Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Qupperneq 71

Læknaneminn - 01.10.1989, Qupperneq 71
út í þeirra stað og ekki reyndist unnt að útvvega þeim frítt húsnæði. Hjá flestum læknanemafélögum erlendis er fyrirkomulagið þannig að þeir læknanemar sem fara út sem skiptinemar þurfa að borga félagi sínu ákveðan upphæð. Það er stór spurning hvort F.L. ætti ekki að taka upp eitthvað svipað kerfi, t.d. að hver sá sem fer út héðan útvegi eins og einum erlendum læknanema húsnæði. Kemur það væntanlega í hlutverk næstu stjómar að ræða þau mál. Stúdentaskiptin fara að mestu fram í gegnum alþjóðasamtök læknanema IFMSA. Svipuð starfsemi er á vegum alþjóðasamtaka viðskiptafræðimenga, AIESEC, og verkfræðinema, IAESTA. Viðskipta- og verkfræðinemarnir skipuleggja mikið og gott sumarstarf og nutu skiptinemamir okkar góðs af. Skipulagðar voru ferðir víða um land svo til hverja helgi í sumar og svo var hist í Stúdentakjallaranum á hverju þriðudagskvöldi. Tvær ráðstefnur voru á árinu á vegum IFMSA, sú fyrri var í Hollandi í mars og hana sótti ég undirrituð. A henni voru m.a. stúdentaskiptin milli landa ákveðin fyrirsumarið. Sú seinni var íPortúgal íágústog varþað aðalráðstefna samtakanna. Fulltrúar íslenskra læknanema á henni voru Nanna S. Kristinsdóttir aðst. stúdentaskiptastjóri og Auður Smith meðstj. í heildina gengu stúdentaskiptin ágætlega utan þess sem fyrr er sagt um húsnæðismálin. Flestir erlendu Iæknanemanna voru ánægðir með dvölina hér og vonandi einnig þeir sem fóru út héðan. Að lokum vil ég þakka fráfarandi stjórn F.L. og Nönnu fyrir samtarfið og óska nýrri stjórn góðs gengis. Guðrún Karlsdóttir, stúdentaskiptastjóri. ÁRSSKÝRSLA FRÆÐSLUNEFNDAR 1988-1989. Fræðslunefnd hélt þrjá fræðslufundi síðasta vetur. Fyrsti fundurinn var í nóvember og kynntu þar þrír læknemar B.S. verkefni sín. Næsti fundur var í janúar og fjallaði um illa meðferð á börnum. Það var Gestur Pálsson, barnalæknir, sem gerði þessu efni mjög góð skil. Síðasti fundurinn var svo í febrúar og voru frummælendur Kristbjörg Þórhallsdóttir, frá samhjálp kvenna, og Þórarinn Sveinsson yfirlæknir, og ræddu þau um brjóstkrabbamein og þá reynslu að missa brjóst. Mæting var allgóð á fyrstu tvo fundina en sorglega fáir mættu á þann síðasta sem þó var mjög góður. Vil ég nota tækifærið og hvetja fólk til að sýna fræðslufundum F.L. meiri áhuga, sem aftur myndi margefla fræðslunefnd til frekari dáða. Annað verkefni fræðslunefndar er að sjá um fræðabúr F.L. Af ýmsum ástæðum vantar orðið nýrri gögn í sumum fögum en í öðrum stendur það fyrir sínu. Endurskipulagning kennslu í læknadeild getur m.a. þýtt að fræðabúrið úreldist enn frekar. Við því er hægt að bregðast með tvennu móti. Annars vegar mætti vinna upp nýtt fræðabúr á því formi sem það er nú. Hins vegar mætti hugsa sér breytt fræðabúr sem samanstæði af því sem fáanlegt er af eldri prófum en fyrst og fremst tímaritum og greinum. Einnig eru ef til vill möguleikar í framtíðinni á að fræðslunefnd eignist kennsluforrit sem félagsmenn hefðu aðgang að. Til að fræðabúr o.fl. nýtist félagsmönnum sem best tel ég brýnt að F.L. fái sem fyrst aðstöðu að Hrafnseyri og flytji a.m.k. þennan hluta starfssemi sinnar þangað. f.h. Fræðslunefndar F.L. Anna Stefánsdóttir. ÁRSSKÝRSLA RÁÐNINGASTJÓRA F.L. 1988-1989. Vinna: Nokkru færri afleysingastöður voru í boði fyrir læknanema veturinn 1988-1989 en '87-'88. Framboð á vinnu var þó mun meira en eftirspurn skv. eftirfarandi samantekt. (Vinnudagar sem ekki tókst að manna eru í sviga): Okt: 79(79) Nóv: 58(7) Des: 77(11) Jan: 60 (39) Feb: 45 (30) Mars: 60 (65) Apríl: 50 (22) Maí: 135 (4) Sumarið 1989 voru færri stöður í boði en sumarið '88 enda var framboð á vinnu þá sérlega mikið. Síðastliðið sumar skiptust vinnudagar þannig: (I sviga það sem ekki tókst að manna): Júní: 790(150) Júlí: 1229(201) Ágúst: 1073 (198) Sept: 245 (22). LÆKNANEMINN 1—^989-42. árg. 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.