Læknaneminn - 01.04.1990, Page 71
RODD AÐ HANDAN:
Grindarholsskoðun frá hinni hliðinni.
Höfundur: Joni Magee, M.D., Philadelphia,
Pennsylvania.
Snarað og staðfært hefir: Þórarinn Guðnason
læknanemi.
Þegar maður liggur á skoðunarbekk með fæturna
uppi í stoðum, ogmætirskoðandanummeðleyndustu
hluta líffærafræði sinnar í fararbroddi, gefst nægur
tírni til að hugsa. Þar sem ég framkvæmi sjálf
grindarholsskoðanir hugsaði ég um hvað hægt væri
að gera til að mér liði betur. I áranna rás hafa
ákveðnir þættir skoðunarinnar verið eftirminnileg-
astir. Kögul (speculum) innsetningin er venjulega
sársaukafyllsti hluti skoðunarinnar.
Itarlegar skýringar á tilfinningum þessum og
upplifunum ásamt ráðleggingum til að lina einhverjar
þeirra eru kynntar hér. Litið er á samband læknis og
sjúklings meðan skoðunin fer fram frá fleiri
sjónarhornum og tillögur gerðar um hvernig bæta má
upplifun þess sem er grindarholsskoðaður.
Lítið ráð sem ég heyrði þegar ég var í læknanámi
og mun aldrei gleyma kom frá yfirlækni á skurðdeild:
“Allir skurðlæknar ættu að fara í kviðarholsskurð
(laparotomy)einu sinni áári”. Alit hans var, aðekkert
yki skilning milli læknis og sjúklings meira, en
sameiginleg reynsla. I stað þess að horfa út í loftið
meðan á þeim ótal grindarholsskoðunum stóð, sem ég
hef gengið í gegn um, hugsaði ég mikið um hvers
vegna mér mislíkuðu flestar þeirra. Eftir að ég varð
aðstoðarlæknir á fæðinga- og kvensjúkdómadeild og
var sjálf farin að gera slíkar skoðanir, öðlaðist ég fyrst
skilning á hvað skoðandinn nákvæmlega var að gera og
fór að velta fyrir mér hvað verða mætti til þess að gera
framkvæmd þessa alla minna fráhrindandi. Það sem
hér fer áeftir er þannig afsprengi þess sem byrjaði með
nokkurs konar jórtri mínu liggjandi á bakinu á
skoðunarbekk.
Endur fyrir löngu var mér vísað á stofu til
heimsfrægs sérfræðings til rannsókna vegna
vandamáls sem hafði mikil tilfinningaleg áhrif á mig.
Einn af minni spámönnunum tók sjúkrasögu mína, en
grindarholsskoðunin skyldi framkvæmd af
yfirmanninum sjálfum. Eg var færð til
skoðunarherbergisins, mér komið fyrir í stoðum og
tjaldað af á venjulegan hátt með laki yfir hnén svo að
ég gat ekki séð fram fyrir þau. Skapasvæði mitt var
berskjaldað fyrir hverjum andblæ í herberginu. Hinn
mikli maður gekk inn og í kjölfar hans tveir
samstarfsmenn. Hann gekkaðhöfðalaginu, tróndi þar
yfir mér, rétti fram höndina og kynnti sig. IVIig
langaði mest til að bölva honum, sparka í hann og
hlæja móðursýkishlátri, en ég brosti sætt og sagði:
“Sæll og blessaður”.
Hvað er nú eiginlega brenglað við þessa mynd?
Hvers vegna langaði mig að bregðast við með slíku
offorsi? Það tók mig mörg ár að uppgötva að ástæðan
er sú að kynning með handabandi vísar til þess að fólk
sé jafningjar. Enþarnaláégí óvirðulegri og fárán-
legri, en jafnframt nauðsynlegri stellingu, sem
hindraði algerlega að við gætum mæst á nokkrum
jafnréttisgrundvelli, heldur undirstrikaði hún einungis
vanmátt minn. Allt þetta sjónarspil var svo fáránlegt
og niðurlægjandi að það var einstaklega ógeðfelld
lífsreynsla. Boðskapursögunnarer aðþegarþú kemur
til að framkvæma grindarholsskoðun, þá kynntu þig
meðan sjúklingurinn situr enn uppi, helst í fötum, en
sé þess ekki kostur þá í það minnsta uppisitjandi. Það
tekur lítinn tíma fyrir hana að Ieggjast niður og hún
mun verða miklu ánægðari og finnast skoðunin
manneskjulegri.
Jæja, þarna eruð þið, þú á milli fóta hennar að
undirbúa alskyns ókunnar pyntingar, en hún sér þig
ekki. Hvað gerir þú? Raular: “Er ég kem heim í
Búðardal bíður mín brúðaval. Og ég veit það verður
svakapartí.....? Margir skoðendur gera ekkert. Það
er að segja, þeir segja ekkert. í öllum bænum fyrir
sjúklinginn talaðu !!! Segðu henni hvað þú ætlar að
gera, rétt áður en þú gerir það. Afallið verður mikið
minna með því móti. Eg segi venjulega : “Nú ætla
ég að snerta skapabarmana og færa þá í sundur. Nú
set ég fingurinn inn. Slakaðu nú á ! “ Réttara sagt þá
sagði ég : “Slakaðu á ! “ áður fyrr, en er hætt því
núorðið. A hverju á hún að slaka? Höndunum?
Tánum? Öllum líkamanum? Það sem þú vilt að hún
slaki sérstaklega á eru grindarbotnsvöðvarnir, einkum
endaþarinslyftivöðvinn (m. levatorani). En þú græðir
ekkertáaðsegjahenni þaðheldur. Þess vegnasegi ég
henni að hún hafi vöðva sem hún klemmir saman
þegar henni er mál að komast á klósett og bið hana að
gera nú alveg öfugt við það og slaka á þessum vöðva.
Góð aðferð er einnig að ýta fingri niðurog út rétt innan
við innganginn og biðja hana að slaka á vöðvunum
sem þú ýtir á.
LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
69