Læknaneminn - 01.04.1990, Page 7

Læknaneminn - 01.04.1990, Page 7
AF GIGTARÞÁTTUM Þorbjörn Jónsson læknir INNGANGUR Gigtarþættir (rheumatoid factors, RF) eru mótefni, sem helst finnast í sjúklingum með liðagigt (rheumatoid arthritis, RA) og ýmsa aðra bandvefssjúkdóma. Þessi mótefni beinast gegn halahluta IgG sameinda. Mælingar á RF hafa reynst gagnlegar við greiningu liðagigtar þótt hlutur RF í meingerð sjúkdómsins sé ekki enn fullljós. Tilvist þessara mótefna hefur verið þekkt í meira en 50 ár og lengi hefur verið vitað að RF finnast í ýmsum öðrum sjúkdómum en einnig í hluta heilbrigðra einstaklinga. Á síðari árum hafa komið fram hugmyndir um að myndun á RF geti verið hluti af eðlilegum ónæmisviðbrögðum líkamans. I þessari grein verður fjallað um RF almennt, mælingar á þeim og hagnýtt gildi slíkra mælinga. Auk þess verða kynntar hugmyndir um það hvernig RF geti magnað ónæmissvör líkamans og jafnvel tekið þátt í stýringu ónæmisviðbragða. UPPGÖTVUN GIGTARÞÁTTA Haustið 1937 fann norski læknirinn Erik Waaler fyrir tilviljun þátt í sermi sem kekkjaði rauð blóðkorn, sem húðuð höfðu verið með IgG. Waaler var þá að rannsaka komplimentræsingu í sermi sjúklings,semreyndistverameðliðagigt. Hann nefndi þennan þátt "agglutinating activating factor” en kallast nú rheumatoid factor. Waaler komst að því að RF fundust oft í sjúklingum með liðagigt en sjaldnar og í minna ntagni í öðrum sjúkdómum. Þess má til gamans geta að þýskur vísindamaður Meyer að nafni ntun að öllum líkindum fyrstur manna hafa orðið var við RF árið 1922 í sjúklingum með cirrhosis og krónískan bronchitis, en hann gerði sér ekki grein fyrir því um hvað var að ræða. Einnig höfðu menn t'undið að sermi úr liðagigtarsjúklingum kekkjaði streptokokka, en sermi úr heilbrigðum einstaklingum ekki (1). Nú er vitað að það voru RF sem ollu þessari kekkjun. Waaler birti niðurstöður sínar í Acta Pathologica et Microbiologica Scandinavica árið 1940 (2) (mynd 1) en í síðari heimsstyrjöldinni féll þessi merka uppgötvun í gleymsku. Það var svo árið 1948 að bandarískur rannsóknarhópur undir forystu Rose enduruppgötvaði RF (3) og er hið þekkta Waaler- Rose próf kennt við þessa tvo menn. rnOM TllE VATHOLOGICAL AHATOMICAL LABOIlATOnY OF VI.LEYAAL IIOSPITAL, OSLO, AND THE BACTEBIOLOGICAL INSTITVTE OF TIIE VNIVEBSITY OF OSLO. ON THE OCCURRENCE OF A FACTOR IN HUMAN SERUM ACTIVATING THE SPECIFIC AGGLUTI- NATION OF SHEEP BLOOD CORPUSCLES. By Erik Wanler, M. D. (Rpcei'ed for puhlication December 15th, 1939). In roulinc work with complcment fixation reactions, wc encountered in tlic fall of 1937 a scrum with unusual pro- pcrties. The scrum cainc from a pnlicnt with rhcumaloid arthritis. This scrum inhibitcd thc heinolysis of shccp red cclls, and also causcd markcd agglulination of thc same cclls. Wc cxpeclcd this agglulinalion lo bc duc to the prcscnce of largc quanlitics of hclcrophilic agglutinins. Further expcri- ments, however, showcd tliat the paticnt’s scrum alone did nol agglutinalc thc shecp blood cells; in order to dcmonstratc this particular agglulinalion, it was nccessary lo add a small ainounl of hcmolvtic aniboceplor. Inasmuch as the hemolylic amboccplor uscd was associatcd with agglutinins, the specific agglulination by the amboceplor has to be taken inlo con- sideralion. Furlhcr expcrimenls showed that thc agglulinalion of thc shecp blood cells by this parlicular palient’s seruin occurred whcn only a very small, and in itself non-agglulinal- ing, dose of the hcmolylic amboceptor was prcsent. This is dcmonslralcd in tahcl 1. A scrics of dilulions of thc serum from the palienl, H. A., and of a control scrum selected al random wcre uscd. To cach tubc in thc two firsl series was added a small amount of antisheep corpuscle serum, y4 of thc minimum agglutinating dosc. Undcr these conditions the Mynd 1. Upphafið á grein Eriks Waalers um RF, sem birtist í Acta Pathologica et Microbiologica Scandinavica árið 1940. LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.