Læknaneminn - 01.04.1990, Page 39

Læknaneminn - 01.04.1990, Page 39
cerebrospinal fluid) er frá Magendie komið. í dag vitum við að heilaholin eru full af mænuvökva. Ástæðan fyrir því að menn á fyrri öldum áttuðu sig ekki á því að í holunum væri vök- vi var að við krufningu var venjan að skera höfuðið af líkinu, áður en hugað var nánar að því, þannig að mænuvökvinn rann út og eftir urðu loftfyllt heilahol. Hlutverk mænuvökvans síðastnefnda má nefna flutning á losunarþáttum (releasing factors) frá myndunarstað sínum í undirstúkunni (hypothalamus) til miðhæðar (entinentia medialis) hennar, og hefur verið sýnt fram á að mænuvökvinn í þriðja heilaholi tekur þátt í þessum flutningi, en í miðhæðinni taka sérhæfðar þekju- frumur (tancytes) við þáttunum og koma þeim til portæðanna sem skila þeim niður í heiladingul.) Allt gráa efni heilans er aðeins fáeina millímetra frá mænuvökvanum. Mænuvökvinn umlykur miðtaugakerfið, sem flýtur í honum. Heili sem vegur 1500 g vegur aðeins 50 g á kafi í mænuvökva. Meginhlutverk mænuvökvans er því að vernda miðtaugakerfið, dempa áhrif högga og hreyfinga utan að frá. Vörnin felst einnig í því að rúmmál mænuvökvans breytist í öfugu hlutfalli við rúmmál blóðs í höfðinu, þegar höfuðkúpan er heil (lögmál kennt við Monro og Kellie) og að vernda heilann fyrir skyndilegum breytingum á miðjubláæðaþrýstingi vegna breytinga á stöðu, öndun eða blóðþrýstingi. Auk þess á mænuvökvakerfið þátt í að að losa heilann við úrgangsefni, að viðhalda í honum efnafræðilega stöðugu umhverfi og að flytja virk efni í taugakerfinu. Seni dæmi um hið Myndun og enduruppsog mænuvökvans Magn mænuvökva í fullorðinni manneskju er 90- 150 ml. Af mænuvökva myndast (og eyðast) 0.3-0.4 ml/mín. eða 400-600 ml/sólarhring, þ.e. mænuvökvanum er skipt út á 5-7 tímum eða u.þ.b. fjórum sinnum á sólarhring. Myndunar- og flæðishraði mænuvökvans hefur m.a. verið ákvarðaður með því að fjarlægja ákveðið magn mænuvökva og mæla tímann þar til byrjunarþrýstingur hefur komist á að nýju eða með því að sprauta í hliðarhol heilans vökva með efni sem ekki fer út úr kerfinu (t.d. inúlíni eða geislavirkt merktu albúmíni) og fylgjast með styrk LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.