Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 88

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 88
Brot úr ævintýri í Tyrklandi Þóra Steffensen læknanemi Mér var ekki beinlínis rótt þar sem ég sat á flugvellinum í Istanbul og horföi á eftir vegabréfinu mínu í höndunum á tyrkneskum vega- bréfaeftirlitsmanni. „Vísa eða ekki vísa?“ Bréf frá tyrknesku læknanemasamtökunum í Ankara haföi fullvissað mig um að áritun væri ekki nauðsynleg en eitthvað virtist eftirlitsmönnunum sjálfum ókunnugt um það. Eftir að sex stykki höfðu stungið saman nefjum, hvarf einn þeirra á braut, með vegabréfið mitt. Það hvarflaði að mér hvort þetta væri forsmekk- urinn af því sem koma skyldi. Eilíf bið og allt í kaos enda hafði ýms- um sögum verið laumað að mér um Tyrki og Tyrkjaríki, sem sumar minntu mest á hina víðfrægu bió- mynd „Midnight Express". Ferðin hingað til hafði bara gengið ágætlega, Fyrsta stoppu- stöð í Köben og þar var fjögurra daga bið eftir að komast til Aþenu. Á meðan var ætlunin að skreppa til Álaborgar en fyrir einhvern mis- skilning lenti ég í Esbjerg. í Aþenu missti ég næstum því af rellunni til Istanbul - ég fór nefnilega fyrst á skakkan flugvöll. Slík smámistök voru snarlega leiðrétt og málið reddaðist. Eftir hálftímann birtist mér til óblandinnar ánægju Tyrkinn með vegabréfið mitt. Það skartaði nú stórum rauðum stimpli á litlu hvítu blaði, nældu á eina síðuna með ryðguðum og beygluðum títu- prjóni. „Welcome to Turkey“. Ferðinni var heitið til Ánkara, höfuðborgar Tyrklands þar sem ég ætlaði að taka þátt í svokölluðu „Field Projecti" í gegnum tyrk- nesku læknanemasamtökin. Eftir því sem mér best skildist, af frekar mögrum upplýsingum var um að ræða 4-8 vikna dvöl á heilsu- gæslustöð í einhverju litlu þorpi utan við Ankara. Þar færi fram, auk almennrar heilsugæslu, ung- barnabólusetningar, mæðra- og ungbarnaeftirlit, fjölskylduskipu- lagning, og minniháttar slysaþjón- usta. Eftir einnar mínútu rútuferð var komið að innanlandsflugbygging- unni, sem reyndar líktist meira herstöð. Allt morandi í hermönn- um, gráum fyrir járnum með putt- ann á gikknum. Eftir tvöfalda far- angurs- og líkamsleit, vegabréfs- og farseðilsskoðun var mér loks hleypt inn í hinn eiginlega biðsal. Þar sátu tugir karlmanna, allir í jakkafötum með bindi og ná- kvæmlega 3 kvenmenn, allar í síðum pilsum, ermalöngum blúss- um og með skýluklút sem huldi hvert einasta höfuðhár. Var það virkilega rétt sem mér hafði verið sagt aö kvenmenn sæjust varla á almannafæri í Tyrklandi, þeim væri öllum haldið inná heimilun- um? Ég var ekki beint hrifin af til- hugsuninni að eiga eftir að vera heilan mánuð í einhverju karl- remburíki. En of seint að iðrast núna. Á leiðinni útí vél gengu allir í einfaldri röð framhjá farangurs- hrúgu. Þar áttirðu að gjöra svo vel að benda á þá tösku sem tilheyrði þér og kom þá burðarmaður hlaupandi til, dró hana út úr hrúg- unni og henti uppá vagn. Ég bjóst ekki við að sjátöskuna mína nokk- urn tíma aftur. Eitt af því sem am- erískur samfarþegi minn til Ist- anbul hafði sagt mér, var að besta leiðin til að losna við farangurinn sinn fyrir fullt og allt væri að tjékka hann inn í innanlandsflug í Tyrk- landi. Það var því óvænt ánægja að sjá hana aftur á flugvellinum í Ankara. Eftir stutta rútuferð frá flugvellin- um og á járnbrautarstöðina í mið- borginni, tók þar á móti mér tyrk- neskur læknanemi, Yaman (eða Emeni eins og sumir ónefndir ís- lendingar kalla hann). Flann var ekki á vegum læknanemasamtak- anna heldur kunnugur íslending- um af Sikileyjardvöl frá árinu áður og hafði boðist til að greiða götu mína í Tyrklandi. Það kom sér vel því sumir voru satt að segja orðnir hálf áttavilltir. Utan við járnbrautar- stöðina var ólýsanlegt kaos af illa lögðum bílum, troðfullum strætis- vögnum, burðarmönnum sem sumir voru með heilt bílhlass á bakinu, æpandi leigubílstjórum, illa búnu fólki, að ekki sé minnst á fjölda vopnaðra hermanna við eft- irlit. Eitt mitt fyrsta verk var að hafa samband við læknanemasamtök- in. Viðmælandi minn þar sagði mér að mæta á skrifstofuna dag- inn eftir. Sú ferð var til þess eins að segja mér að ég ætti að koma aftur morguninn þar á eftir. Það 86 LÆKNANEMINN Vms- Vm6-38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.