Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 49
survivors ofmyocardial infarction: Lancet 1986; 113-115. 4. Morton K et al. Coronary artery bypass graft failure - an autoimmune phenomenon? Lancet 1986: II, 1353-1357. Viðbrögð keratinocyta sórasjúklinga gegn T frumuboðefnunum IL-2 og IL-4. Umsjónarkennari: Helgi Valdimarsson Rannsóknarstofa Háskólans í ónæmisfræði og Dermatology Research Unit, St. Mary 's Medical School, London. Verkefnið býður upp á þátttöku í langtíma rannsóknáorsökumpsoriasis. Þessi rannsóknarstafsemi hófst árið 1980 og um hana hefur verið samvinna við húðlækna á St. Mary's sjúkrahúsinu í London. Onæmisfræðilega hluta rannsóknanna er stjórnað af Heiga Valdimarssyni og hluti þeirra fer fram á Rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræði. B.S. stúdentinn þarf hins vegar að einhverju leyti að vinna að verkefninu á Rannsóknastofu húðsjúkdómadeildar St. Mary's sjúkrahússins. Rannsóknin, sem þessi samstarfshópur vann að frá 1980 til 1984, leiddi til þeirra tilgátu að psoriasisútbrot myndist við íferð og ræsingu T hjálparfruma í yfirhúð (1, 2). Gert var ráð fyrir að keratinfrumurpsoriasissjúklinga svöruðu boðefnumT eitilfruma með óeðlilega hraðri fjölgun, en það er einmitt sérkenni húðbreytinga í psoriasis. Jafnframt var því spáð að lyfið cyclosporin, sem hamlar virkni T hjálparfruma, myndi lækna psoriasisútbrot (2). Tilraunameðferð með þessu lyfi sýndi að þessi tilgáta var rétt (3). Aframhaldandi rannsóknir gáfu vísbendingu um að gamma interferon hefði óeðlilega litla vaxtarhamlandi verkun á keratinfrumur sumra psoriasissjúklinga (4). Þó virðist þetta ekki vera líkleg skýring á ofvexti keratinfruma í mörgum psoriasissjúklingum. Nú höfum við einnig fundið viðtaka fyrir interleukinum 2 og 4 (IL-2 og IL-4) á keratinfrumum heilbrigðra (5). Viðfangsefni B.S. stúdentsins verður að kanna hvort ræktir keratinfruma frá psorisissjúklingum sýni óeðlilega hraðan vöxt í návist IL-2 og/eða IL-4. Búast niá við að um helmingur rannsóknarvinnunnar fari fram í London. Skrá yfir rit er geyma nánari upplýsingar er varða verkefnið: 1. Epidermal T lymphocytes and HLA-DR expression in psoriasis. BS Baker, AF Swain, L Fry, H Valdimarsson. B.J. Dermatol. 1984, 110, 555-564. 2. Psoriasis: a disease of abnormal keratinocyte proliferation induced by T lymphocytes. H Valdimarsson, BS Baker, I Jónsdóttir, L Fry. Immunology Today 1986, 7, 256-259. 3. Clearance of psoriasis with low dose cyclosporin. CEM Griffiths, AV Powles, JN Leonard, L Fry, BS Baker, H Valdimarsson. Brit. Med. J. 1986, 293, 731-732. 4. An alterd response by psoriatic kertinocytes to gamma interferon. BS Baker, AV Powles, H Valdimarsson, L Fry. Scand. J. Immunol. 1989, in press. 5. IL-2 stimulates proliferation of normal human kerinocytesinvitro. BSBaker,AVPowles,HValdimarsson, L Fry. Manuscript submitted for publication. Mótefni gegn glúteni í sjúklingum með glútenóþol og krosstenging þeirra við elastínþætt í húð. Umsjónarkennari: Helgi Valdimarsson. Rannsóknarstofa Háskólans í ónæmisfræði og Dermatology Research Unit, St. Mary's Medical School, London. Dermatitis herpetiformis (DH) orsakast af ónæmisviðbrögðum gegn glútenþáttum, sem eru aðalforðaprótín margra komtegunda. Sjúklingar með DH hafa útfellingar af IgA mótefnum nálægt grunnhimnunni, sem aðskilur yfir- og undirhúð, og eru þessar útfellingar mest áberandi í undirhúðartotunum. Talið er að þær orsaki útbrot DH sjúklinganna en hins vegar hefur ekki tekist að sýna fram á, gegn hverju þessi IgA mótefni beinast. Til þessa hafa rannsóknir aðallega beinst að svokölluðum glíadínþáttum glútens vegna þess að sýnt hefur verið fram á þeir valda bólgum og rýrnun í gamaslímhúð sjúklinga með coeliac sjúkdóm (CD), sem erannað klíniskt form afglútenóþoli. Flestir sjúklingar með glútenóþol, bæði DH og CD, hafa hækkað IgG og /eða IgA mótefni gegn glíadínþáttum (1). Þó virðist nokkurhluti DH sjúklingaekki verameð hækkun á þessum mótefnum, jafnvel við endurteknar mælingar (2). Nýlega hafa sjónir manna beinst að öðrum meginþætti glútens sem kallastglútenín. Komið hefur í ljós veruleg samsvörun milli þessa þáttar og elastíns, sem mikið er af m.a. í grennd við þá staði í húð sem IgA útfellingar verða í DH sjúklingum. Þessi samsvörun tekur bæði til amínósýruröðunar og þrívíddargerðar sameindanna. B.S. verkefnið felst í því að mæla IgG og IgA móteni gegn glúteníni í senni DH og CD sjúklinga og bera saman við heilbrigðan úrtakshóp. Notuð verður LÆKNANEMINN 1-4Í989-42. árg. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.