Læknaneminn - 01.04.1990, Page 76

Læknaneminn - 01.04.1990, Page 76
sveitunum. Framanaf spiluðu félagarnir harmonikkutónlist en þegar síga tók á kvöldið og fjörið stigmagnaðist spiluðu þeir dægurlögin og auðvitað Elvis. Ekki var þeim t'élögum gefið að syngja vel og hafði þeim þráfaldlega verið vísað á dyr á raddprufum héraðskórsins - en þeir voru engu að síður mjög áhugasamir söngmenn. Þegar líða tók á skemmtanirnar í Félagsheimilinu sungu þeir iðu- lega með lögunum og gleymdu sér gersamlega þegar Elvis var á fóninum. Var þá sem þeir liðu um í annarri veröld og óstjórnleg sælukennd spratt upp í sálinni. Heimasætunum á Hvoli þótti mikið til Bartabræðra koma. Þeir voru einfaldlega stórkost- legir þarsem þeir stóðu uppá sviðinu baðaðir rauðum og grænum ljósum. íklæddir bleikum skyrtum með rauðum stjörnum, í grænum terlínbuxum, á háhæluð- um skóm, svörtum og hvítum. Þessi tilbeiðsla heimasætanna endaði með því að Bói kynntist Blúsu á réttarballinu fyrir tíu árum (og þótt hún væri ávallt mjúk og hlý náði Bói aldrei að venjast nafninu). Blúsa var klædd í fjólubláa silkiblússu, bar stóra perlufesti og hafði eldrauðan varalit. Hún hljóp uppá sviðið og rak Bóa þennan líka svakalega rembingskoss. Var sem eldur hlypi í æðar hans og eftir ballið leiddust þau um þorpið, enduðu fyrir framan Kaupfélagið hvar hann tók á sig rögg, kyssti hana og læddi vinstri höndinni inn fyrir blússuna. Hún var þybbnari en hann hafði áætlað en hún reyndist einnig góð eiginkona og ól honum fimm börn í fyllingu tímans. Loftur er að skála við Línu og Jómund þegar hann kemur auga á Sólu. Hjarta hans stöðvast og hann er sem numinn brott úr þessum heimi. Afródíta hefur gert Sólu enn fegurri en venjulega, augun græn hafa aldrei dýpri verið en nú í kvöld, bjarma slær á ljósa lokkana og bros hennar ærir menn. Loftur gengur yfir salinn til hennar í leiðslu, hann heyrir engin hljóð, sér ekkert nema hana eina og það er einsog tíminn hafi stöðvast. Hann leikur sér með augunum að vörum hennar, nefi, kinnum og eyrum, hún brosir pínulítið útí annað og það er svo sætt, hann hallar sér að henni og leitast við að kyssa hálsinn, hún færist undan, en varir hans ná þó nöktum barminum og honum finnst sem hann renni saman við hana leysist upp hann er nær öngviti... Sóla varð hálfhrædd við þennan svefngengil, en svo kallaði hún Loft jafnan síðan. En hún brosti dálítið útí annað þegar hún sá Arngrím nálgast einsog vígahnött. Hvernig átti Loftur að vita að Sóla ætti sér verndara? Arngrímur Krumla vann á stærsta vegheflinum í sýslunni. Hann var iðulega við störf fram í sveitum, en heimsótti Sólu, sem hann elskaði útaf lífinu, reglulega. Undantekningalaust kom Krumlan (en það var hann jafnan nefndur af þorpsbúum) á böllin. Þar hafði hann ærinn starfa við að halda allskyns hyski frá Sólu og flestir ólofaðir sveitungar báru einhver merki eftir Krumluna. Arngrímur Krumla hafði lausa augntönn hægra megin í efri góm. Fyrir slagsmál var hann vanur að taka út tönnina og setja í litla rauða öskju sem bar upphafsstafi hans á lokinu. En í kvöld fannst honum ekki taka því. Loftur var nýbyrjaður að fara með ódauðlegt ástarljóð til Sólu þegar hann fann að gripið var í jakkann. Það blanda allir landa...og Lína og Jómundur dansa undir Ijúfum tónum diskóteksins en Bói og Jói syngja með. Jómundur er orðinn drukkinn en þá vill hann ávallt dansa. Er sem svört ský eymdarinnar hverfi sporlaust undir sól Bakkusar, hann tekur að brosa og jafnvel syngja. Óvígur her pönkara hefur safnast saman fyrir framan sviðið og ber fram kröfu um breyttan tónlistarstíl, hótar annars að henda diskótekinu útúr húsinu, tækjum og mönnum. Bói og Jói eru orðnir uggandi og aðkrepptir, reyna að bjarga sér úr klíp- unni með því að spila MoneyMoneyMoney með ABBA. Einsog hvirfilbylur í heitum löndum grípur um stór eikartré, rífur þau upp með róturn, hendir þeim hátt uppí himininn, lætur þau nötra og brotna og lenda síðan á fjarlægum völlum, þannig lék Arngrím- ur Krumla söguhetjuna Loft þetta sumarkvöld á dansleik diskóteksins Bakkabræðra. Loftur sveif um sali Félagsheimilisins, en þau Lína, Jómundur og Bibba, horfðu á með skelfingu í andlitinu. Um leið og Loftur brotlenti á dansgólfinu var tækjabúnaði diskóteksins varpað á gólfið fyrir framan sviðið, þarsem hann splúndraðist. Pönkararnir voru að lumbra á Bóa og Jóa uppá sviðinu. Um nóttina var eldur lagður að græna Trabbanum. Loftur liggur uppí rúminu. Honum finnst sem augnlokin séu frosin aftur, að hendurnar séu stirnaðar meðfram líkamanum, að loftið inniberi enga 74 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.