Læknaneminn - 01.10.1989, Page 61
Staða kvenna í læknastétt á íslandi
Helga Hannesdóttir, læknir
Tildrög þessarar greinar eru einkum og sér í lagi
fjölgun kvenna í læknanemastétt og jafnframt fjölgun
kvenna meðal unglækna á undanfömum árum á Islandi.
Þar sem sýn kvenna á mörgum málum er önnur en sýn
karla, mun það óhjákvæmilega í framtíðinni leiða til
breyttra starfshátta í kennslu læknanema í Háskóla
Islands og innan stéttarinnarog á lækningum almennt
í landinu.
Frá því að læknanemakennsla hófst hér á landi
árið 1760, að Nesi, fyrir tilstuðlan Bjarna Pálssonar þá-
verandi landlæknis, er enginn vafi á því, að sjónarmið
karla í læknastétt hafa mótað læknavísindi og lækningar
á Islandi. Það er því afar eðlilegt, að mörgum konum
í læknanemastétt og læknastétt finnist að þörf sé á
breytingum, enda allt önnur þjóðfélagsleg viðhorf
ríkjandi ísamfélaginu ídag. Einnighafa litlarbreytingar
átt sér stað í læknavísindum undanfarna áratugi að
undantekinni aukinni tæknivæðingu og örfáum nýjum
sérgreinum eins og t.d. ónæmisfræði. Óhætt er því að
segja, að það sé þörf á nýrri sýn, rödd og hugsun í fagið
og kennslu læknanema til að stuðla að auknum
framförum.
Hin þjóðfélagslega umræða úr hinum vestræna
heimi um málefni k venna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu
hefur haft víðtæk áhrif innan margra starfsgreina á
síðustu árum. Innan læknisfræðinnar er að mörgu að
hyggja til breytinga. Sýn og hugsun kvenna er því
bráðnauðsynleg og álíta sumir, að konur í læknastétt
einblíni á aðrar greiningaraðferðir og meðferð en karlar
almennt í stéttinni. Einnig hafa konur í Iæknastétt haft
sérstakan skilning á fyrirbyggjandi aðgerðum og lagt
áherslu á rannsóknarvinnu og má t.d. hér á landi
minnast á forvarnarstörf Katrínar Thoroddsen
bamalæknissemmargirþakkahinnlágaungbamadauða
á landinu. Katrín varfyrsti yfirlæknir ungbarnaverndar
Heilsuvemdarstöðvarinnar og þar áður Líknar og
skrifaði ýmis rit um meðferð ungbarna og Ieiðbeiningar
handa foreldrum ungbarna og lagði drög að reglugerðum
á landsvísu fyrir ung- og smábamaeftirlit og vemd.
Á bak við allan heilsufarslegan vanda eru oftast
ótal orsakaþættir og til þess að bati náist þarf hið
læknisfræðilega inngrip að taka til sem flestra þessara
þátta. Sumir álíta að vegna margbreytilegra hlutverka
kvenna á lífsferli þeirra eigi konur mun auðveldar en
karlar með að sjá fleiri en eina skýringu á vandanum og
fleiri en ein orsök atburðar og jafnframt beita fleiri
lækningaaðferðum. Einnig að konur eigi auðveldara
en karlar með að líta til líkama og sálar samtímis og fá
þannig heildarsýn á málum og almennt víðtækari
skilning á orsökum sjúkdóma. Með fjölgun kvenna í
læknanemastétt og læknastétt mun læknisfræðin e.t.v.
íauknummæli hverfafráeinstökum líffæralækningum
eins og tíðkast hefur innan læknisfærðinnar undanfama
áratugi. Þess í stað verða sjúkdómar og vandamál
skoðuð í tengslum við einstaklinginn í heild sinni og
innan fjölskyldu hans.
Á undanförnum árum hefur í nágrannalöndum
okkar átt sér stað mikil umræða um þessi mál meðal
Tafla 1. Hlutfallsleg skipting lækna og kandídata milli kynja 31. desember 1987
Samtals Kandídatar Læknar
Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Samtals 1149 100 135 100 1014 100
Karlar 980 85 98 73 882 87
Konur 169 15 37 27 132 13
LÆKNANEMINN 1-2/1989-42. árg.
59