Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 90

Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 90
Litlir púkar í Ankara. lingurinn sem þarf aö borga brús- ann að mestu eða öllu leyti. Híbýl- in eru lítil og búið þröngt. Grassera því allir smitsjúkdómar, sem eru önnur algengasta dánarorsökin. Sú algengasta er hjartasjúkdómar og í 3ja sæti umferðarslys. Ljósmæðurnar 9 fara daglega í húsvitjanir og fylgjast reglulega með öllum börnum og öllum kon- um á barneignaraldri. Auk þess starfar þar ein hjúkrunarkona við bólusetningar, 2 heilbrigðiseftir- litsmenn og einn ritari. Við vorum svo heppnar að einn af læknunum var mælandi á enska tungu svona nokkurn veg- inn átakalaust. Með honum skoðuðum við alla sjúklingana, hann sagði okkur frá kvörtunum þeirra og ræddi svo um sjúkdóm- inn og meðferðina. Trúarbrögðin settu hins vegar oft strik í reikning- inn í meðferðinni. 99% Tyrkja eru múhameðstrúar. Einn mánuð á ári, Ramadan (ca. 20. maí-20. júní) fasta múslimir frá sólarupp- rás til sólseturs. Þá eta þeir eins og skepnur í kvöldmat og fá sér svo aftur smá „nattmad" kl. 2. Auk þess biðja þeir fimm sinnum á dag. Allflestir Tyrkir halda þessa föstu og kemur þá ekki til mála að gleypa einhverjar töflur meðan á henni stendur. Margireru líka van- trúaðir á að þær virki og stilla þeim bara uppí skáp eða vilja sprautur. Ef einhver verður veikur kemur a.m.k. hálf fjölskyldan með hon- um til læknisins, fylgist grannt með hverri hreyfingu læknisins og gleypir hvert orð hans. Oft hefur sjúklingurinn eða fjölskyldan aðrar hugmyndir um hvað að er eða meðferðina heldur en dokksi. End- ar þá allt með látum, enda Tyrkir almennt með eindæmum skap- heitir. Við útlendingarnir vöktum alltaf mikla athygli þessa fólks sem var ekkert að fela forvitnina. Oft kom fyrir að læknirinn lét okkur algjörlega um sjúklingana. Hann var þá túlkur, fyllti út rann- sóknarbeiðnir eða skrifaði recept. Ekki fengum við nein „hint“, en lík- lega hefur hann verið okkur sam- mála. Hann allavega mótmælti aldrei diagnosunum eða meðferð- inni. Einnig lét hann okkur taka nokkur spor, taka sauma og bólu- setja. Við undum okkur vel þarna á HG-stöðinni og báðum um að fá að vera þar allar 4 vikurnar sem var auðsótt mál. Við fórum þó í skoðunarferð um spítalann sem varla hefur hýst meira en 100 rúm. Ekki var nú að- búnaður jafngóður og á „klakan- um“. Allt margnota og tannlækna- græjurnar hefðu betur átt heima á þjóðminjasafni. Helsta nátt- borðsskrautið hjá frú einni á kvennadeildinni var leg (í gler- krukku), sem hafði verið tekið úr henni nokkrum dögum áður. Al- mennt hreinlæti virtist þó sæmi- legt. Skurðstofurnar sá ég ekki. Engin hjúkrunarkvennanna talaði ensku og fáir læknanna voru slarkfærir. Við kynntum okkur einnig aðra starfsemi HG-stöðvarinnar en sjúklingameðhöndlun. Heilbrigðis- fulltrúar staðarins voru virkir í sínu starfi. Til að fá hugmynd um hvað þeir væru að bauka skelltum við okkur með í eina eftirlitsferð- ina. Með í förinni voru auk þess 2 tyrkneskir læknanemar og lögreglu- þjónn. Byrjað var í einu af brauð- gerðarhúsum þorpsins. Húsnæðið hefði sómt sér vel sem fjárhús á útkjálka Vestfjarða. Starfsmenn voru 3 og líktust mest föngum í þrælkunarvinnu, nema hlekkina vantaði. Skoðað var í hvern krók og kima og að því er okkur best skildist var allt að. Verst þó það að klósetthola staðarins skildi stað- sett í næsta nágrenni við bakara- ofninn og lyktaði auk þess út um alla sveit. Tekið var sýni af hrá- efnisbirgðum og brauðum sem sent yrði í athugun. Þótti víst að heilbrigðiseftirlitið myndi skipa eig- andanum að endurbæta þetta allt saman, annars yrði leyfið tekið af honum. Læknanemarnir hvísluðu því að okkur að þorpsstjórinn væri frændi eigandans og sæi um að 88 LÆKNANEMINN 2/m5- l/i986 — 38.-39. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.