Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 92

Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 92
 Grafhýsi Atatúrks, þjóðhetju Tyrkja. Hann stofnaði tyrkneska lýðveldið 1923. Grafhýsið er í Ankara. þeim aögerðum yröi örugglega aldrei framfylgt. Þetta virtist því allt til* lítils. Næst á dagskrá var kjötbúö, sem leit bara vel út, enda nýlega tekin í notkun. Eigandinn fékk þó sekt, sem borgast átti á staðnum, fyrir að hafa ekkert flugnanet í dyrunum og aö hengja pylsu uppá vegg. Ekki tók sá því þegjandi og hljóðalaust. Varö okk- ur þá Ijóst til hvers lögregluþjónn var með í förinni. Var því skotið að okkur að áður fyrr hefðu eigendur, sem illa kunnu sektum, oft gert at- lögur að heilbrigðisfulltrúunum með hnífum og hnefum. Því hefði löggan verið fengin með sem líf- vörður. „Kaupfélagskompan" slapp við sekt en kaupmaðurinn fékk ákúrur fyrir að hafa þvottaefn- ið í hillunni fyrir ofan jarðarberja- sultuna. Rakarar staðarins sluppu með skammir fyrir að margnota rakvélablöðin og skítugar greiður. Að lokum var annað brauðgerðar- hús heimsótt. Sú heimsókn var svo stutt að okkur grunaði að hún hefði ekki verið til annars en að sýna okkur að það væru nú til hreinleg bakarí í þorpinu. Enda hafði annar fulltrúinn látið í Ijós áhyggjur sínar af því að við hefð- um orðið fyrir alvarlegu sjokki við að sjá hitt bakaríið. Það verður að segjast að Tyrkj- um er afskaplega umhugað um að útlendingar fái góða mynd af land- inu og horfi bara á náttúruna og lúxushótelin. Það að ég skyldi mynda tyrkneska klósettholu vakti svo mikla reiði framkallarans að ég hélt ég myndi bara ekki fá myndirnar mínar. „Why don't you take pictures of nice things in Turkey?“ Yfirlæknir héraðsspítal- ans í Etimesgut kallaði okkur á sinn fund dag einn til að fá að vita hvernig okkur líkaði vistin. Hún vildi alls ekki hafa okkur þarna heldur á háskólasjúkrahúsinu í Ankara sem væri „jafn fullkomið og á Vesturlöndum“. Höfðum við einhverjar kvartanir? Ég minntist á stíflaða vaskinn í herberginu okkar, sem satt að segja fór mikið í taugarnar á mér. Hún rauk upp til handa og fóta og lét laga það á korteri. Slíkan blett á heiðri spítal- ans varð að sjálfsögðu að þurrka út. Við hlustuðum svo á hálftíma fyrirlestur um að rafmagn og síma- kerfi skildi milli þróaðra og van- þróaðra landa. Var hún að gefa okkur vísbendingu, að Tyrkland teldist þróað, þar sem það skart- aði hvoru tveggja? Ekki var Yam- an, læknanemi og móttökumaður minn, betri. Hann var eins og áróð- ursmaskína frá tyrkneska ferða- málaráðuneytinu. Ef til vill stafa þessi viðbrögð Tyrkja af þeirri slæmu umfjöllun sem Tyrkland hefur fengið í vestrænum fjölmiðl- um og kvikmyndaiðnaði. Mín reynsla af Tyrkjum var mjög góð og eru þeir með eindæmum vin- gjarnlegir og gestrisnir. Fjölskylda Yamans tók mér með opnum örm- um sem væri ég glataði sonurinn. Og þau voru engan veginn neitt einsdæmi. Þegar Tyrkir bjóða einhverjum vináttu sína gera þeir það með því að bjóða viðkomandi te eða síga- rettu. Teið lenti ég ekki í neinum vandræðum með. Þar sem ég reyki ekki kom það stundum fyr- ir að ég þrælmóðgaði viðmælanda 90 LÆKNANEMINN 2/i985 - l/i986 — 38.-39. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.