Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Síða 54

Læknaneminn - 01.10.1989, Síða 54
hjartans og með stærðfræðilegri greiningu á þeim ntá skilgreina eiginleika tveggja aðskildra hólfa (A og B) sem geyma og losa kalsíumjóna. Þessi greining hefur verið í þróun á undanförnum 2 árum og er þetta verkefni liður í nánari skilgreiningu á eiginleikum hólfanna A og B. Rannsóknartækni: Unnið verður með ræmur úr gáttum (atria) marsvína sem strax að lokinni einangrun erkomið fyrirívöðvabaði. Notuð verðurTyrode-lausn við 32° C. Könnuð verða áhrif á samdráttarkraft (kraftur við 1 Hz samdráttartíðni, kraftaukning eftir aukaslag, kraftaukning við paraða ertingu, mekanisk resitution) og hrifspennur (lögun hrifspennu og e.t.v. jónastraumar). Öll úrvinnsla gagna og tölfræðilegir útreikningar eru unnir í tölvu. Markmið: I þessum þætti verkefnisins erætlunin að rannsaka áhrif nokkurra lyfja sem auka samdráttarkrafthjartans (digitalis, adrenalín, dópamín) og annarra sem minnka samdráttarkraftinn (verapamíl, kínidín, karbakólín) á stærðir og hraðafasta sem lýsa kalsíumhólfunum A og B. Með þessu móti er unnt að afla mikilvægra upplýsinga um eiginleika frumuhólfanna A og B. Þar að auki ættu að fást gagnlegar upplýsingar um verkanir og verkunarhátt lyfjanna sem notuð verða. Ahrif nokkurra málma á samdrátt og hrifspennur í hjarta. Umsjónarkennari: Magnús Jóhannsson. Rannsóknarstofa í lyfjafræði Innganeur: Ýmsir málmar (málmjónir) hafa kröftug áhrif á starfsemi hjartans, ýmist á raffyrirbæri eða á samdrátt. Sem dæmi má nefna að Cs+ blokkar suma kalíumstrauma, Sr2+ og Ba2+ geta í sumum tilvikum komið í stað Ca2+ en ekki í öðrum, nokkrir málmar blokka kalsíumstrauma (La3+, Ni2+, Mn2+, Co2+) og ýmsir málmar hafa tilhneigingu til að valda hjartsláttartruflunum. Rannsóknartækni: Unnið verður með ræmur úr gáttum (atria) marsvína sem strax að lokinni einangrun erkomiðfyrirívöðvabaði. Notuð verðurTyrode-lausn við 32° C. Könnuð verða áhrif á samdráttarkraft (kraftur við 1 Hz samdráttartíðni, kraftaukning eftir aukaslag, kraftaukning við paraða ertingu) og hrifspennur (lögun hrifspennu og e.t.v. jónastraumar). Öll úrvinnsla gagna og tölfræðilegir útreikningar eru unnir í tölvu. Markmið: Kannaðar verða verkanir nokkurra málma sem vitað er að geta haft veruleg áhrif á hjartað án þess að verkanir eða verkunarháttur sé nánar þekktur. Þeir málmar sem einkum kæmi til greina að nota eru Mg2+, Zn2+, A13+, Fe2+, Cr2+, Sr2+ og Pb2+. Sumir þessara málma eru notaðir í lyfjum og sumir koma iðulega fyrir við eitranir. Verkefnið miðar að því að skilgreina nákvæmlega í h verju verkanir þessara málma á hjartað eru fólgnar en slíkt er áhugavert út frá fræðilegu sjónarmiði. Verkefnið ereinnig áhugavert út frá kl ínisku sjónarmiði þar sem aukin þekking á þessu sviði getur t.d. stuðlað að markvissari meðferð eitrana. Uppbygging krafts eftir ertingu og staðsetningu virkjunarkalsíums í hjarta. Umsjónarkennari: Magnús Jóhannsson. Rannsóknarstofa í lyfjafræði Inngangurog markmið: Við bestun á ferlum sem sýna uppbyggingu krafts eftir ertingu (mechanical restitution) höfum við fundið að ferlarnir byrja yfirleitt 0,1 til 0,2 s eftir síðustu ertingu (táknað með tO). tO er því af svipaðri stærð og lengd samdráttar eða lengd hrifspennu. Stungið hefur verið upp á því að virkjunarkalsíum losni við ertingu annað hvort frá frymisneti (SR) eða innfleti frumuhimnu (SL). Færa má augljós rök fyrir því að losni Ca++ einkum frá SL þá sé tO háð lengd hrifspennu en ekki lengd samdráttar; losni Ca++ einkum frá SR þá sé tO háð lengd samdráttar en ekki lengd hrifspennu. Það er því augljóslega mjög áhugavert að kanna samband tO og lengdar samdráttar og hrifspennu við aðstæður sem breyta þessum stærðum. Þarer af nógu að taka, svo sem hitastig, kalsíumþéttni, koffein, pínasidíl og fl. Hér er um vel afmarkað verkefni að ræða sem þó getur veitt svör við áleitnum spurningum. Rannsóknartækni: Unnið verður með papillarvöðva og ræmur úr gáttum (atria) marsvína sem strax að lokinni einangrun er komið fyrir í vöðvabaði. Notuð verður Tyrode-lausn við 32° C. Könnuð verða áhrif á samdráttarkraft og uppbygging krafts eftir ertingu mæld þannig að ákvarða megi tO með nægjanlegri nákvæmni. Einnig verða mældar hrifspennur (lögun hrifspennu og e.t.v. jónastraumar). ÖIl úrvinnsla gagna og tölfræðilegir útreikningar eru unnir í tölvu. 52 LÆKNANEMINN l-+1»-42. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.