Læknaneminn - 01.04.1990, Page 11
Mynd 5. Mælingar á RF.
A. Waaler-Rose kekkjunarprófið. Rauð kindablóðkorn eru húðuð með IgG mótefnum. Ef sermi með fjöl-
gildum RF (aðallega IgM RF) er blandað sanran við þessi blóðkorn verður sjáanleg kekkjun.
B. ELISA til mælinga á RF. Plastbakki er klæddur með kanínu IgG. Síðan er serrni bætt á og séu RF mótefni
til staðarbindast þauáhalahlutakanínu IgG mótefnanna. Þarofan áeru settensímtengd merkimótefni sem bindast
á mannamótefnin (sem eru RF). Loks er bætt í bakkann ólituðu hvarfefni, sem ensímið breytir í litað myndefni.
Litarstyrkurinn er mældur eftir ákveðinn tíma og er hann í réttu hlutfalli við það RF magn, sem var í serminu.
flestar þessara aðferða svo tímafrekar og tlóknar í
framkvæmd að ekki var hægt að nota þær til almennra
þjónusturannsókna fyrir sjúklinga. Þó hefur ELISA á
síðustu árum haslað sér völl á þessu sviði, meðal
annars hér á landi (20). ELISA aðferðin byggist á því
að brunnar í plastplötum eru húðaðir með IgG (mynd
5B). Svo er sett á sermi úr sjúklingum og ef RF eru til
staðar bindast þeir á IgG á plötunni. Þeir RF sem
bundist hafa eru svo greindir með ensímmerktum
mótefnum gegn mannamótefnum. Loks er hvarfefni
ensímsins bætl á plötuna og myndast þá litað
umbrotsefni og er litarstyrkur þess í réttu hlutfalli við
RF magnið. ELISA tækni hefur verið beitt hér á landi
undanfarin 6 ár til mælinga á IgM, IgG og IgA RF.
Auk þess hefur heildarmagn RF hefur verið mælt á
sambærilegan hátt með svonefndu ELISA skim-
prófi (20).
KENNINGAR UM HLUTVERK
GIGTARÞÁTTA í STÝRINGU
ÓNÆMISSVARA
Með nýjum aðferðum má greina lítið magn af RF í
serrni flestra heilbrigðra einstaklinga. Einnig er vitað
að 5-15% B-fruma í blóði heilbrigðra geta framleitt
mótefni nteð RF virkni. Hægt að einangra B frumur úr
blóði venjulegs fólks og fá nokkurn hluta þeirra til að
framleiða RF með því að örva þær með Epstein-Barr
veiru eða Pokeweed mitogeni (19). Ennfremur hafa
einstofna IgM mótefni í um 10% sjúklinga með
Waldenström’s sjúkdóm (macroglobulinaemia) RF
virkni. Vegna þess að tilviljun ræður hvaða fruma fer
að fjclga sér stjórnlaust, bendir það til að um 10%
IgM myndandi B-fruma hafi sértækni lil RF fram-
leiðslu. Þessi fyrirbæri styðja það að RF hafi hlut-
verki að gegna í ónæmissvörum líkamans. Héráeftir
verða reifaðar helstu hugmyndir, sem fram hafa konrið
LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
9