Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 88

Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 88
Brot úr ævintýri í Tyrklandi Þóra Steffensen læknanemi Mér var ekki beinlínis rótt þar sem ég sat á flugvellinum í Istanbul og horföi á eftir vegabréfinu mínu í höndunum á tyrkneskum vega- bréfaeftirlitsmanni. „Vísa eða ekki vísa?“ Bréf frá tyrknesku læknanemasamtökunum í Ankara haföi fullvissað mig um að áritun væri ekki nauðsynleg en eitthvað virtist eftirlitsmönnunum sjálfum ókunnugt um það. Eftir að sex stykki höfðu stungið saman nefjum, hvarf einn þeirra á braut, með vegabréfið mitt. Það hvarflaði að mér hvort þetta væri forsmekk- urinn af því sem koma skyldi. Eilíf bið og allt í kaos enda hafði ýms- um sögum verið laumað að mér um Tyrki og Tyrkjaríki, sem sumar minntu mest á hina víðfrægu bió- mynd „Midnight Express". Ferðin hingað til hafði bara gengið ágætlega, Fyrsta stoppu- stöð í Köben og þar var fjögurra daga bið eftir að komast til Aþenu. Á meðan var ætlunin að skreppa til Álaborgar en fyrir einhvern mis- skilning lenti ég í Esbjerg. í Aþenu missti ég næstum því af rellunni til Istanbul - ég fór nefnilega fyrst á skakkan flugvöll. Slík smámistök voru snarlega leiðrétt og málið reddaðist. Eftir hálftímann birtist mér til óblandinnar ánægju Tyrkinn með vegabréfið mitt. Það skartaði nú stórum rauðum stimpli á litlu hvítu blaði, nældu á eina síðuna með ryðguðum og beygluðum títu- prjóni. „Welcome to Turkey“. Ferðinni var heitið til Ánkara, höfuðborgar Tyrklands þar sem ég ætlaði að taka þátt í svokölluðu „Field Projecti" í gegnum tyrk- nesku læknanemasamtökin. Eftir því sem mér best skildist, af frekar mögrum upplýsingum var um að ræða 4-8 vikna dvöl á heilsu- gæslustöð í einhverju litlu þorpi utan við Ankara. Þar færi fram, auk almennrar heilsugæslu, ung- barnabólusetningar, mæðra- og ungbarnaeftirlit, fjölskylduskipu- lagning, og minniháttar slysaþjón- usta. Eftir einnar mínútu rútuferð var komið að innanlandsflugbygging- unni, sem reyndar líktist meira herstöð. Allt morandi í hermönn- um, gráum fyrir járnum með putt- ann á gikknum. Eftir tvöfalda far- angurs- og líkamsleit, vegabréfs- og farseðilsskoðun var mér loks hleypt inn í hinn eiginlega biðsal. Þar sátu tugir karlmanna, allir í jakkafötum með bindi og ná- kvæmlega 3 kvenmenn, allar í síðum pilsum, ermalöngum blúss- um og með skýluklút sem huldi hvert einasta höfuðhár. Var það virkilega rétt sem mér hafði verið sagt aö kvenmenn sæjust varla á almannafæri í Tyrklandi, þeim væri öllum haldið inná heimilun- um? Ég var ekki beint hrifin af til- hugsuninni að eiga eftir að vera heilan mánuð í einhverju karl- remburíki. En of seint að iðrast núna. Á leiðinni útí vél gengu allir í einfaldri röð framhjá farangurs- hrúgu. Þar áttirðu að gjöra svo vel að benda á þá tösku sem tilheyrði þér og kom þá burðarmaður hlaupandi til, dró hana út úr hrúg- unni og henti uppá vagn. Ég bjóst ekki við að sjátöskuna mína nokk- urn tíma aftur. Eitt af því sem am- erískur samfarþegi minn til Ist- anbul hafði sagt mér, var að besta leiðin til að losna við farangurinn sinn fyrir fullt og allt væri að tjékka hann inn í innanlandsflug í Tyrk- landi. Það var því óvænt ánægja að sjá hana aftur á flugvellinum í Ankara. Eftir stutta rútuferð frá flugvellin- um og á járnbrautarstöðina í mið- borginni, tók þar á móti mér tyrk- neskur læknanemi, Yaman (eða Emeni eins og sumir ónefndir ís- lendingar kalla hann). Flann var ekki á vegum læknanemasamtak- anna heldur kunnugur íslending- um af Sikileyjardvöl frá árinu áður og hafði boðist til að greiða götu mína í Tyrklandi. Það kom sér vel því sumir voru satt að segja orðnir hálf áttavilltir. Utan við járnbrautar- stöðina var ólýsanlegt kaos af illa lögðum bílum, troðfullum strætis- vögnum, burðarmönnum sem sumir voru með heilt bílhlass á bakinu, æpandi leigubílstjórum, illa búnu fólki, að ekki sé minnst á fjölda vopnaðra hermanna við eft- irlit. Eitt mitt fyrsta verk var að hafa samband við læknanemasamtök- in. Viðmælandi minn þar sagði mér að mæta á skrifstofuna dag- inn eftir. Sú ferð var til þess eins að segja mér að ég ætti að koma aftur morguninn þar á eftir. Það 86 LÆKNANEMINN Vms- Vm6-38.-39. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.