Læknaneminn - 01.04.1990, Side 61

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 61
helst fyrir eftir hluta maganám (gastrectomia partialis) og samgötun magaog ásgarnar (gastro-jejunustomia) (mynd 6) (4). Sjaldgæfari eru þeir sem koma eftir (við) ristil- og dausgarnarraufun (colo- og ileostomia) (mynd 7), skammhlaup á smáþarmi (intestinal bypass) og æðahjáveitur. Það er utan við markmið og efni þessarar greinar að fjalla nákvæmlega um ofan talda innhaula sem og þindarhaula (hernia diaphragmatica). Líffærafræðileg gerð garnahengishaula er þess eðlis að drep myndast auðveidlega í þarmi sem lendir i sjálfheldu. Skiptir þar mestu hve glufan er lítil og þröng og enginn haulpoki til staðar, sent gæti hugsanlega takmarkað þann þarm er inn í glufuna gengur. Hvers vegna þarmur aðra stundina en ekki hina gengur inn í slíkar glufur er ekki vitað, en hitt er þó víst að líffæri innan kviðarholsins hafa tilhneig- ingu til að fylla það rými, sem innan þess er. Drepi hefur verið lýst í þarmi hjá sjúklingi með sjúkdómseinkenni í einungis 6 klst. (2) og nema þurfti á brott smáþarmahluta hjá 43% sjúklinga með garnahengishaul við könnunarskurð (2). Dánartíðni í slíkum tilfellum hefur verið mjög há eða 52% (2). I nýlegri rannsókn þurfti að úrnema smáþarm hjá 64% sjúklinga með innhaula og heildardánartíðnin var 31% (3). Undirstrikar þetta mikilvægi könnunarskurðar tímanlega í sjúkdómsganginum ef komast skal hjá úrnámi þarms. 4. ORSAKIR Um orsakir garnahengishaula (glufa) er flest á huldu. Yfirleitt eru þeir (þ.e.a.s. glufurnar) taldir meðfæddir, en kviðarholsáverkar og bólgusjúkdómar í kvið hafa ennfremur verið nefndir (2,12). Það að hluti sjúklinga hefur áður haft slitrótt kviðarholseinkenni, styður kenninguna um meðfæddan galla. Hjá sjúklingum, sent hafa gengist undir kviðarholsaðgerðir eru glufur í hengi, netju eða lífhimnu vel þekktur fylgikviili eftir aðgerð og því hugsanlegur orsakavaldur garnastíflu fyrr eða síðar á ævinni (3,8). Áður voru nefndir innhaular, sem staðsettir eru á bak við samgatanir þarma og þar er algengast að fá sjálfheldu á fráfærandi ásgarnar- lykkju (efferent loop obstruction) eftir samgötun ntaga og ásgarnar (rnynd 6) (4). LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.