Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 76
hefur engin þó haft eins mikil áhrif á líf okkar og
Vingull - andlegur leiðtogi vor og óhrekjanlegur
lœrifaðir.
VINGULL (áður Abdú Atarí þriðji)
Óralangt í burtu (jafnvel lengra en orðið langur
inniber) erdulstirnið MIO. Þarlifatíeyringar, sem eru
sexhyrndar verur af strumpastærð. Flestar eru þær með
gul augu en þó sumar með græn. Til seinni hópsins
taldist Vingull, en nafnið hlaust af allri þeirri reiðinnar
býsn af blaðgrænu, sem um æðar hans vall.
I bakgarði menntaseturs æðri vísinda á
dulstirninu MIO situr Vingull hnugginn með kollinn
troðinn af þeirri hrópandi staðrey nd, að hann hefur lent
í 11. sæti af 10-tíeyringaklásus læknadeildar tíeyringa
(þess ber að geta, að tíeyringar trúa því, að tugurinn sé
hið æðsta form tilverunnar á MIO).
En viti menn - hvað sér Vingull annað en vin
sinn loftsteininn Asbjörn á flugi yfir MIO. „Hvað
gengur að, Vingull minn,” spyr Ásbjörn blíðlega. Og
þegar Vingull hefur rakið raunir sínar fyrir vini sínum,
segir Ásbjöm loftsteinn: „Komdu bara með mér, ég
skal sýna þér.” Og þeir félagar halda á brott frá
tíeyringastiminu MIO, þar sem tugurinn tröllríður
tíeyringum.
Ekki líður á löngu þar til Ásbjörn og vinur hans
Vingull tíeyringur koma að gufuhvolfi jarðar. Vitandi
um hættur þess að smjúga þar um minnkar Ásbjöm
loftsteinn hraðann - en árangurslaust. Hann brennur
upp í gufuhvolfinu og splundrast í sínar smæstu agnir
(og jafnvel enn smærri en það). Hið síðasta sem
Vingull tíeyringur heyrir frá vini sínum áður en hann
leysist upp og gengur á vit forfeðra sinna, geimryksins,
er sú máttuga setning: „Eigi skal gráta Ásbjöm loftstein.”
En tíeyringar eru þekktir um allt himinhvolfið
fyrir forsjálni og ferðast jafnan með vasa-geimskip, er
blása má út í neyðartilfellum. í brjóstvasa hinna
teinóttu Kóróna-jakkafata sinna bar Vingull tíeyringur
einmitt eitt slíkt, sem hann fékk í verðlaun fyrir
æðisgenginn lífróður í hinni árlegu kanóakeppni á
fljótinu Klórófíl á M10. Og fyrir vikið varð söguhetju
okkar undankomu auðið og lenti mjúkri lendingu í
miðborg Zúrich. En svo óheppilega vildi til, að villst
var á honum og forsprakka nýnasistahreyfingarinnar
„Glampi í myrkri” (“Blitzkrieg fúr alle”). Vingli
tíeyring var stungið í tugthús og kynntist óblíðum
höndum lögregluforingjans Herm Professor Erich
Zuckerkandl. Lyktir málsins urðu þær, að Vingull
tíeyringurvarflutturáuppeldisheimilifyriróbótamenn
í 3.000 m hæð við jökulinn Brustdrúse, en þangað var
aðeins fært á sumrin og þá aðeins á negldum. En
Vingull hafði kynnst Tinna-bókunum, er hann taldi
vera mannkynssöguna í máli og myndum, og lært að
bregðast við sérhverri klípu. Hann dulbjó sig sem
sítrónusala og komst til byggða þar sem hann tók upp
gervi trúbadúrs.
Vingull tíeyringa-trúbadúr spilaði nú á helstu
torgum Evrópu og önglaði sér inn peninga til
læknanáms. Þegar hann hafði rakað saman nægu fé
kynntist hann fyrirsætunni Glendu, sem sýndi listir
sínar í dálitlu baðkari úr gegnsæju efni sem á var letrað
áframandi tungu “The Sexy-Susan Show”. En Vingull
tíeyringur skynjaði ekki eðli málsins og því verður sú
saga ekki frekar rakin.
Ekki var að sökum að spyrja - fyrirsætan Glenda
og Vingull tíeyringur felldu saman hugi og hófu samltfi
af astrónómiskri stærðargráðu (og jafnvel enn stærra
en það). Hugir þeirra krulluðust saman og limir þeirra
fléttuðustíeinaórofaheiId. Þaufluttu þvííGrjótaþorpið.
Vingull hóf loks að nema hin göfugu fræði.
Fátt eitt er annað að segja um vin okkar Vingul
tíeyring en að honum sóttist námið vel. Það sem telst
helst frásagnarvert er sú uppgötvun hans, að hann var
hreintekki einageimveran íhinni íslenskulæknadeild.
Má nefna nágranna hans á dulstiminu M10, sem var
árinu á undan og reyndist nú vera ljóshærð og bláeyg
stúlka. Sumir kennaranna voru einnig pólitískir
flóttamenn frá fjarlægum (og jafnvel enn fjarlægari en
það) stjörnukerfum - einn þekkti hann m.a. frá svartholi
einu, sem frægast var fyrir ólifnað og saurlífisseggi.
Loks get ég varpað öndinni léttar, er svo
miklu fargi er svipt af minni þjáðu og sundurtættu
sálu. Megi ég hverfa héðan laus úr viðjum hins
ógnþrungna sannleika og ganga glaður út í hinn
nýja dag.
Ismar Ingimagnsson, cand theol.
(Ingólfur Johannessen og Pétur Benedikt Júlíusson)
74
LÆKNANEMINN l-%>89-42. árg.