Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 58

Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 58
sjúkrahúsið. Fyrra heilsufar sjúklings hafði verið gott og hafði hann einungis gengist undir botnlangaaðgerð 16 árum áður vegna bráðrar botnlangabólgu, án fylgikvilla. Meðgöngur og fæðingar voru þrjár talsins, allar eðlilegar og sú síðasta fyrir 5 árum. Við komu á sjúkrahúsið var sjúklingur mjög þungt haldinn af verk um ofanverðan kvið. Við líkamlega skoðun voru talsverð þreifieymsli á magaálssvæði, en vægari undir hægra og vinstra geislungasvæði. Kviður var annars mjúkur án eymsla og garnahljóð eðlileg. Líkamshiti var 36,6 gráður á Celcius og hjartsláttur reglulegur, 70 slög/mín. Omskoðun af kviðarholi og yfirlitsmynd af kvið var dæmd eðlileg við kontu á sjúkrahúsið, en tvær ásgarnarlykkjur (jejunum) voru þó aðeins víkkaðar. Fjölgun var á hvítum blóðkornum eða 13.600 (< 10.000) nteð vægri vinstri hneigð. Amylasamælingar í blóði og þvagi voru eðlilegar, sem og önnur blóðpróf. Akveðið var að meðhöndla sjúkling í fyrstu með vökvagjöf í æð, magaslöngu (“magasondu”) og verkjalyfjum, en erfiðlega gekk að halda honum verkjalausum (verkjalitlum) fyrstu klukkustundirnar eftir innlögn. Klínískar mismunagreiningar við komu voru innsækið ætissár (ulcus pepticum perforans) og bráð briskirtilsbólga (pancreatitis acuta). Að morgni næsta dags hafði sjúkdómsmyndin breyst mikið þannig að sjúklingur var með þreifieymsli um allan kvið, mest miðlægt, kviður talsvert þaninn , en verkurinn svip- aður og fyrr. Ný yfirlitsmynd af kvið sýndi útvíkk- aðar ás- og dausgarnarlykkjur (jejunum, ileum) með vökvaborðum og röntgengreining var smáþarmastífla. Könnunarskurður á kviðarholi var framkvæmdur 28 klst. eftir kontu sjúklings á sjúkrahúsið vegna gruns um garnastíflu af völdum samvaxta eftir botnlangaaðgerð. Við aðgerðina kont í ljós mikill blóðblandaður vökvi í kviðarholi og stór hluti smáþarmsins var þrútinn og svartleitur. Nánari skoðun leiddi í ljós fingur- breitt op í smáþarmahenginu rétt hægra megin við efri hengisslagæð (a. mesenterica sup.) og þar hafði tæplega helmingur smáþarmsins gengið (dregist) í gegn og var í sjálfheldu. Vel gekk að losa inn- klemmda þarminn, en nema þurfti á brot hluta ás- garnar og nærlæga hluta dausgarnar - alls 180 cm, þar sem þeir voru úrskurðarðir nteð drepi vegna blóðrásarþurrðar. Gerð var samgötun (anastomosis) á þarminum enda í enda. Hengisgatinu var lokað og kviðarholið var að öðru leyti eðlilegt fyrir utan netjusamvexti við gamla botnlangaörið, en þeir áttu engan þátt í sjúkdómsmyndinni. Kviðnunt var lokað í fyrstu atrennu. Meinafræðileg rannsókn staðfesti algjört drep vegna blóðþurrðar í hinum brottnumda þarmi, en engar aðrar sjúkleg'ar breytingar fundust. Gangur eftir aðgerð var með ágætum og útskrifaðist sjúklingur á ellefta degi. Hann hefur verið einkennalaus síðan. UMRÆÐA 1. ALMENNT I yfirgripsmikilli fjölþjóðlegri rannsókn (10 320 sjúklingar) var bráð smáþarmsstífla þriðja algengasta orsök bráðra kviðverkja hjá sjúklingunt, sent lögðust inn á sjúkrahús (6). Einungis botnlangabólga og bráð gallblöðrubólga voru algengari. Mikilvægt er að muna í þessu samhengi, að orsakir bráðra kviðverkja eru misjafnar eftir heimshlutum og aldurshópunt (6,7). Algengustu orsakir smáþarmsstíflu í hinum vestræna heimi í dag eru samvextir í kviðarholi eftir fyrri skurðaðgerðir (49 - 79 % tilfella), en sjaldgæfari eru ytri haular, æxli og bólgusjúkdómar í þörmum (7-9). Erfitt er að meta hversu algeng orsök innhaular eru fyrir garnastíflu, en tíðnin hefur verið frá 1 - 4,1 % (1 - 3,8,10,11). Rokitansky lýsti fyrsta tilfellinu af garnahengishaul árið 1836 við krufningu, en þar var botnristill (cecum) haullíffærið (2). Innhaular eru sjaldgæf orsök fyrir smáþarmsstíflu, en tíðnin hefur verið frá 0,6 - 5,8% af heildinni (3). Af þeim tilfellum, sent lýst hefur verið, hefur smáþarmur verið haullíffærið hjá 121 sjúklingi, ristill hjá 13 sjúklingum, magi hjá þremur og dausgarnarsarpur (diverticulum Meckeli) hjá tveimur (2). 2. SJÚKDÓMSEINKENNI OG GREINING Tímabær og nákvæm sjúkdómsgreining skiptir höfuðmáli fyrir árangur meðferðar hjá sjúklingum með bráða garnastíflu. Sjúkdómseinkenni garnahengishaula eru yfirleitt sambærileg við smáþarmsstíflu og flestir gangast undir könnunarskurð vegna gruns um slíkt (2,3). Hjá 56 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.