Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Side 70

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 70
boðið upp á stöðugleika í fulltrúavali undanfarin ár. Þetta hefur gert að verkum að stúdentar í kennslunefnd læknadeildar eru oft og tíðum þeir sem hafa mesta reynslu af störfum nefndarinnar. Slíkur stöðugleiki gerir óhjákvæmilega að verkum að á hverjum tíma eru það ekki hvað síst stúdentar sem þekkja best til þeirra mála sem rædd eru hverju sinni. Þessari stöðu vijum við halda áfram til að tryggja sem best að hlutur stúdenta í ákvarðanatöku nefndarinnar verið sem mestur á hverjum tíma og að sjónarmið stúdenta komi sem best fram í þeirri stefnu sem nefndin markar. Að lokum viljum við þakka öllum þeim stúdentum sem hafa aðstoðað okkur í vetur, sem og öllum þeim sem tóku þátt í kennslumálaráðstefnunni og tóku þátt í undirbúningi hennar. Eins viljum við þakka kennslunefnd læknadeildar fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum vetri. Olafur Þór Gunnarsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Ema Milunka Kojic Ebba M. Magnúsdóttir Helga Edwald SKÝRSLA ÍÞRÓTTANEFNDAR 1988-1989. íþróttastarfið sl. vetur var í litlu frábrugðið því er tíðkast hefur, enda eru nefndarmenn ílialdsmenn miklir og fastheldnir á fomar hefðir. Mannaskiptangar eru fátíðar því það telst mikill heiður að eiga sæti í þessari göfugu og virtu nefnd. Þó gerðist sá einstæði atburður að fyrri hluta vetrar átti 4. árið engan mann í nefndinni. Úr rættist þó um síðir og fékkst loks hinn ágætasti drengur í starfið. I október var haldið knattspyrnumót á gerfigrasvellinum í Laugardal og þar sigruðu 1. árs menneftirharðvítugaviðureign við5. árið. I nóvember kepptu menn í körfuknattleik og enn varð 5. árið í öðru sæti eftir að hafa tapað úrslitaleik við 6. árið (ósanngjamt að sumir sögðu). Eitthvað virtist jóalfríið sitja í 5. árs mönnum er þeir urðu einungis í þriðja sæti í skákmóti, sem haldið var í febrúar. Sigurvegarar urðu 6. árs menn og lenti 1. árið í öðru sæti. Síðasta mótið á vetrinum var í apríl og var keppt í innanhúss knattspyrnu. Einungis þrjú lið mættu til leiks og var þar 5. árið fremst í flokki. Úrslit í þessu móti verða ekki tíunduð hér, en það var mál manna að 5. árið hafi þama sýnt umtalsverða andlega yfirburði. Kvenþjóðin hefur lítið haft sig í frammi í íþróttalífi deildarinnarog erumdeilanlegt hverjum um er að kenna. Vonandi er bjartari tíð framundan hvað varðar íþróttaþáttöku kvenna. f.h. íþróttanefndar Sigurjón Kristinsson. ÁRSSKÝRSLA STÚDENTASKIPSTJÓRA 1988-1989. Með hverju ári virðist erlendum læknanemum sem koma vilja til Islands alltaf vera að fjölga og eitt er víst að færri komast að en vilja. I sumar komu hingað alls 24 skiptinemar á vegum F.L. og skiptust þeir þannigeftirlöndum: 5fráHollandi,3fráSvíþjóð, 1 frá Þýskalandi,2fráTékkóslóvakíu, 1 fráGrikklandi, 1 frá Austurríki, 3 frá Italíu, 4 frá Bretlandi og 4 frá Spáni. Flest voru þau á Landspítalanum en 4 voru á Borgarspítalanum, 2 á sjúkrahúsinu á Isafirði, 2 á rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins og 1 á rannsóknarstofu Háskólans. Alls sóttu um 20 íslenskir læknenemar um að fara út sem skiptinemar. Út fóru 15, hinir hættu við. Islensku skiptinemamir fóru til Italíu (2), Spánar (1), Egyptalands (2), Tékkóslóvakíu (2), fsrael (4), Grikklands (2), Bretlands (1) og Þýskalands (1). Vinna í tengslum við stúdentaskiptin einkenndust dálítið af erfiðleikum við að útvega þeim skiptinemum sem hingað komu húsnæði. Ekki reyndist unnt að fá nema 1 herbergi á Landspítalanum, en auk þess fá allri skiptinemar þar afnot af hreinlætisaðstöðu og fæði. Reynt var að fá inni í Stýrimannaskólanum eins og í fyrra en það gekk ekki. Því urðum við að leigja herbergi fyrir skiptinemana auk þess sem notast var við hús F.L. við Suðurgötu en ljóst er að ekki er grundvöllur fyriraðnotaþaðtil frambúðar. Afþeim læknenemum sem komu hingað voru 5 sem borguðu sína húsaleigu að hluta sjálfir þar sem enginn íslenskur læknanemi fór 68 LÆKNANEMINN l-Vim-42. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.