Læknaneminn - 01.04.1990, Side 10

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 10
Myntí 4. Prótein A og RF. Staphyiokokkar hafa svonefnt Protein A (SPA), sem getur bundið mótefni af IgG gerð. Við sýkingar af völdum staphylokokka geta myndast mótefni gegn SPA (anti-SPA). Gegn þeim mótefnum geta aftur myndast anti-idiotýpisk mótefni (anti-id), sem hafa RF virkni. 3) Víxlvirkur sameindaskyldleiki (cross-reactivity) milli IgG og sumra sýkla eða afurða þeirra. í þessu sambandi má nefna svonefnt Protein A á staphylo- kokkum, en það bindur sértækt halahluta IgG mótefna, líkt og Fc viðtakar á frumum ónæmiskerfisins. Við sýkingu af völdum staphylokokka geta myndast mót- efni gegn bindiseti Proteins A og gegn þeim mótefnum geta aftur myndast anti-idiotypisk mótefni með RF virkni (14,15,16), (mynd 4). Sambærileg bindiprótein fyrir halahluta IgG mótefna finnast á öðrum bakteríum, til dæmis sumum stofnum streptokokka. Einnig geta sumar veirur (HSV-1, HSV-2, CMV, varicella-zoster) orsakað tjáningu á Fc viðtökum á veirusýktum frumum (17). Það virðist því sem ýmsar sýkingar geti stuðlað að RF framleiðslu með myndun á anti-idiotýpiskum mótefnum. Þá er talið að við samtengingu IgG sameinda í mótefnafléttur afhjúpist eða myndist ný set á halahluta IgG sameinda sem örvað geti RF myndun. Loks má nefna þann möguleika að sjálfsþolun (tolerance) líkamans fyrirlgGbresti við aukna þéttni ásetumsem RF beinast gegn, eins og gera má ráð fyrir að verði í ónæmisfléttum. Ekki er enn vitað hvort einhverjir ofangreindra þátta skýri aukna framleiðslu á RF í liðagigtarsjúklingum. MÆLINGAR Á GIGTARÞÁTTUM Undanfarna áratugi hafa RF verið mældir með svonefndum kekkjunarprófum. Þekktast þessaraprófa er hið svonefnda Waaler-Rose próf (2,3,) sem byggist á því að fjölliða (polymeric) RF kekkja rauð kindablóðkorn sem klædd eru með kanínu IgG (mynd 5A). Latex prófið (18) er sambærilegt nema að notaðar eru plastagnir klæddar manna IgG. Próf af þessari gerð mæla aðallega IgM RF, vegna þess að hann er fimmliða (pentamer) en síður aðrar gerðir, sem eru einliða (monomer). Eins og að framan sagði hafa RF mismikla sækni í manna og dýra IgG og því geta mismunandi niður- stöður fengist eftir því hvaða IgG er notað í prófinu. RF sem bindast við kanínu IgG eru taldir vera sértæk- ari fyrir liðagigt en RF sem aðeins bindast við manna IgG. Þannig er talið að jákvætt Waaler-Rose próf bendi frekar til liðagigtar en ef aðeins er um jákvætt latex próf að ræða (19). Eftir að menn gerðu sér ljóst að RF virkni finnst í mörgum mótefnaflokkum hafa ýmsar aðferðir verið notaðar til að ntæla hvern flokk fyrir sig. Má þar nefna flúrskinspróf (immunofluorescence), geisla- mótefnmælingu (radioimmunoassay, RIA) og ensímmótefnamælingu (ELISA). Fyrst í stað voru 8 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.