Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 54

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 54
 Viðtal Læknanemans við prófessor Snorra Pál Snorrason Hans Jakob Beck Prófessor Snorri Páll Snorrason, hjartalæknir lét af formlegu embætti á síðasta ári fyrir aldurs sakir. Læknanenium fannst vel hæfa að fá Snorra Pál (il viðtals við blað sitt, enda sá kennari deildarinnar, sem einna lengst hefur starfað. Tók hann því Ijiiilega að ræða örlítið um læknanám, sjálfan sig og starf sitt. Milli Snorra Páls og þeirra, sem nú lesa helst Læknanemann er heil starfsævi læknis á vægast sagt umbyltusamri öld. Snorri lýsir fyrst læknanámi sínu. Ég byrjaði læknanám 1941 og fluttist þá til Reykjavíkur. Læknanámið var 7 vetur og skiftist í þrjá hluta. I. hluti var 3 vetur, en hinir tveir 2 vetur hvor. A fyrsta ári var fílan svokallaða, eða fílósófía. Þetta var löngu úrelt nám, eiginlega leifar af þrætubókarlistinni gömlu, en tók ekkert ntið af nýrri heimspeki. Aðal námsgreinin á fyrsta ári var sálarfræði og lásum við bókina sálarfræði eftir Agúst H. Bjarnason, sem að minni hyggju var vel skrifuð, all ítarleg og fjallaði um gamlar og nýjar kenningar í greininni. Kennari var Símon Jóhann Agústsson. Kennsla hans var vönduð, en nokkuð alvörugefin. Einnig var kennsla og námskeið í ólífrænni efna- fræði, sem Trausti Olafsson efnafræðingur kenndi. Síðan tóku við grunngreinar læknisfræðinnar anatómía, bíokentia og physiólógía, sem próf. Jón Steffensen kenndi. I miðhluta voru greinar eins og patólógía, farmakólógía, bakteríólógía og fleiri. III. hluti var medicín og kírúrgía, kvensjúkdómar, fæðingarhjálp ofl. Kennarar voru fáir eins og sjá má af því, sem að framan er sagt um kennslusvið próf. Jóns Steffensen. Próf. Níels Dungal kenndi einn alla pathólógíuna og bakteríólógíu, einnig ónæmisfræði. Próf. Júlíus Sigurjónsson kenndi heilbrigðisfræði. Lyfjafræðina kenndi próf. Kristinn Stefánsson. Einn kennari var í hvorri stóru greinanna, handlæknisfræði og lyflæknisfræði, Guðmundur Thoroddsen og Jóhann Sæmundsson. Geta má nærri að vinnuálag kennaranna var því mjög mikið og því fór fjarri, oft og einatt, að þeir kæmust yfir allt pensúmið. Það má því segja að talsverður hluti af náminu hafi verið sjálfsnám, þ.e. bóklestur án tilsagnar. A fyrstu námsárum mínum voru flestar bækur þýskar, en vegna stríðsins breyttisl það og við fengum bækur á ensku. Reyndar er eitt mjög athyglisvert, sem ég man eftir þegar ég hugsa aftur til námsins, en það er kennsla í praktískri kírúrgíu strax í I. hluta. Guðmundur Thoroddsen prófessor kenndi þarna sáranteðferð, meðhöndlun beinbrota og ýmisslegt annað gagnlegt. Þegar ég var í miðju læknanámi veiktist ég af lömunarveiki og tafðist þess vegna um eitt ár. Sem kandídat vann ég síðan á lyflækningadeild, en þegar ég mætti á fæðingadeild til að uppfylla skylduna um störf á sjúkradeildum lil að öðlast lækningaleyfi var ég gerður afturreka, þótti ekki nógu fljótur í förum eftir lömunarveikina til að sinna störfum kandídats á deildinni. Ég harðneitaði að fara þangað aftur og komst upp með það. Ef ég ber saman læknanámið þá og nú er mesti munurinn fólginn í því hve þekkingin hefur margfaldast. Allri tækni hefur fleygt fram og hún orðið stærri þáttur við sjúkdómsgreiningar, en sjúkrasagan og líkamsskoðunin voru áður allsráðandi. Enn sem fyrr er grunnámið mikilvægast að mínum dórni. Traust þekking í bíókemíu, physíó- lógíu, erfðafræði, ónæmisfræði o.s.frv. er nauðsyn- legur grunnur, sem allt annað byggir á. Þess vegna finnast mér þær kröfur sem nú eru gerðar til svokall- aðra marklýsinga geta gengið út í öfgar, því það er 52 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.