Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 55

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 55
Tóbaksnautn í læknadeild - venjur og viðhorf - Sigrún Reykdal og Þorsteinn Blöndal Lyflækningadeild Landspítalans INNGANGUR Reykingavenjur eru furðu breytilegar m. a. eftir lengd skólagöngu og starfsstétt (1). Viðhorf íslenskra læknanema til tóbaks hafa lítt eða ekki verið könnuð né heldur hve oft eða mikið þeir reykja. Ekki er heldur vitað hvort þeir breyta venjum sínum eða viðhorfum að þessu leyti meðan á námi stendur. Það þótti því ástæða til að huga nánar að þessu efni. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Athugun áreykingavenjum íslenskra læknanema var hluti af alþjóðlegri könnun, sem gerð var í 14 Evrópulöndum, á vegum Alþjóðlega Berkla- og lungnasjúkdómafélagsins (Intemational Union Against Tuberculosis and Lung Disease) (2). Könnunin var gerð í Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörk, Finnlandi, Frakklandi, íslandi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Tékkoslóvakíu, Tyrklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi. Staðlaðir spumingalistar, samdir af Tóbaksvamanefnd Alþjóðlega Berklafélagsins, voru lagðir fyrir læknanemana (mynd 1). Spurt var um reykingavenjur, þekkingu á skaðsemi reykinga og viðhorftil reykingaog reykingavama. Til að auðvelda samanburð við kannanir Hagvangs fyrir tóbaksvamarráð voru einnig spumingar Hagvangs um reykingar lagðar fyrir læknanema (mynd 1). Hér á landi voru spurningalistarnir lagðir fyrir þrjá árganga læknanema á 1. og 6. árin. Um er að ræða árin 1985- ’86,1987-’88og 1988-’89. íöllum tilvikum, nema hjá læknanemum á 1. ári 1988-’89, var könnunin gerð á haustmisseri. Alls voru 305 læknanemar á 1. og 6. ári spurðir. Að meðaltali náðist til 84% skráðra læknanema en nemendur vissu ekki fyrirfram um könnunina. Úrvinnsla var gerð með SPSS/PC forritinu (3). NIÐURSTÖÐUR Á tímabilinu frá 1985-1989 mældist næstum fjórfalt fall ítíðni daglegrareykingameðal læknanema (tafla I). Ef nemendur 1. árs eru bornir saman á þessu TAFLA I: Reykingarvenjur íslenskra læknanema eftir árum. Ár Hafa ekki revkt Hætt Revkia minna en daglega Revkia daelega* Alls No. % No. % No. % No. % No. 1985 75 60,0 13 10,4 17 13,6 20 16,0 125 1987 77 69,4 16 14,4 10 9,0 8 7,2 111 1988 45 65,2 11 15,9 10 14,5 3 4,3 69 (* kí kvaðrat 7,67, p 0,05) LÆKNANEMINN l-Vim-42. árg. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.