Læknaneminn - 01.10.1989, Page 20

Læknaneminn - 01.10.1989, Page 20
vefjameinafræðilega rannsókn á þeim fannst Cytomegalovirus (mynd 2) og Toxoplasma gondii. Umræða Sjúkdómsgangurþessa sjúklings, sem tók tæplega fjögurár,erdæmigerðurfyriralnæmissjúkling. Glöggt sést hversu næmi sjúklings fyrir ýmsum sýkingum eykst þegar ónæmiskerfi líkamans brotnar niður. Blóðrannsóknir sjúklingsins sýndu merki þeirra bilana í ónæmiskerfinu sem verða við alnæmi. Einkennandi var, að T-hjálparfrumum hans fór stöðugt fækkandi. Við alnæmi þá hafa þær T-hjálparfrumur sem ekki drepast mjög skerta starfshæfni (12,4). Einnig var hann með gammaglóbúlínaukningu í blóði, sem hlýst af fjölstofna (polyclonal) örvun B-eitilfrumna með aukinni mótefnamyndun (12). Sjúklingurfékkmjögdæmigerðarfylgisýkingar. Hin fyrsta var Candida vélindabólga. Næstum allir alnæmissjúklingar fá þrusku og er algengt að sýkingin dreifist til vélinda (7). Sjúkdómar í lungum eru algengir við alnæmi. Sjúklingurinn fékkPneumocystis carinii lungnabólgu sem er algengasta fylgisýkingin í byrjun hjá alnæmissjúklingum (7). Sjúklingurinn fékk millivefslungnabólgu sem er algeng orsök afbrigðilegrar starfshæfni lungna við alnæmi (21). Hann fékk einnig Hemophilus influenzae lungnabólgu sem er algengari hjá alnæmissjúklingum heldur en gengur og gerist. Hið sama á við um Streptococcus pneumoniae lungnabólgu (7,14). Dánarorsök sjúklings var lungnabólga orsökuð af Staphylococcus aureus, en þessi baktería er þekkt fyrir að valda lungnabólgum hjá alnæmissjúklingum sem fengið hafa Pneumocystis carinii lungnabólgu (7). Við krufningu fannst Toxoplasma gondii í átfrumum í lungum, en við alnæmi er þekkt að frumdýrið getur valdið lungnabólgu (pneumonitis) (5,15). Viðkrufninguhafaflestiralnæmisjúklingarmerki um dreifða Cytomegalovirus (CMV) sýkingu (ræktun á CMV og vejfafræðileg merki um CMV sýkingu) (7). Þessi sjúklingur hafði vefjafræðileg merki um CMV sýkingu í nýmahettu (mynd 2) og reyndar einnig Toxoplasma gondii og voru nýmahettumar rýrar. SIEMENS lækningatæki SMITH & NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 18 LÆKNANEMINN 1-4Í989-42. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.