Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 76

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 76
sé upphaflega til þess að skapa bein- merg'vaxtárskilyrði inni í beinuin og er því eðlilegast að beinátsfrumur séu ættaðar úr nterg og lúti svipaðri stjórn og þær. Osteoclastar skipta sér ekki svo vitað sé. í beini í rækt eru osteoclast- ar sennilega virkir í nokkra daga eða allt að viku en rannsóknir in vivo benda til að osteoclastar séu stöðugt að innlima og losa sig við kjarna. Óvíst er hvort kjarnanum fylgir nokk- urt frymi þegar hann losnar. Þess vegna er erfitt að ákveða æfilengd osteoclastanna, en sumir telja að þeir geti verið allt að því „eilífir"8. Þátttöku nálægra fruma s.s. ost- eoblasta, þekjufruma og macrophaga hefur þegar verið gerð nokkur skil hér að framan. Sett hefur verið fram svonefnd skammtakenning beinumsetningar (The Quantum Theory of Bone Re- modelling), e.t.v. nefnd í höfuðið á þekktri eðlisfræðikenningu. Parfitt, A.M. hel'ur skrifað um hana yfirlits- greinar1'72. Samkvæmt henni er bein- umsetningu skipt í fimnt stig sem öll eru samtengd og byggist eðlilegt við- hald beina og Ca jafnvægi á því að jafnvægið milli þessara stiga raskist ekki og að þau séu í tengslum hvert við annað. (5. mynd) Stigin fimm eru: 1. Hvíld (Quiescence) 2. Virkjun (Activation) 3. Eyðing (Resorption) 4. Hvörf (Reversal) 5. Myndun (Formation) A hvíldarstigi eru osteoblastar út- flattir og þekja beinyfirborðið. Þessir osteoblastar eru sennilega ekki bein- myndandi en gætu átt þátt í að stjórna osteoclöstum og e.t.v. Ca jafnvægi. A virkjunarstiginu verður rof á osteoblastaþckjunni og þar með dragast osteoclastar að beinyfirborð- inu og festast við kalkaðan matrix. Mynd 5. Skammtakenning beineyðingar. (Parfitt, A.M.72). Einnig verður myndun á osteoclöst- HVILD VIRKJUN EYÐING MYNDUN HVILD ÞEKJUFRUMUR □ GAMALT BEIN PREOSTEOCLASTAR iATn ntj & ö fc=o liiíSft.ÁfÍhí® HVÖRF ?.CD u l! f .OSTEOCLAST AR OSTEOBLASTAR lið NÝTTBEIN m OSTEOID PEKJUFRUMUR 74 LÆKNANEMINN 4Í985 - '/i9«6- 38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.