Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 22

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 22
KAWASAKI SJÚKDÓMUR (Mucocutaneous Lymph Node Syndrome) Tómas Guðbjartsson læknanemi Kawasaki sjúkdómur er sjaldgæfur sjúkdómur hjá yngri börnum sem fyrst var lýst fyrir rúmum 20 árum. Einkenni sjúkdómsins má rekja til útbreiddrar bólgu í slagæðum. Einkennin eru mjög fjölbreytileg, allt frá saklausum húðútbrotum til lífshættulegrar bólgu og æðagúlsmyndana í kransæðum. Orsakir sjúkdómsins eru enn á huldu en margt bendir til þess að um smitsjúkdóm sé að ræða. Undanfarið hefur mikið verið skrifað um Kawasaki sjúkdóm í erlend fagtímarit og línur hafa skýrst varðandi greiningu og meðferð. Þar sem fylgikvillar geta verið lífshættulegir ættu læknar og Iæknanemar að þekkja helstu einkenni sjúkdómsins og kann- ast við þá meðferð sem beitt hefur verið í helstu dráttum. Almennt: Árið 1967 lýsti Tomisaku Kawasaki sjúkdómi í japönskum börnum sem í fyrstu fékk nafnið mucocutaneus lymph node syndrome. Síðar var sjúkdómurinn kenndur við Kawasaki sjálfan. Sjúkdómurinn hefur síðan fundist víða um heim, m.a. á íslandi. Hann sést eingöngu hjá yngri börnum (90% eru vngri en 5 ára. 50% á 1. ári og er mjög sjaldgæfur eftir 8 ára aldur (1)). Nýgengi sjúkdómsins er nokkuð á reiki en í fleslum bókum er það talið vera nálægt 0,6 tilfelli/100.000 börn yngri en 5 ára/ári í Bandaríkjunum. Með aukinni vitneskju um sjúkdóminn og bættri greiningu hefur greindum tilfellum fjölgað undanfarin ár og í nýlegri banda- rískri grein er nýgengið (í USA, 1979-'84) áætlað tífalt hærra en að ofan (2). Ljóst er að víða í Asíu er tíðnin hærri, einkum í Japan. í Bandaríkjunum er tíðnin mun hærri hjá börnum af asískum uppruna, en hjá svörtum (3x) og hvítum börnum (6x). Sjúkdómurinn er heldur algengari hjá drengjum, eða 1.5:1, og yfirleitt fá drengir alvarlegri sjúkdómsmynd (3). Sjúkdómurinn getur sést á öllum árstímum, en er þó algengari í N-Ameríku síðla veturs og snemma á vorin. Sjaldgæft er að einkenni sjáist aftur hjá sama sjúklingi en það er þó vel þekkt (1% tilfella) (2). Einkenni: Fyrst og fremst er um að ræða útbreidda æðabólgu (vasculitis) með fjölbreytilegum einkenn- um sem yfirleitt gera vart við sig á 1-3 vikum. Helstu einkenni Kawasaki sjúkdóms (major diagnostic criteria) eru eftirfarandi og eru þau forsenda grein- ingar sjúkdómsins (2,4) (sjá jafnframt mynd 1): A. Hiti í a.m.k. 5 daga. Yfirleitt hár toppóttur hiti, 39°-40° C, sem kemur skyndilega. Hitinn lækkar ekki við sýklalyfjagjöf, er yfirleitt í u.þ.b. 2 vikur en getur varað 5 - 30 daga. Við meðferð (sjá síðar) lækkar hitinn venjulega eftir 2-3 daga. B. Fjögur af fímm eftirtöldum einkennum: 1) Augnslímubólga (conjunctivitis) á báðum augum (kemur oft snemma og varir u.þ.b. 2 vikur). 2) Þurrkur, roði og sprungur á vörum. Áberandi roði og papillur á tungu (jarðaberja- tunga). Útbreiddur roði á slímhúð í munni og koki. 3) Eitlastækkanir á hálsi (einn eitill a.m.k. 1,5 cm). Hefur minnsta þýðingu varðandi grein- ingu og eitlastækkanir sjást einungis hjá helm- ingi sjúklinga (hin einkennin sjást hjá u.þ.b. 90% sjúklinga). 4) Húðútbrot á búk og útlimum sem yfirleitt eru margbrevtileg macular roðaútbrot. Sjást oft- ast á 5. degi og er þeim oftast lýst sem erythematous, morbillifonn, urticarial, scarlatiniform eða erythema multiforme (5). 5) Breytingar á útlimum: (a) Roði á lófum og iljum. 20 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.