Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Qupperneq 25

Læknaneminn - 01.10.1989, Qupperneq 25
eða svæði. Hugmndin er að hjálpa nemendum að átta sig á innbyrðis afstöðu líffæra(í heilanum sjá legu kjama osfrv.). I útlimum getur forritið auðveldað að sjá legu æða og tauga í vöðvaknippum. Þá er nemendum kleift að kanna þekkingu sína m.þ.a. láta tölvuna spyrja spurninga. “Lifandi”þrívíddarrnyndir af hjarta byggðar á ómskoðun. Með því að umri ta ómmyndir yfir á stafrænt kerfi tölvunnar má fá fram þrívíddarmyndir af hjartanu eða einstökum hólfum þess. Þessar myndir má skoða eins og kvikmynd, þar sem er hægt að virða fyrir sér starfsemi hjartans fráýmsumhliðum. Þettaauðveldar að meta stærð slegla og þykkt hjartavöðvans, meta stærð hjartadreps og nákvæma staðsetningu þess, svo og að meta stærð og útlit hjartagúls(aneurysm). Hægt er að hugsa sér að nota þetta forrit á önnur líffæri sem má ómskoða, s.s. fóstur í legi, gallblöðru og slagæðar. Hönnun lyfjasameinda með aðstoð tölvu. I minni tölvunnar er fjöldinn allur af þekktum lyfjasameindum á strikaformi. Einnig hefur hún að geyma upplýsingar um verkun, ábendingar, frábendingar og aukaverkanir lyfjanna. Með hjálp tölvunnar er mögulegt að bæta við og fjarlægja virka hópa frumeindir og fá spá um verkun nýju sameindarinnar. Loks má spyrja tölvuna hvort slík sameind sé til fyrir og þá hvemig hún sé notuð. Myndabanki fyrir greiningu og kennslu í húðsjúkdómum. I bankanum eru geymdar myndir af einkennum húðsjúkdóma. Hér er því hægt hvort heldur er að leita að sama sjúkdómi og ákveðinn sjúklingur hefur eða kanna þekkingu sína. Þetta forrit er því í raun tölvuvædd myndabók (atlas), en hefur þann kost að vera fyrirferðarminni og hægt er að bæta við minnið eftir því sem þekkingu fleygir fram. QMR -Quick Medical Reference (“Skjót gagnaleit lækna”). Þettaforriteraðmiklu leiti hugsmíðDr. Randolph Millers og kom hann frá Pittsburgh til að kynna það. Forritið er hugsað sem hjálpartæki við greiningu og meðferð sjúkdóma. Notandinn matar tölvuna á þeim einkennum sem hann hefur fundið eða sjúklingurinn lýst. Auk þess fræðir viðkomandi tölvuna á niðurstöðum rannsóknaef þær liggja fyrir. Tölvan vinnur úrþessum upplýsingum og gefur lista af mögulegum greiningum og raðar þeim eftir líkindum. Til að styðja ákveðna greiningu er svo hægt að spyrja tölvuna hvaða viðbótarupplýsingar hún vilji fá . Að fengnum þeim upplýsingum eða hluta þeirra er hægt að biðja um endurskoðaðan greiningalista. Þannig má smátt og smátt nálgast líklegustu greininguna og hafna öðrum ólíklegri. Umbeðin getur tölvan gefið upp atriði sem mæla með eða gegn ákveðinni greiningu. Þá er tölvan tengd við MEDLINE og getur vísað í greinar máli sínu til stuðnings. Höfundarforritsins hafagertmjög strangarkröfur til þeirra atriða sem tölvan má nota til að styðja greiningar. Hvert atriði verður að hafa á bak við sig a.m.k. fimm greinar í viðurkenndum læknaritum. Þrátt fyrir þetta þekkir tölvan alla sjúkdóma þ.s. fleiri en 250 tilfellum hefur verið lýst í heiminum. Greiningarnákvæmniforritsinshefurveriðborin saman við greiningar sérfræðinga í viðkomandi sjúkdómum og hefur útkoma þess verið síst lakari en þeirra. Þrátt fyrir þetta lagði dr. Miller áherslu á að QMR væri f.o.f. hugsað til kennslu, en ekki til almennrar notkunar á sjúkrastofnunum. Ekki reiknaði doktorinn með að forritið yrði selt á almennum markaði á næstu árum, f.o.f. vegna hættu á misnotkun. Þessa hættu taldi hann aðallega vera fólgna í því að menn færu um of að styðjast við forritið og raunveruleg þekking viðkomandi læknis yrði því minni. Einnig benti hann á að óráðvandi r menn gætu komið inn villum í forritið með hrikalegum afleiðingum. Við lítum á þetta forrit sem góða stoð við kennslu og uppbyggingu góðra kliniskra eiginleika. Það bendir notandanum á hvaða spuminga hann eigi eftir að spyrja, hvaða atriði hann á eftir að skoða og hvaða rannsóknir geti hjálpað við greiningu. Við óttumst ekki að svona forrit hafi í för með sér hnignun á hinni hefðbundnu læknislist. Þó erum við sammála Dr. Miller um að í höndum rangra aðila getur þetta tæki verið stórhættulegt. KENNSLAN Tölvukennsla við læknadeildina í Gautaborg. Tölvunotkun í náminu hefst vitaskuld á því að LÆKNANEMINN 1—M989-42. árg. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.