Læknaneminn - 01.04.1990, Side 40

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 40
þess í hnykils- og mænukylfuhítinni (cisterna magna). Einnig hefur verið sprautað skuggaefni (t.d. lofti eða metrísamíði) í hvelhol og fylgst með dreifingu þess með röntgenmyndun eða tölvustýrðri sneiðmynda- töku. Það er gjarnan talað um að mænuvökvinn myndist í æðuflækju (plexus choroideus) heilahol- anna, en máliðerþóekki svoeinfalt. Allt aðhelmingur myndast utan æðuflækjunnar og er hún raunar ekki nauðsynleg til að mænuvökvi myndist. Dýratilraunir þar sem æðuflækjan hefur verið fjarlægð úr hvelholi og milliholaopi þess (gjarnan kennt við Monro) lokað, hafa sýnt að vatnshöfuð (hydrocephalus) getur samt þróast og brottnám æðuflækjunnar hefur ekki reynst nothæf meðferð við vatnshöfði hjá börnum. í æðuflækjunni (plexus choroideus) eru æðar, þekja og bandvefur (Mynd 2). Hún myndast við að æðar og heilaholsþekja (ependyma) hverfast inn í heilaholin. Þekja flækjunnar og yfirborðs holanna er því samfelld. Æðuflækjan í hvelholunum tveimur og þriðja heilaholinu (milliheilaholinu) er ein heild, en sjálfstæð í því fjórða (tígulheilaholinu). Aðstreymi blóðs til æðuflækjanna kemur víða að og þær eru blóðríkar, sem endurspeglar umfangsmikil efnaskipti. Æðuflækja hvelholanna er nærð af æðuslagæð (a. choroidea ant.) frá innri hálsslagæðinni (a. carotis interna) og æðukvísl (ramus choroideus) aftari hjarnaslagæðarinnar (a. cerebri post.). Æðuflækja þriðja heilholsins er nærð af æðukvíslum aftari hjarnaslagæðarinnar og þess fjórða einkum af kvíslum frá aftari- og neðri hnykilsslagæðinni (a. cerebelli inf. post.). Það liggja taugagreinar til æðuflækjunnar (sem á síðust öld voru nefndar þrettánda heilataugin). Talið var að taugunum, sem koma frá sympatíska hluta dultaugakerfisins, væri einungis ætlað að tempra vídd æða flækjunnar, en þær virðast einnig geta haft bein hamlandi áhrif á síunina í henni. Myndun mænuvökvans byrjar með síun (filtration) úr blóði háræða og velli (secretion) þekju æðuflækjunnar. Tvöensím, natríum-kalíum virkjaður ATP-asi (“natríum-kalíum dæla”) og kolsýruanhýdr- asi (sem hvatar umbreytingu koldíoxíðs og vatns í vetnis- og bíkarbonatsjónir) eru mjög mikilvæg í færslunni yfir æðuflækjuna, eins og sjá má af því að lyfin Oubain (eitt digitalis glýkósíðanna - sérhæfur hamlari natríum-kalíum dælunnar) og Diarnox (acetazolamíð - hamlari kolsýruanhýdrasans) draga hvort fyrir sig verulega úr þessu ferli*. Virkum flutningi á natríum fylgir tilfærsla á bíkarbonati og klóríði og mismunurinn á vökvaþrýstingi (hydrastatic pressure) blóðsins í háræðum æðuflækjunnar og mænuvökvans í heilaholunum á sinn þátt í tilfærslu vatns. I æðuflækjunni fer auk þess fram virkur flutningur (með aðstoð sérstakra burðarsameinda) ýrnissa efna frá mænuvökva til blóðs, svo sem glúkósa, amínósýra, serótóníns, noradrenalíns, penicillins, acetýlsalisýlsýru, morfíns, kódíns og nalorfíns. Mænuvökvamyndunin heldur áfram þegar mænuvökvinn flæðir eftir heilaholunum, hjarnavatnspípunni (aqueductus cerebri), út úr fjórða heilaholinu í hítarnar (cisternurnar) og upp utan á heilanumeðaniður utan á mænunni (Mynd 3) - skipti verða á efnum yfir þekju heilaholanna og hítanna og reifar (pia mater) miðtaugakerfisins. Að lokum enduruppsogast mænuvökvinn út í blóðrásina í gegn- um skúmtíturnar (villi arachnoideales) í skúmkörtum (granulationes arachnoideales) stokka (sinusa) basts (dura mater) heilans eða við rætur mænunnar. * Diamox er stundum notað í meðferð sjúklinga til að draga úr mænuvökvamyndun, en Oubain hefur ekki reynst nothæft í þessum tilgangi, þar sem dæla þyrfti því inn í heilahol, því við gjöí'þess í æð takmarka áhrif þess á hjartað hversu stóran skammt hægt er að gefa og eftir gjöf hefðbundins skammts hefur afar lítið fundist af lyfinu í mænuvökva. 38 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.