Læknaneminn - 01.10.1989, Page 63

Læknaneminn - 01.10.1989, Page 63
Krabbameinsl kn H — og kynsj kd Taugal kningar Orku— og endurh HNE—1 kningar Augnl kningar Geislal kningar B klunarskur 1 Meinafr i Ge 1 kningar Kvenl kningar Sv fingal kning Barnal kningar Heimilisl kning Skur 1 kningar Lyfl kningar Karlar Mynd 2. Læknar með sérfræðileyfi eftir sérgreinum og kynjum. við þær breytingar sem hafa átt sér stað varðandi kynjamun og aðrar þjóðfélagsbreytingar undanfarinna ára. Það er engin launung að þess hefur ekki verið gætt nægjanlega að taka mið af fjölgun kvenna innan læknanemastéttar og meðal unglækna og þar af leiðandi hafa konur í stéttinni ekki náð ítökum í samræmi við tjölda eins og tíðkast ínágrannalöndum okkar. Aberandi er, að viðhorf og hagsmunirkarla innan stéttarinnareru nær ails ráðandi. Má t.d. nefna, að sjúkrahúsin í landinu og læknafélögin hafa ekki beitt sér fyrir því að draga úr vinnuálagi nýútskrifaðra læknakandídata eða aðstoðarlækna meðal kvenna úr læknastétt sé þess óskað. Þeir sem stjórna ferðinni virðast ekki skilja að það er mjög erfitt að vera á bundnum spítalavöktum svo sólarhringum skipti með t.d. barn á brjósti. Fyrir nær 20 árum þegar ég var í sérnámi í Bandaríkjunum voru sjúkrahús þar óðum að taka tillit til þessarar fjölgunar meðal kvenlæknanema og Iækna sem áttu ungböm og þeim var víða boðin hlutastörf og tekið fyllsta tillit til aðstæðna þeirra, bæði á almennum sjúkrahúsum og háskólasjúkrahúsum meðan á menntun þeirra stóð. Þetta ásamt svo mörgu öðru er nánast óplægður akur hér á landi og er því fyllilega tímabært að vinna að auknum breytingum á þessu sviði fyrir framtíðina, bæði meðal læknanema og unglækna. I Danmörku er t.d. búið að fella niður sólarhringsvaktir aðstoðarlækna og taka upp 8 klst. vaktir, m.a. vegna umræðunnar um þessi mál. Okkur er öllum ljóst, sem þekkja til málsins, að stefna þarf að ýmsum breytingum á högum kvenna í læknastétthér á landi. Stefna þarf að þvíað setja konur í læknastétt í nefndarstörf í auknum mæli, bæði innan Félags læknanema og í læknafélögum í landinu. Efla þarf rannsóknarvinnu, sem konur í læknastétt standa fyrir og sömuleiðis á þátttöku þeirra í bóka- og greinaskrifum. Hvetja þarf konur í læknastétt til að taka meiri þátt í fundum og láta oftar frá sér heyra, gera athugasemdir og stuðla að því að fleiri konum sé boðið að verafrummælandur á ráðstefnum og eiga frumkvæði að því að taka þátt í umræðum. Það einkenniroft konur í læknastétt að þær sitja aftarlega á fundum en hvetja þarf þær til að sitja framarlega og taka til máls á fundum og leggja áherslu á hið tvöfalda hlutverk sitt, þ.e.a.s. að vera kona og vera læknir. Konur í læknastétt þurfa að vilja og hafa áhuga á að taka þátt í stjómunarstörfum í faginu. Það eru t.d. allt of fáar konur sem hafa ákveðið takmark í starfi sínu og festast þær þar af Ieiðandi allt of lengi í sama starfi sem stuðlar að þ v í að konur fá ekki eða síður yfirlæknastöður, þrátt fyrir sambærilega hæfileikaogþekkinguogkarlarístéttinni. Þaðeinkennir gjaman konur í læknastétt á fundum að þær eru rólegar og þögular og taka ekki virkan þátt í umræðum eins og er t.d. áberandi meðal karla í stéttinni. Það tekur yfirleitt mun lengri tíma hér á landi LÆKNANEMINN 1-^1989-42. árg. 61

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.