Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 26
aspiríni (3-5 mg/kg/dag, einu sinni á dag). (2,16). Aspirín er gefið þar sem það hefur bólgueyðandi áhrif (hamlar cyclooxygenasa) og hindrar samsöfnun blóðflagna (frl. thromboxans í blóðflögum minnkar) en í þessum sjúkdómi verður yfirleitt fjölgun á blóðflögum (sbr. að ofan). Þannig á aspirínið fræði- lega að draga úr myndun blóðsega í kransæðunum. Hins vegar er talið nokkuð öruggt að aspirín kemur ekki í veg fyrir myndun kransæðagúla og hefur verið sýnt fram á það með fleiri en einni rannsókn (12,17). Þar sem aspirínið hindrar blóðsegamyndun er það talið mjög mikilvægt í meðferð Kawasaki sjúkdóms. Eins og áður kom fram hefur dánartíðni lækkað úr 2% í 0,3% síðustu 10-15 árin og þótt það sé ekki sannað er talið að tilkoma aspirínmeðferðar hafi þar haft mikið að segja (17). Ef frábendingar eru fyrir notkun aspiríns má notast við dipyridamol (2). Nýlega hefur verið bent á, að það sé óraunhæft að gefa háa skammta í byrjun sjúkdómsins, og heldur eigi að notast við lága skammta (3-5 mg/kg/dag) frá upphafi. Rökin eru þau að aspirín í háum skömmtum hindri ekki aðeins myndun thromboxans heldur einnig myndun prostacyclíns, en prostacyclín er myndað í innþekju (endotheli) æða og hamlar kröftuglega samsöfnun blóðflagna (3,1). Fleira mælir með lágskammtameðferð, s.s. minni hætta áeitur- og hjáverkunum aspiríns. Reyndar hefur lág- skammtameðferð verið reynd í Japan og tókst ekki að sýna fram á marktækt betri árangur en við hefðbundna meðferð. Frekari rannsókna er þörf á þessu og því er enn mælt með að gefa 80-100 mg/kg/ dag af aspiríni í upphafi og síðan lækka skammtana í 3-5 mg/kg/dag (2). Það veltur síðan á ástandi kransæðanna og umfangi kransæðaskemmdanna hversu lengi lágskammta aspirínmeðferð er haldið áfram. Þannig má hætta aspiríngjöf eftir 6-8 vikur ef engar skemmdir hafa fundist, en aðrir geta þurft að taka aspirín í lágum skömmtum uns kransæðaskemmdirnar hverfa eða jafnvel ævilangt (2). Mælt er með reglulegu eftirliti hjá hjartalækni og helst endurtekinni sónarskoðun af hjarta, t.d. ári eftir upphaf sjúkdómsins ( sjá nánar um meðferð í heimild (2)). III. Gammaglóbúlín í æð (I.V.), (GG, 400 mg/kg/ dag í 4 daga) geta komið í veg fyrir æðabreytingarnar í kransæðunum og stytt bráðastig sjúkdómsins (2, 13, 14, 15) Margar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarin ár á áhrifum immúnóglóbúlínmeðferðar í Kawasaki sjúkdómi og ber þeim flestum saman um að slík meðferð dragi úr myndun æðagúla í kransæðunum og hindri þannig lífshættulegar afleiðingar ónógs kransæðablóðflæðis. Þar sem stór hluti (20-30%) barna með Kawasaki sjúkdóm fá kransæðabólgu og æðagúla hefur verið mælt með því að öll börn sem greind eru á fvrstu 10 döaum siúkdómsins fái immunuglóbúlfn-meðferð sem fvrst (2). Ovíst er um árangur immúnóglóbúlín-meðferðar eftir að meira en 10 dagar eru liðnir frá upphafi einkenna og verður að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort slík meðferð sé ráðleg. Ekki er enn þekkt hvernig immúnóglóbúlínin koma í veg fyrir breytingarnar á kransæðunum (3). Ekki er mælt með notkun stera því sýnt hefur verið fram á aukna tíðni kransæðagúla og hærri dánartíðni af slíkri meðferð (1). Þakkir: Sérstakar þakkir fá læknarnir Þröstur Laxdal og Hróðmar Helgason fyrir veitta aðstoð við gerð þessarar ritgerðar. Heimildir: (1) Hics, R.V., Melish, M.E.: Kawasaki Syndrome. Pediatric Clinics of North America. 33:No. 5: 1151-1172, Oct. 1986. (2) Shulman, S.T. et al.: Management of Kawasaki syndrome: a consensus statement prepard by North American participants of The Third International Kawasaki Disease Symposium, Tokyo, Japan, December, 1988., Ped. Infect. Dis. J., 8:663-665, 1989. (3) Feigin, R.D., Barron, K.S.: Treatment of Kawasaki Syndrome. N. Eng. J. Med.,315:388-390, 1986. (4) Þórsson, Arni V.: Kawasaki sjúkdómur. Læknablaðið 1981. (5) Urbach All et al: Kawasaki Disease and Perineal Rash. Am. J. Dis. Child., 142:1174-1176, Nov 1988. 24 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.