Læknaneminn - 01.10.1989, Side 24

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 24
Tölvunotkun í læknakennslu Pórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson Dagana 5.-6. desember 1988 var haldin í Gautaborg ráðstefna um tölvunotkun við læknakennslu. Ráðstefnan var haldin á vegum NFMU (Nordisk Federation för Medicinsk Undervisning), og þátttakendur voru kennarar og nemendur frá flestum læknaskólum á Norðurlöndum, auk gestafyrirlesara frá Pittsburgh (Pennsylvania). Fléðan fóru tveir læknanemar(undirrit.) auk dósents í geðlæknisfræði. Ráðstefnan fór fram bæði á fyrirlestraformi og með sýnikennslu. Sýnd voru helstu leikföng þeirra Svíanna á þessu sviði(auk bandarískra nýjunga), en í Gautaborg hefur verið ígangi undanfarin ár uppbygging ákerfi sem þeirkalla MEDNET sem verðurfjallað um nánar hér á eftir. MEDNET Tölvuþróunin hófst við læknadeildina í Gautaborg veturinn '83-'84. Þá voruþaðstúdentarþar í bæ sem vöktu máls á þeirri þróun sem hlyti að eiga sér stað innan fárra ára, líkt og þegar hafði gerst í öðrum greinum. Þeir fengu fjárveitingu til að hefja undirbúningsvinnu að uppsetningu tölvukerfis sem nota mætti við læknanám, þannig að haustið ’85 var hægt að byrja að semja forrit og taka tölvuver í notkun. í fyrstu voru þetta aðallega forrit ætluð til að þjálfa læknanema í greiningu sjúkdóma út frá gefnum forsendum. Síðar voru hönnuð flóknari kennsluforrit sem verður sagt frá síðar. A árunum’85-’88 varsvo MEDNET þróað. Þetta er kerfi sem samanstendur af móðurtölvu, staðsettri í tækniháskóla, með mest 300 skjáum víðvegar um borgina og í nágrenni hennar. Utstöðvar móðurtölvunnar eru f.o.f. á sjúkrahúsum , rannsóknastofum tengdum þeim og í tölvuveri læknadeildarinnar. Kerfinu er ætlað tvíþætt hlutverk, annars vegar upplýsingageymsla og miðlun og hins vegar kennsluhlutverk. Undirfyrriliðinnfellurm.a.geymsla á rannsóknaniðurstöðum, upplýsingar um sjúklinga og jafnvel sjúkraskrár. Kennsluhlutinn af MEDNET hefur að geyma margskonar forrit sem eiga að létta læknanemanum námið. Flér á eftir segjum við frá nokkrum þessara forrita. KENNSLUFORRITIN Smíði stórsameinda (Molecular modelling). Með þessu forriti er hægt að skoða þrívíddarmyndir sameinda frá ýmsum sjónarhomum. ýmist á strika formi þ.s. aðeins eru sýnd tengi og kjarnar eða svigrúmamyndir(space filling models) . Tölvan geymir í minni myndir af 50 þúsund lífrænum sameindum, þaraf350 prótein. Hægterað notaforritið til að teikna sameindir stórar og smáar, auk þess sem það er sérlega gagnlegt til að gera sér grein fyrir sambandi virkni og gerðar. Forritið hefur m.a. verið notað til að hanna lyfjasameindir með tilliti til gerðar viðtaka. Einnig hefur það verið notað til rannsókna á fosfólípösum, blóðflokka-mótefnavökum og bindisetum örvera á frumuhimnum. Með þessu fær nemandinn tækifæri til að öðlast tilfinningu fyrir sambandi útlits og eiginleika sameinda. Kennsluforrit í líffærafræði. I hönnun er forrit til kennslu í anatomiu. Neuroanatomiu hluti þess forrits er þegar langt kominn og sýndu Svíarnir okkur afraksturinn fram til þessa. Forritið er þannig uppbyggt að teknar eru myndir af líffærum, í þremur stefnum(horizontal, sagittal og frontal) með ákveðinni þykkt á sneiðunum. Tölvan getur svo sýnt myndimar í röð á fyrirfram ákveðnum hraða eða eina og eina í einu. Einnig er hægt að fá stækkanir á ákveðnum svæðum, biðja um ákveðið svæði í öðm sniði eðabiðja um nafn á líffæri, líffærahluta 22 LÆKNANEMINN l-^ta>-42. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.