Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Síða 28

Læknaneminn - 01.10.1989, Síða 28
Sýklabólgur Tryggvi Þorsteinsson læknir Bólga Bólga (inflammation) er svörun líkamans við frumusköddun eða viðvarandi frumuskaðlegu áreiti og einkennast af æðaútvíkkun og auknu plasmaflæði (exudatation) á staðnum, en hvorutveggja hefur þann tilgang að fjar- lægja eða eyða hinum skaðlegu áhrifum. Samfara þessu taka bandvefsfrumur að vaxa og skipta sér á staðnum og mynda þar örvef, sem stefnir að því að fylla upp í og lagfæra þá skemmd, sem alitaf verður í einhverjum mæli. Utvessunarfasinn (exudation) er mest áberandi við bráðar bólgur, en meira ber á bandvefsmyndun við hægfara og langvinnar bólgur. Venjulega þjónar bólgan mikilvægum tilgangi og er lífsnauðsynleg til að ráða niðurlögum ýmissa sýkinga og til að draga úr áhrifum eiturefna. Fyrir kemur þó, að bólgusvörunin sjálf verði hættuleg og erfiðari viðureignaren upphaflegri sjúkdómurinn. Við sýkingar í kverkum og raddböndum, sem væru tiltölulega meinlausar annarstaðar í líkamanum, getur bólgan lokað fyrir öndunarfærin og þannig valdið köfnunardauða. Bólga, sem kemur fram við ofnæmi fyrir ýmsum efnum hjá næmum einstaklingum, eins og hjá t.d. við frjókomaofnæmi (hay-fever), þjónar ekki tilgangi og er til ills eins. Þótt aðalreglan sé sú, að bólgan læknast, þegar sjúkdómsorsökin er fjarlægð, þá koma þau tilvik fyrir, að meðferðin þarf einkum að beinast að sjálfri bólgunni og er um ýmsa möguleika að ræða til að minnka spennu í vefnum, bæði lyfjameðferð og skurðaðgerðir. Frá fomu fari er talað um fimm einkenni bólgu, en þau eru fyrirferðaraukning (tumor), roði (mbor), hiti (calor), sársauki (dolor) og skert starfshæfni (functio lesa). Orsakir: Orsakir bólgu eru margvíslegar og verða hér taldir upp nokkrir flokkar: - Kemiskt áreiti, t.d. ertandi efni, sýrur, lútarefni og tjara, svo eitthvað sé nefnt. - Önnur útvortist áreiti, svo sem of mikill hiti, of 26 mikil kæling eða sólbruni. - Langvinn, síendurtekin áreynsla getur valdið bólgum í sinaslíðri eða sinabelg. - Ofnæmissvaranir. - Bandvefssjúkdómar, eins og t.d. arthritis rheumatoidea. - Efhaskiptasjúkdómar, svo sem arthritis urica. - Sýklar. Bólgur af völdum sóttkveikja eru þó einna algengastar og kallaðar septiskar bólgur. Sýkingar af völdum baktería: \ Hæfileiki sóttkveikja til að valda sýkingu nefnist pathogenesity eða virulens og bakteríur, sem það geta, erukallaðarpartogen. Bakteríurgetaþvíaðeins valdið sýkingu, að þær komist inn í líkamsvefi og nái þar bólfestu, ef frá eru taldar bakteríur, sem valda matareitrun og kólerubakterían. Til að þetta megi takast verða sýklar að komast í gegnum yfirborðsþekju líkamans, húð eða slímhúð. Álitið er, að bakteríur komist ekki gegnum heila húð, en ýmsirflokkar þeirra komast inn um heilbrigða slímhúð. Nú er algengt að sóttkveikjur komist gegnum yfirborðsþekju líkamans, oftast vegna einhvers konar áverka. Iflestumtilvikumframkallarþettaekki sjúklegt ástand hjá viðkomandi, þar eð vamarkerfi líkamans vinnur bug á sýklunum. Sóttkveikjur geta því aðeins valdið sýkingum, að þær nái að marg- faldast þar sem þær hafa brotizt í gegn. Hæfileiki sóttkveikjatilaðfjölga sérílifandi vef er nefndur aggressiveness eða invasiveness. Þótt bakteríur nái að skipta sér og margfaldast í lifandi vef, þarf það ekki að framkalla sjúkdóma, nema því aðeins að þær geti á einhvem hátt skaðað vefinn. Hæfileiki sóttkveikja til að skadda eða eyðileggja lifandi vef er nefnt toxidity. Aggressiveness og toxidity eru þannig mismunandi eiginleikar, sem pathogen bakteriur hafa. Sumir sýklar, eins og t.d. lungnabólgu-bakteríur LÆKNANEMINN l-Vm9-42. árg. i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.