Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Side 5

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 5
A R, E Lobac (Winthrop, 640454) Töflur; M 03 B B 52 Hver tafla inniheldur: Chlormezanonum INN 100 mg, Para- cetamolum INN 450 mg. Eiginleikar: Lyfið er blanda af vöðvaslakandi og róandi efni, klórmezanóni, og paracetamóli, sem hefur verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Klórmezanón slakar á spenntum vöðv- um með miðlægum áhrifum og einnig með því að lengja tor- leiðnitíma taugavöðvatengingar. Bæði efnin frásogast vel frá meltingarvegi. Hámarksblóðþéttni næst eftir 1-2 klst. Efnin eru lítið próteinbundin. Helmingunartími paracetamóls er 2 klst., en klórmezanóns u.þ.b. 24 klst., sem veldur því, að stöðug blóðþéttni næst ekki fyrr en eftir 3-4 daga. Efnin um- brotna í lifur og skiljast út með þvagi. Ábendingar: Bakverkir, vöðvaverkir, torticollis og spennu- höfuðverkur. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Lifrar- sjúkdómar. Aukaverkanir: Preyta, sviði, ógleði, munnþurrkur og sjaldan þvagtregða geta komið fram. Kólestatisk gula hefur sést. Fækkun á blóðflögum og hvítum blóðkornum hefur verið lýst. Haemolytisk anaemia hefur sést. Varúð: Ekki er mælt með langtímanotkun lyfsins (nýrna- skemmdir). Vara ber stjórnendur bifreiða og vélknúinna tækja við slævandi áhrifum lyfsins. Milliverkanir: Lyfið eykur áhrif róandi lyfja. Má ekki gefa samtímis fetíazínsamböndum og MAO-hemjandi lyfjum. Eiturverkanir: Mjög stórir skammtar af paracetamóli geta valdið lifrarskemmdum. Einkenni eitrunar eru ógleði, upp- köst, lystarleysi og magaverkir. Truflun á lifrarprófum kem- ur fram eftir 12-48 klst. Meðferð: Magaskolun. Lyfjakol. Mótefni gegn paracetamóli er acetýlcýstein. Skammtastærðir handa fullorðnum: 1-2 töflur þrisvar sinn- um á dag. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börn- um. Pakkningar: 20 stk. (þynnupakkað); 50 stk. (þynnupakkað). © Sterling-Winthrop AB Box 1403171 27 Solna Tel. 08-734 08 80

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.