Læknaneminn - 01.04.1990, Page 74

Læknaneminn - 01.04.1990, Page 74
METAMORPHOSIS Smásaga eftir Pétur Benedikt Júlíusson læknanema Einn morgun þegar Loftur vaknaði heima í rúmi sínu eftir órólegar draumfarir, hafði hann breyst í lækni. Og nú stendur hann fyrir framan spegilinn, í hvítum sloppi frá Vinnufatagerðinni, með hlustunarpípu í eyrunum og handbók um meðferð bráðaveikra í vasanum. I dyragættinni á bak við hann standa frænka, mamma og amma, og gapa - orðlausar. Eftir drjúga stund hvíslar þó amraa: Hann er goðmagnaður. Oná hvítu náttborðinu Iiggur skipunarbréf frá landlækni. Loftur skal vinna sem heilsugæslulæknir í Mjóadal í tvo mánuði. Loftur er á leiðinni útúr bænum. Hann stýrir græna Trabbanum undir Esjuhlíðum, áræðin augun rýna beint fram á slitlagið, hinar líknandi hendur halda þétt um stýrið. Loftur er fullvaxinn, glæsilegur fulltrúi nýrrar kynslóðar. Stæltur og stórvaxinn, með hátt enni, ljósa lokka, beint og ákveðið nef og beinskeitt augu, blá. Fíngerðar og mjúkar hendur, læknishendur - ó! hrópuðu frænkurnar, hann verður stórkostlegur læknir! Og þú mátt vita, sögðu sumar þeirra, ég niun snemmhendis panta tíma hjá þér þegar... Loftur hefur snert himininn með höfðinu. A leiðinni útúr bænum, vaknandi náttúran er svo unaðsleg og vart ský á lofti. Degi er tekið að halla, snemmsumarssólin sendir ylríka geisla skáhallt yfir kletta, hundaþúfur, grænslykjóttar hlíðar, hvítkollótt fjöll og kliðandi læki. Og einhver hömlulaus tilfinning grípur Loft, hann vill svo gjarnan hverfa inní þetta augnablik, faðma himininn, drekka upp lækina, sanisamast grænkandi hlíðum fjallanna. Þögn liggur yfir húsum, túnum, heiðum og fjöllum. Það er vinalegt vorkvöld í fábrotnu þorpinu sem liggur inní iðgrænu landinu. Blá fjöll rísa tignarlega uppúr grænkunni og snjóinn hefur ekki allan tekið upp, síðustu skaflarnir liggja magnvana oní giljunum og heyja vonlausa baráttu við ylríkt vorið - hatast við dropana jafnt og grasið elskar þá. I gegnum þorpið læðist lygn áin einsog risavax- inn ormur er teygir sig milli hafs og fjalls. í kringum ána eru nokkur hús er mynda þetta tæplega þorp. Þessi vorlygna stemming gefur fyrirheit um að svona verði þetta að eilífu. Inní þetta umhverfi, rétt fyrir sólarlag, mjakast græn Trabant-bifreið, sem átti eftir að verða eyðilögð af mannavöldum, aðeins þremur vikum síðar. Einsog dýrmætasti demantur lifnar við og verður marglitur þegar ljós fellur á, þannig lifnuðu augu stúlknanna í sjoppunni þegar þær fyrst sáu bragðauðuga kappann að sunnan. Hvílíkursólargeisli! Bibba er að fylla á Pajero jeppann hans Gúnda þegar Loftur stígur út úr bíl sínum. Eldsneytið stöðvast í leiðslunum, einskonar dofi fer um Bibbu, byrjar í fingrunum, fer svo upp handleggina, þá í búkinn og endar í höfðinu svo henni liggur við öngviti. Bibba fer með þrjátíu maríubænir í huganum. Inní sjoppunni er Sóla að telja kúlur fyrir Jóa, son Hemma gíró. Sóla, sem hefur verið nefnd fegursti ávöxtur skaparans af lýrískt innstilltum samsveitungum. í sífellu hefur luín valdið hjá þeim andvökunóttum og undir stjörnubjörtum himni hafa þeir sarnið ódauðleg kvæði um fegurð hennar. Með Ijóst hárið, djúpgræn augun, fíngert nefið, nýútsprungnar varirnar og þrýstinn líkamann - þannig hefur hún endurtekið birst mönnum í vöku og draumi. Varfærnislega færir hún Lindu-kúlurnar uppí skeið sem hún heldur lipurlega á með grönnum fögrum fingrum sínum, nreð silfruðum hringum og löngum skínandi rauðum nöglum. Hún tekur sér örstutt hlé frá þessari iðju til að færa einn Ijósan lokk frá grænum augum. Síðasti sólargeisli dagsins sker glerplötuna yfir sælgætinu og Sóla skýtur augunum skáhallt í átt 72 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.