Læknaneminn - 01.04.1990, Side 48

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 48
að ræða mýs sem tjá á sértækan hátt gen sem spraut- að er í þær snemrna á fósturstigi (“transgenic mice”) (Hanahan 1989y.)■ Sértækni tjáningar umræddra gena er hægt að stjórna með stýribútum. T.a.m. er hægt að fá sértæka tjáningu tiltekins gens í 6-frumum með því að hafa stýribúta insúlíntjáningar tengda hlutaðeigandi geni (insúlín er aðeins myndað í 6- frumum). Slíkartilraunir sýnaaðT-frumur sem greina framandi class II yfirborðsprótein (allo-class II) á 6-frumum (sem eru ekki sýndarfrumur og seytra ekki ræsiefnunum IL-1 /IL-6) lamast varanlega (Markmann etal. 1988, Lo 1990y.). Af þessu hafa menn ályktað að haldist örvun frá sýndarfrumu ekki í hendur við greiningu T-frumu á epitópi valdi það lömun hlutaðeigandi T-frumu (Muelleret al. 1989y.). Nýlega birtust niðurstöður rannsókna þar sem 6- frumur nokkurra músastofna voru látnar tjá framandi yfirborðsvæki, hemagglutinin (HA) inflúenzuveiru (Roman et al. 1990). Aðeins lítill hluti hvers stofns myndaði ónæmisviðbrögð gegn HA á B-frumum og fékk insúlínháða sykursýki í kjölfarið. Þetta er mjög athyglisvert fyrir þær sakir að þessar mýs virtust ekki hafa náð að mynda þol fyrir vækinu á fósturskeiði (tjáning greind þá) þar eð þær gátu myndað mótefni gegn því við sýkingu með inflúenzuveiru. í öðru líku nródeli þar sem 6-fruntur voru látnar tjá simian virus 40 (SV40) stóra-T vækið kom í Ijós að tímasetning tjáningar próteina getur skipt sköpum (Skowronski et al. 1990). Þeir músastofnar sem tjáðu vækið strax á fósturskeiði mynduðu þol gegn vækinu en greina mátti T-frumuviðbrögð gegn vækinu í stofnum sem tjáðu það fyrst 10-12 vikum eftir fæðingu (nýir T- frumustofnar virðast ekki myndast eftir fæðingu hjá músum). Mismikil tilhneiging innan hvers stofns og milli stofna til frumu- og/eða vessabundinna sjálfsofnæmisviðbragða við HA- og stóra-T virtist tengjast MHC-gerð og öðrum erfðaþáttum í ofangreindum rannsóknunt. Óheft myndun og seytrun lymfókínsins IFNg í vef sem ekki er hluti starfsvefja ónæmiskerfisins getur leitt til sjálfsofnæmisviðbragða gegn vækjum í vefnum (Sarvetnick et ai. 1988). IFNg er mikilvægt ræsiefni fyrir T-drápfrumur og svo virðist sent mikil þéttni þess í vef geti beint eða óbeint leitt til ræsingar T-frumna í vefnum. Skýringin kann að felast í starfhæfum T-frumum sem þekkja epitóp sjálfspró- teina (t.d. sjaldgæfra eða seintjáðra próteina). A hver- jum tíma er að líkindum alltaf eitthvað af slíkum frumum í umferð. Hugsanlegt er að CD8+ T-dráp- fruma sem undir venjulegum kringumstæðum virkjast aðeins við lymfókín seytrun (IL-2, IFNg) T- hjálparfrumna í næsta nágrenni, geti einnig virkjast verði þéttni virkjandi lymfókína í umhverfi hennar nægileg af öðrum sökum. Einnig er hugsanlegt að mikil IFNg seytrun í vef leiði til T-frumuíferðar og frumudauða í vefnum. Sýndarfrumur gætu þá hægast valdið ræsingu T-hjálparfrumna eftir hefðbundnum leiðum sem aftur kynni að leiða til virkjunar T- drápfrumna og B-frumna. Aður en vikið verður að leiðum til sértækrar T- frumubælingar er nauðsynlegt að ritja stuttlega upp gerð T-frumuviðtakans (TCR) (tafla 1). Mikill meirihluti T-frumna hefur svokallaðan alfa/beta TCR þar sem ein alfa og ein beta keðja mynda viðtakann að mestu. Genin sem skrá fyrir þessum keðjum myndast við uppstokkun, splæsingu og mismunandi úrlestur genabúta. Fjöldi mismunandi T-frumuviðtaka sem geta myndast í þessu ferli er talinn skipta milljónum (tafla 1). Það hefur koinið á daginn að notkun meinvaldra (“pathogenic”; meinvaldur lo. sbr. alvaldur) T-frumna á V-genabútum (V fyrir “variable”) í vel skilgreind- um sjálfsofnæmissjúkdómum eins og Experimental Autoimmune Encephalomyelitis (EAE) getur verið mjög takmörkuð. I EAE virðast meinvaldar T-frum- ur eiga það sameiginlegt að tjá allar sama Vbeta bút- inn (af u.þ.b. 30) og aðeins tvo Valfa búta (af u.þ.b. 100) (Janeway et al. 1989y., Wraith et al. 1989y.). Ef hið sama er uppi á teningnum í öðrum T-frumutengd- um sjúkdómum kann það að auðvelda forvarnireins og vikið verður að hér að neðan. Leiðir til sértækrar T-frumubælingar Að framansögðu er hægt að hefja umfjöllun um tilefni þessara skrifa, þ.e. leiðir til sértækrar T- frumubælingar. Verður insúlínháð sykursýki tekin sem dænti um sjúkdóm þar sem menn kunna á næstu árum að eiga kost á slíkri meðferð til að kæfa ntein- gerð sjúkdómsins strax á byrjunarstigi. Of seint er í rassinn gripið þegar klínisk einkenni sjúkdómsins gera vart við sig vegna umfangs 6-frumueyðingar og ónæmisviðbragða þegar því stigi er náð. Tvö meginmarkmið ber að hafa að leiðarljósi við ónæmisbælandi meðferð. Hið fyrra er að meðferðin 46 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.