Læknaneminn - 01.10.1989, Page 12

Læknaneminn - 01.10.1989, Page 12
Ætt A. Ætt B MYND 7. MYND 8. niður til hægri og upp til vinstri en ekki var um tvísýni að ræða. A þessu tímabili þurfti hann að sofa óeðlilega mikið og var mjög erfitt að vekja hann. Eftir neglingu á fótbroti er hann var 29 ára fékk hann vinstri helftarlömun. Við skoðun þá virtist hann áhugalítill og hafa skertinnsæi.Hannvarþvöglumæltur og fram komu bæði lófa-höku svörun (palmo-mental) og ennissléttuviðbrögð (glabellar reflex) báðu megin og hökuviðbragð var aukið. Hann hafði væga helftarlömun, aukinn tonus og iljarteikn Babinskis vinstra megin. Gangur var stjarfur og gleiðspora. Sársaukaskyn var minnkað vinstra megin. Helftarlömunin gekk að verulegu leyti til baka á nokkrum mánuðum. Almennar rannsóknir voru allar innan eðlilegra marka og blóðþrýstingur mældist 130/70. Almennar rannsóknir á mænuvökva voru eðlilegar. Heilalínurit, hægri hálsæðamynd (carotis angiografia), ísótópa- og intrathekal skönn voru eðlileg. Eftir þetta áfall varð hann nokkuð sljór og óvinnufær. Endurtekin heilarit voru óeðlileg. A næstu árum hrakaði honum bæði andlega og líkamlega og var greinilegt að hann fékk nokkrum sinnum ný heilaáföll. Cystatin C í mænuvökva var mælt og reyndist 1.8 mg./l, en eðlilegt meðalgildi er 7.1, spönnun 4.0- 13.6. Er hann var 40 ára var hann innlagður meðvitundarlaus og í flogafári. Sennilega var um nýtt áfall að ræða. Hann lést nokkru síðar án þess að komast til meðvitundar. Sjúklingur Nr. 2. (Ætt B, mynd 8) I mörg ár áður en sjúklingur veiktist hafði hann fengið slæm höfuðverkjaköst af mígrengerð. Innlagður í sjúkrahús, 27 ára, vegna skyndilegs magnleysis og minnkaðs skyns vinstra megin. Einkenni löguðust verulega á nokkrum klukkustundum og voru nánast alveg horfin á tveimur dögum. Skoðun við innlögn: Fullkomlega áttaður á stað og stund, engin þvöglumælgi eða geðrænar (organisk mental) breytingar. Væg lömun, aukin sinaviðbrögð og minnkað skyn vinstra megin. Iljarteikn Babinskis báðu megin. Almennar rannsóknir voru allar eðlilegar. Heilalínurit, hægri og vinstri hálsæðamyndir (karótis og vertebralis angiografíur) voru eðlilegar. Þegar hann var 31 árs fékk hann aftur einkenni frá vinstri líkamshlið, sem gengu að verulegu leyti til baka á nokkrum vikum. Nokkrum mánuðum síðar fékk sjúklingurinn skyndilega mjög sáran höfuðverk með ljósfælni og lömun vinstri líkamshelmings. Jafnframt áberandi geðrænar breytingar með neitun á öllum einkennunr. 10 LÆKNANEMINN l-%>89-42. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.