Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 75

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 75
til dyranna í þann mund sem Loftur stígur inní sjoppuna og augu þeirra mætast. Víst er að Afródíta mun hafa sent Lofti amorsör á þessu augnabliki (en margar lýsingar eru til af slrku í víðum heimi bókmenntanna). Loftur, þessi himinhái hugur, sem hingað til hefur snúist á sporbaug um sjálfan sig, er nú alltíeinu þræll ástar- innar, hnepptur í helsi, liggur magnvana útí móanum og horfir á skýin í leik við blæinn og ástarlögin í útvarpinu eru sem sprottin úr hjarta hans. Loftur hafði oft orð á því síðar, bæði í fjölmiðlum sentog fermingarveislum, að honum hafi fundist þessi seinni endurfæðing sín, ef endurfæðing hans sem læknis verður talin hin fyrri, verið einkennileg í því tilliti, að hún var án meðgöngu. Oundirbúið féll hann inní nýjan heim, með annarri birtu og angan - og á eftir var ekkert samt. Um nóttina skrifaði hann ástarljóð með blóði sínu: tjörnin er lygn einsog ciugun þín / ég sest á gróinn bakkann og horfi á heiminn speglast í vatninu / mig langar til að fljóta í vatnsborðinu þessa grænu nótt / og þegar ég geng inní hallir augna þinna þá byrjar ný saga. Jómundur, bílstjóri og ræstir, er iðulega þungur á brún. A löngum ferðum sínum með lækninn til ystu bæja að vetrarlagi mælir hann vart orð og svarar spurningum endrum og sinnum, einsog af geðþótta. Hann er að skrifa bók sem fjallar um þessi sífelldu höfuðþyngsli á þjóðveginum til endimark- anna. Nú situr Jómundur í rauðum sóffa inná kaffi- stofu og skoðar nýjasta Batman blaðið. Gengt honum er Lína. Lína hjúkka talar. Talar og talar. Orðin l'ylla loftið, metta það, mynda hrúgur á gólfinu, leka niður veggina, flæða útum gluggann, fylla dalina. Hálftími með Línu og höfuðverkur er óumflýjanlegur. Lína talar um stjörnuspána, þá hómópatíu, þá svæðanudd og endar á fyrirlestri um rússneskar bókmenntir. A meðan þessu varir er Loftur að spjalla við Gúddu, fyrsta sjúklinginn. Gúdda er með bakverk. Verkurinn er á lendasvæði, kom fyrst þegar sundlaugin var vígð, kemur iðulega á fréttatímum sjónvarps og er allajafna verstur þegar tungl er fullt. Gúdda talar af mikilli innlifun, grípur til margvíslegra lýsingarorða og sjaldgæfra orðtaka til að ljá máli sínu þunga og halda athygli Lofts. En Loftur geispar og hugur hans dvelur annarsstaðar en Gúdda hættir ekki að tala fyrir því en alltíeinu einsog sending úr himnum þessi sólargeisli já Sóla gengur framhjá húsinu hann sér hana útum gluggann hvílík fegurð hjartað tekur kipp blóð hleypur fram í kinnarnar... Þessi Loftur nennir ekkert að hlusta, sagði Gúdda við Villu vinkonu. Hann er bara allur í stelpunum. Þú hefðir átt að sjá hann þegar dóttir Grímu gekk fram hjá heilsugæslunni, hann starði dáleiddur á hana og ansaði mér ekki þegar ég spurði hvort ég þyrfti ekki lyf við bakverknum. Þegar stelpan var svo horfin fyrir hornið, þá hélt hann bara áfram að stara útí loftið. Mér var ekki til setunnar boðið og sagði bless, en hann svaraði því heldur engu! Ætli hann eigi eitthvað bágt - ég meina það - þetta er nú varla eðlilegt. Svo var talað og talað og gróusögurnar spruttu upp sem gorkúlur. Unt kvöldið var Loftur búinn að stinga undan Arngrími Krumlu, morguninn eftir var Sóla flutt inná heilsugæslustöðina, síðar þann daginn var Loftur byrjaður að halda framhjá Sólu með Bibbu. Símareikningarnir voru háir á heimilunum þessa sumardaga og andrúmsloftið var hlaðið spennu og spurn þar til Arngrímur Krumla kom í frí úr vegavinnunni og sumarfagnaðurinn var haldinn í Félagsheimilinu. Það var þremur vikum eftir komu Lofts í héraðið að efnt var til sumarfagnaðar. Ekki hvarflaði að Lofti að þetta kvöld yrði hann barinn og brúna silkislaufan yrði alblóðug. En hann sagði síðar að þetta kvöld hefði verið einskonar Hírósíma tilfinninganna, líf hans hefði brotnað, rétt sem alda á skeri. Uppá sviði Félagsheimilisins eru þeir Jói og Bói í óða önn að koma fyrir græjunum. Fyrir ofan sviðið festa þeir heljarinnar spjald, gult að lit, þarsem á stendur með rauðum stöfurn: FERÐADISKÓTEKIÐ BAKKABRÆÐUR Jói og Bói eru þó tíðast nefndir Bartabræður, því báðir eru þeir með vel snyrta barta og hafa ávallt haft frá því Elvis hertók hjörtu þeirra. í bernsku hafði óafturkræf ástúð á danslögum tekið sér bólstað í sálarkytrunum og þeir voru fimm ára gamlir þegar þeir héldu fyrsta dansleikinn. Uppúr ellefu streymdi fólkið inn, úr þorpinu, úr LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.