-
ingu á beinstrúktúr sem síðan veldur
á einhvern hátt virkjun á macrophög-
um og osteoclöstum (sjá unt frumu-
LÆKNANEMINNVI985- '/1986- 38.-39. árg.
71