Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 19

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 19
Magaskurðir Þórarinn Guðnason læknir Það var ekki fyrr en svæfingar fóru að tíðkast um ntiðbik síðustu aldar að skurðglaðir læknar áræddu að opna eitt og eitt kviðarhol og freista þess að lagfæra það sern þar hafði gengið úr skorðum. Sumum hafði þó dottið í hug að reyna slíkt, áður en svefnenglarnir eter og klóróforin komu á vettvang. Norðmenn eru stoltir af landa sínum Egeberg sem flutti fyrirlestur í læknafélaginu í Kristjaníu árið 1837 um skurðaðgerð til að seðja hungur þeirra sem ekki geta tekið til sín fæðu sökum þrengsla í vélindinu. Hann skýrði áheyrendum frá hvernig hann hugðist bera sig til og lýsti aðgerð sem nú gengur undir nafninu gastró- stómía og er í því fólgin að skorið er gat á magálinn og síðan framvegg magans og næringu svo hellt inn gegnum pípu sem er saumuð föst í sárbarmana (1. mynd). Reyndar kom Egeberg þessari snjöllu hugmynd sinni aldrei í framkvæmdheldur franskur læknir, Sedillot að nafni, og það gerðist tólf árum eftir fundinn í norska félaginu. En þá var lfka báðum megin Atlantshafsins farið að svæfa þá sem lækna þurfti með hnífi. Eyþjóð við heimskautsbaug mátti samt bíða þeirrar blessunar í nokkur ár. Jón Finsen varð fyrstur lækna hér á landi til að svæfa sjúkling 1856. Joseph Lister gerði árið 1867 heyrinkunna viðleitni sína til að verja sýklum aðgang að opnum sárum (antiseptik) og kollvarpaði árangur hennar spádómi kennaraListersískurðlækningum.Sáhét John Erichsen og hafði lýst því yfir að þrátt fyrir miklar framfarir skurðlistarinnar hlytu kviðarhol, brjósthol og heilabú að verða henni lokuð bók um aldur og ævi. Ernst von Bergmann bætti um betur með smitgát sinni (aseptik) sem tók fljótlega við af sýklavörn Listers. Þá fóru leiðir að gerast greiðar. Franski skurðlæknirinn Jules Entile Péan væri trúlega flestum gleymdur nú ef ekki væri fyrir æðatöngina sem við hann er kennd, en í reynd kom hann víða við og framkvæmdi fyrstur manna resectio pylori vegnakrabbameinssemlokaðineðra ntagaopinu. Sá sjúklingur dó eftir aðgerð og eins fór urn fyrstu krabbameinssjúklinga, einn eða fleiri, sem Vínarlæknirinn Theodor Billroth reyndi að hjálpa með svipaðri aðgerð. En 1881 tókst honum að nema æxli burt úr maga án þess að sjúklingurinn biði líftjón af. Þar með tryggði Billroth karlinn sér sæmdarheitið “faðir magaskurðlækninga" enda er skerðing rnagans við hann kennd enn í dag og nefnd B1 eða B2 eftir því hvort skeifugörnin er í lok aðgerðar saumuð við magastúfinn (2. mynd) eða henni lokað og mjógirnislykkja tengd með einum eða öðrum hætti við það sem eftir er skilið af maganum (3. mynd). Einn af mörgum aðstoðarlæknum Billroths var Anton Wölfler. Hann fetaði í fótspor lærimeistarans LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.