Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Side 86

Læknaneminn - 01.04.1986, Side 86
Dánartíðni er mismunandi, frá 2- 5% ,2 en fá eðlileg börn deyja úr þess- um sjúkdómi ef möguleiki á gjör- gæslumeðferð er fyrir hendi. Meiri- hluti barna, sem deyja af völdum bronchiolitis, er með ónæmisbæklun eða undirliggjandi hjarta- eða lungna- sjúkdóm.1 Forvarnarstarf Áður var talið að RSV smitaðist með úðasmiti, en nýlegar rannsóknir benda til að líklegra sé að RSV smit- ist með snertismiti, og virðist hand- þvottur vera mikilvægasta atriðið í smitvörnum.1' 2 Notkun maska er óþörf.1 Oftast smitast ungabörn af foreldrum eða eldri systkinum. Talið er að allt að 30% barna á sjúkradeild smitist af RSV ef sjúklingur með bronchiolitis af völdum RSV liggur á deildinni.1 Ekkert bóluefni er til gegn RSV, þrátt fyrir að aðeins sé til ein serótýpa af veirunni. Ýmis bóluefni hafa verið reynd, og sem stendur beinist athygli manna einkum að bóluefni sem hægt væri að gefa sem nefúða, og gæfi góða mótefnasvörun (íg A) í slímhúð öndunarfæranna.8 Slíkt bóluefni yrði að gefa bömunum nijög ungunr, einkum þeim sem fædd eru rétt fyrir hinn árlega RSV-farald,1 og það hef- ur sýnt sig að mótefnasvörun svo ungra barna er oft fremur lítil. Sem stendur virðist virkt bóluefni gegn RSV fjarlægur draumur.1 Að lokum vil ég þakka Þresti Lax- dal lœkni fyrir lestur handrits og gagnlegar ábendingar. HEIMILDIR: 1. Wright P. F.: Bronchiolitis. Pediatrics in Review, vol. 7. no. 7:219-222. Jan. 1986. 2. Nahata H. C., Johnson J. A., Powell D. A.: Management of bronchiolitis. Clinical Pharmacy, vol. 4:297-303. May-June 1985. 3. Fireman P.: The Wheesing Infant. Pe- diatrics in Review, vol. 7, no. 8:247- 254. Feb. 1986. 4. Taber L. H., Knight V., Gilbert B. E. og fleiri: Ribavirin Aerosol Treatment of Bronchiolitis Associated with Res- piratory Syncytial Virus Infections in Infants. Pediatrics, vol. 72, no. 5:613-618. Nov. 1985. 5. Hall C. B.. McBride J. T., Walsh E. E. og fleiri: Aerosolised ribavirin treat- ment of infants with respiratory syn- cytial viral infection: A randomised double blind study. New England Journal of Medicine'308: 1443-1447. 1981. 6. Pullan C. R., Hey E. N.: Wheesing, asthma, and pulmonary dysfunction 10 years after infection with respiratory syncytial virus in infancy. British Medicat Journal, vol. 284:1665- 1669. 5 June 1982. 7. Kempe H. C., Silver H. K., O'Brien D.: Current Pediatric Diagnosis and Treatment. 8th edition 1984. Lange Medical Publications. 8. Fenner F. J., White D. O.: Medical Virology. 2nd edition 1976. Academic Press, Inc. 9. Kennslugögn og punktar úr fyrirlestr- um Þrastar Laxdal. 84 LÆKNANEMINN M985- >/i986- 38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.