Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 16

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 16
Mynd 8. Hlutdeild RF í liðbólgum. Myndin sýnir hvaða hlut menn hafa talið að RF gætu átt í tilurð og meingerð liðagigtar. Hugsanlegt er að óþekkt sýking komi af stað keðjuverkun, sem endi í liðagigt. Erfðaþættir gætu haft áhrif á það hvort menn sýktust eða hvernig líkaminn brygðist við sýkingunni. Líkaminn getur svarað sýkingu með framleiðslu [gG mótefna og þá gætu ný set myndast eða afhjúpast á IgG, sem örvuðu RF myndun. Onæmisfléttur mynduðust úr sýklum, IgG mótefnum og RF. Það myndi herða enn frekar á RF framleiðslunni og vítahringur myndaðist. Myndun ónæmisflétta í liðhimnu og liðholi ræsti komplimentkerfið og komplimentbrot með efnatogsvirkni mynduðust. Þá kæmu einkjarna og kleyfkjarna hvít blóðkorn á vettvang. Atfrumur reyndu að innbyrða ónæmisflétturnar en við það losnuðu meltiensím, sem yllu enn frekari bólgusvörun og vefjaskemmdum. blóði og liðvökva virðist líka lækka við meðferð með gigtarlyfjum, bæði “remitterandi” lyfjum s.s. gulli og penicillamini (44,45) og eins með “non-steroidal” bólguhemjandi iyfjum (46). I liðagigt hafa einnig fundist tengsl milii hækkana á einstökum RF flokkum og bólgu utan liða (extra- articular manifestations). Slíkt samband hefur fundist fyrir flestallar RF gerðir, en virðist þó vera sterkara fyrir IgA, IgG og IgE RF, en fyrir IgM RF, eins og sjá má á töflu 3 (37,38,47-49). Af framansögðu virðist ljóst að hækkun á IgM RF eingöngu tengist yfirleitt vægari sjúkdómsmyndum en ef aðrir RF eru jafnframt hækkaðir. Flestir telja að jákvætt kekkjunarpróf (Waaler-Rose, latex) bendi til verri sjúkdómsgangs í RA en neikvætt kekkjunarpróf (34,35) og að horfur fari versnandi með vaxandi RF magni. Minna er vitað um forspárgildi einstakra RF gerða. íslenskur læknir, Ingvar Teitsson, hefur þó fundið að hækkun á IgA RF í byrjun liðagigtar bendi til að beinúrátur muni síð- ar myndast (50). Niðurstöður margra annarra rannsóknarhópa geta samrýmst þessari tilgátu (37,51 -53), þótt það sé ekki einhlítt. Ekki er enn vitað hvort IgA RF tekur beinan þátt í myndun beinúráta eða hvort hann endurspeglar einungis þá þætti sem máli skipta við myndun úráta. I þessu sambandi má geta þess að myndun á IgA mótefnum er háðari T-frumum en myndun á til dæmis IgM. Því getur verið að myndun á IgA RF sé einungis merki um mikla virkni T-fruma í liðagigtarsjúklingum með IgA RF. Ef IgA RF á beina aðild að myndun beinúráta gæti það verið vegna þess að IgA RF tengdust IgG og myndaðu ónæmis- fléttur, sem féllu út í liðhimnunni, ræstu þar monocyta til framleiðslu á interleukin-1, sem örvaði síðan osteoclasta til beinniðurbrots (54). Önnur tilgáta er sú að IgA RF valdi vefjaskemmdum með því að ræsa styttri feril komplimentkerfisins. Þetta eru þó allt tilgátur, enn sem komið er og öruggt má telja að enn vanti marga þætti í það flókna samspil, sem er milli RF og liðagigtar. ÞAKKIR : Helga Valdimarssyni prófessor og Asbirni Sigfússyni lækni eru færðar bestu þakkir fyrir yfirlestur handrits og gagnlegar ábendingar. Auk þess fær Kristján Erlendsson læknir sérstakar þakkir fyrir aðstoð við heimildaöflun. 14 LÆKNANEMINN I 1990 43. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.