Læknaneminn - 01.10.1989, Side 11

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 11
TAFLA 1: Klínísk teikn (%). Teikn Karlar Konur Bæði kvn lömun 100 100 100 skyntruflun 82 77 79 málglöp 71 80 76 geðrænar breytingar 70 79 75 skyntruflunum, með eða án skerðingar á meðvitund. Það sem er sérkennandi fyrir þennan sjúkdóm, eru endurtekin, skyndileg einkenni frá heila vegna heilablæðingar og í sumum tilvikum vegna heila dreps, hjá ungu fólki um tvítugsaldur. Þetta fólk hefur eðlilegan blóðþrýsting og er að öðru leiti heilbrigt. Meðalaldur sjúklinganna við fyrsta áfall er 25.2, ár sem er allt önnur aldursdreifingen almennt viðheilablóðfall. Meðalfjöldi áfalla er 3.2 hjá hverjum sjúklingi. A bráðastigi sjúkdómsins eru margir sjúklinganna meðvitundarlausir eða með skerta meðvitund og greinileg einkenni um lamanir. Aðrir fá mismunandi miklar lamanir allt frá helftarlömun með auknum sinaviðbrögðum og iljarteikni Babinskis, til magnleysis í annarri hendi eða slappleika í andliti. Sumir eru aðeins með óverulegar truflanir við hreyfingu á augnvöðvum og kvarta um tvísýni. Skyntruflanir eru að sjálfsögðu einnig mismunandi miklar hvað útbreiðslu og eðli snertir, allt eftir stærð og staðsetningu heilaskemmdanna. Sama er að segja um málstol (tafla 1). Blóðþrýstingur getur stundum verið hækkaður á bráðastiginu , svo sem þekkt er við heilablæðingar yfirleitt, en verður fljótlega aftur eðlilegur. TAFLA3: Geðrænar breytingar (%). Brevtinear Karlar Konur Bæði kvn engar 30 21 26 vægar 25 26 26 miklar 45 53 48 Sumir sjúklinganna, einkum konumar, hafa fengið slæm höfuðverkjaköst, af æðagerð, sem hafa versnað mjög við að taka inn getnaðarvamarlyf. Um 25% sjúklinganna hafa fengið krampaköst, bæði staðbundin og almenn, yfirleitt strax við byrjun einkenna, eða síðar. Þetta er mun hærri tíðni en gengur og gerist við venjuleg heilablóðföll, þar sem tíðnin er 5-10% (tafla 2). Geðrænar breytingar með vitglöpum (dementia) er áberandi einkenni þessa sjúkdóms. Vaxandi vitglöp á mismunandi stigi finnst hjá 75% sjúklinga (tafla 3) og hjá sumum þeirra er það fyrsta einkenn i um sjúkdóminn. Sjúklingamir hafa ekki einkenni frá mænu, en ekki er óalgengt að þeir fái einkenni frá heilastofni með tvísýni og/eða þvöglumælgi. Nánastallirsjúklingannahafafengiðendurteknar heilablæðingar og oftast deyja þeir af völdum nýrrar blæðingar, 1 degi til 23 árum eftir fyrsta áfallið. Sjúkrasögur og ættartré Sjúklingur nr. 1. (Ætt A, mynd 7) Er sjúklingur var 23 ára hafði hann um nokkurra mánaða skeið all slæman höfuðverk auk þess fannst honum, sem allir hlutir, sem hann horfði á, hölluðust TAFLA2: Klínísk einkenni (%). Saga um Einkenni í byrjun áfalls: Krampi höfuðverk höfuðverkur uppköst svefnhöfgi Karlar 46 31 31 77 31 Konur 74 68 19 63 19 Bæði kyn 63 53 25 69 25 LÆKNANEMINN 1-^1989-42. árg. 9

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.