Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 38
Mænuvökvi
Sigurður Thorlacius læknir
Á erlendum tungumálum nefnist mænuvökvinn
heila- og mænuvökvi, sem er í sjálfu sér eðlilegri
nafngift en mænuvökvi, þar sem hann myndast nær
eingöngu í heilanum og mestur hluti hans fer aldrei
niður í mænu, en orðið mænuvökvi hefur öðlast
fastan sess í íslensku máli og mun ég því notaþað.
Fyrstu heimildir um mænuvökva sem varðveist
hafa eru skráðar í papírushandriti, sem menn telja frá
17. öld f. Kr. og á fjórðu öld f. Kr. skrifaði Hippo-
crates (460-377 f. Kr.) um vökva í holrúmum í heil-
anum, en taldi hann óeðlilegt fyrirbæri.
Mynd 1. Skipting sálarinnar samkvæmt
kenningunni um heilaholin (Gregor Reisch, 1504).
Síðar kom frarn kenning um heilaholin til að
útskýra leyndardóma sálarinnar. Kenningin átti rætur
að rekja til hugmynda Aristoteles (384-322 f. Kr.) og
Galenus (131-200 e. Kr.), en var þróuð nánar af
kirkjunnar mönnum í Róm, Nemesius og Augustinus,
á fjórðu öld e. Kr. Kenningin byggðist á því að sálin
eða andinn hefði aðsetur í heilaholunum. Næringar-
efni streymdu frá þörmunum með portæð til lifrar og
urðu að náttúrulegum anda, sem blandaðist lífsanda
lungnanna og blandan streymdi upp í heila. Þar
myndaðist sálrænn andi eða sálarloft, sem lék um og
vargeymt í heilaholunum. Þeim var skipt í þrjár sellur
(Mynd I). Þá fremstu tengdu menn ímyndunaraflinu.
Fremst í henni var sensus communis, en þangað komu
skynboð Iyktar- og bragðskyns, sjónar og heyrnar.
Næstu sellu tengdu menn skilningi og rökhugsun og
þá þriðju og öftustu ininni (þriðja sellan samsvarar því
sem við í dag köllum fjórða heilahol). Þessi kenning
hélt velli allt fram á endurreisnartímabilið og jafnvel
fram undir vora daga.
Árið 1543 lýsti Vesalius vökva í heilaholunum
og árið 1672 fann Valsalva vökva í mænunni, sem
líktist liðvökva. Pacchioni taldi (árið 1705) að vökv-
inn í heilanum myndaðist í skúmkörtunum
(granulationes arachnoideales) sem gjarnan eru við
hann kenndar. Það var ekki fyrr en árið 1764 að
almennileg grein var gerð fyrir mænuvökvanum, er
Contugno lýsti tilvist hans í heilaholunum og
innanskúmsbilinu (cavum subarachnoideale). Lýsing
hans vakti þó litla athygli og það var ekki fyrr en á
fyrri hluta 19. aldar að Magendie lýsti þessum vökva
nánar. Hann sýndi fram á að vökvinn gæti streymt
um op milli fjórða heilaholsins og innanskúmsbils-
ins og að bilið umlyki bæði heila og mænu, en af
einhverjum ástæðum taldi hann reyndar að vökvinn
myndaðist í innanskúmsbilinu og streymdi þaðan til
heilaholanna. Síðar á öldinni gerðu menn sér grein
fyrir að streymið væri í hina áttina. Alþjóðlegt nafn
vökvans, liquide céphalo-rachidien (eða á ensku
36
LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.