Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 68

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 68
ARSSKYRSLA KENNSLUMÁLANEFNDAR 1988-89 Starf KMN var viðamikið að vanda og ekki verður allt tíundað hér. Hér á eftir fara punktar um helstu málefni sem við höfum tekið fyrir í vetur og önnur verkefni nefndarinnar. ENDURSKIPULAGNINGIN Endurskipulagningin var stærsti þátturinn í starfi nefndarinnar þennan vetur og var sá tími sem í það mál fór talsvert drjúgur. Það ervissulega ánægjulegt að sjá þann árangur sem náðst hefur eftir áralnga baráttu læknanema fyrir endurskipulagningu læknanámsins. Þó verður að segja að fóstrið var að vísu ekki full- meðgengið og þurfti því sérstakarar aðhly nningar með. Vandamálin voru mörg sem við stóðum frammi fyrir frá upphafi og til loka ársins og þurftu þau jafnan skjótrar úrlausnar við. En eftir þessa byrjunarörðugleika virðist okkur sem skipulag fyrsta og annars ár horfi til betri vegar. Við þessar breytingar reyndi á þolinmæði fyrsta árs nema sem riðu á vaðið og sýndu þeir mikinn skilning og tóku virkan þátt í þessu starfi. Það er ljóst að endurskipulagning náms í læknadeild kemur til með að verða aðalverkefni kennslumálanefnda næstu ára. Erlend samskipti Nokkurð föst hefð er á samskiptum kennslumálanefndar við hin norðurlöndin og fara þau mest fram á formi ráðstefna sem haldnar eru á vegum NFMU (Nordisk Federation for Medicins Undervisning). Þar eru tekin fyrir ákveðin mál hverju sinni og þeir sem sækja ráðstefnumar eru bæði kennarar og nemendur læknadeilda á norðurlöndunum, en segja verður eins og er að íslenskir læknanemar hafa staðið sig mun betur hvað það varðar en kennarar við deildina og í vetur sóttum við tvær ráðstefnur. Tölvunotkun við læknanám. I Gautaborg fyrstu dagana í desember var haldin ráðstefna er fjallaði um tölvunotkun í læknadeild. Þar voru kynntar ýmsar nýjungar bæði hvað varðar notkun og þróun hugbúnaðar til kennslu og einnig var kynnt s.k. MEDNET kerfi, en það er kerfi sem verið er að taka upp í Gautaborg. Þessu kerfi er ætlað að tengja rannsóknarstofur við deildir og móðurtölvu, en einnig verða inni á því ýmis kennsluprógömm. Þar kom einnig fram að um árabil hafa læknastúdentar í Gautaborg staðið fyrir kennslu í notkun tölva og að áhugi er fyrir hendi um að löndin skiptist á kennsluprógrömmum. Klínísk kennsla fyrr í námið. Síðari raðstefnan var haldin í Kaupmannahöfn í byrjun aprfl og þangað fóru einnig tveir stúdentar. Var hún um margt gagnlegri en sú fyrri og bar titilinn “Tidlig klinisk undervisning og tidlig patientkontakt í lægestudiet”. Var þar kynnt nýlegt kennslufyrirkomulag í Newcastle og rædd ýmis vandamál sem upp hafa komið við að koma því á, kosti þess og galla. Þá var einnig talsvert fjallað um þær breytingar sem gerðar hafa verið í Kaupmannahöfn og fjallað um þær frá ýmsum hliðum, m.a. frá sjónarhorni þeirra læknanema sem hafa gengið í gegnum það. Er áræðanlegt að ýmsar upplýsingar sem þarna komu fram eiga eftir að nýtast okkur við breytingamar á okkar kerfi. SKOÐANAKÖNNUN Skoðanakönnunin var að þessu sinni sameiginlegt verkefni félags læknanema og læknadeildar. Félagið tók að sér framkvæmd könnunarinnar en deildin sá um allan kostnað þ.e. fjölföldun og úrvinnslu. Könnuninni var dreift eins og sjáfsagt hefur ekki farið fram hjá neinum. En því miður hefur úrvinnslan dregist á langinnog niðurstöður liggja því ekki fyrir. Ur því verður bætt von bráðar og þá munu niðurstöður könnunarinnar verða birtar. Kennslumálaráðstefna Félags læknanema 1989 Kennslumálanefnd stóð nú fyrir kennslumálaráðstefnu í 3ja skipti. Við gerðum okkur nokkrar vonir um góðar undirtektir, en þátttakan fór fram úr björtustu vonum. Rúmlega 60 stúdentar tóku e-n þátt í störfum ráðstefnunnar. Ráðstefnan var haldin eina helgi í mars í húsnæði Geðdeildar Landspítalans. Þátttakendum var skipt í fimm hópa og verða hverjum þeirra gerð nokkur skil hér á eftir. Endurskipulagningin, - reynslan af 1. ári. Þessi hópur sem að stórum hluta var skipaður þáverandi 1. árs nemum, setti fram mjög uppbyggilega 66 LÆKNANEMINN 1-54989-42. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.