Læknaneminn - 01.04.1990, Side 80

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 80
Mynd 1. Aðalspítalabyggingin í The Chaim Sheba anum. Við fengum herbergi í blokk sem var fyrir útlendinga á spítalalóðinni, en lóð þessi var reyndar eins og lítið þorp, 250 hektarar að flatarmáli. Þennan dag notuðum við til að fara á ströndina og brenna okkur svolítið, og sofa úr okkur ferðaþreytuna. Að kvöldi ákváðum við að komast að því hvernig borg þetta eiginlega væri, en við höfðum lesið að hún væri mjög vestræn í alla staði. Okkar fyrstu kynni voru þó á annan veg. Við álpuðumst fyrir mistök í mjög gamalt hverfi sern við héldum að væri miðborg Tel Aviv. Þarna var samankominn ótrúlegur fjöldi manna og lítilla sölubúða eins og klipptar út úr Þúsund og einni nótt. Það sem við urðum einna tnest undrandi á voru litlir ruslahaugar út um allt og í einstaka slíkum var svo kveikt í síðar um kvöldið. Okkar niðustaða var sú að Israelar væru brjálaðir og sóðar í þokkabót. Næstu daga var þetta einnig algeng sjón, ruslahaugar út um allt á götum og gangstéttum. Það var ekki fyrr en um viku síðar að við komumst að því að öskukallar höfðu verið í verkfalli, og átti þetta því sínar eðlilegu skýringar. Sunnudaginn 2. júni hófum við störf okkar á spítalanum, Hlynur á lungnadeild og Jón á ortho- paediu. Þar var okkur vel tekið af annarsvegar Dr. Gerald L. Baum yfirlækni lungnadeildarj innar, og Dr. Bat-Ya Yaffe yfirlækni orthopaediunnar. Skýrðum við þessu ágæta fólki frá því að við hefðum enga klíníska reynslu. Læknarnir ákváðu samt að reyna að gera sitt besta til að við fengjum að sjá sem mest. Fyrsta vikan okkar var frekar leiðinleg þar sem við þekktum ekki nokkurn mann, en síðan komumst við að því að í blokkinni okkar bjó nú fleira fólk en við. Þar á meðal var mexíkanski skurðlæknirinn Dr. Rafael Inigo Pavlovich sem vann á sömu deild og Jón og átti svo sannarlega eftir að reynast okkur betri en enginn. Bar þar hæst hin vikulegu át- og drykkjar- partý hans þar sem ríkti glaumur og gleði, en þó aðallega glaumur. Smátt og smátt kynntumst við fleirum. “Hér konra nokkrir Grikkir, já hér koma nokkrir Grikkir.” (Höf. Jakob Frímann Magnússon) Nú verður einmitt sagt frá nokkrum grikkjum, en þeir eru tveir: Augnlæknirinn Vasilios Sakelancio og urologinn Spiros Eliades, báðir hinir ágætustu menn. Einnig má nefna fleiri sögupersónur, Pólverjana Victor Orzechowskí og Margarettu Plisikiewicz. Má segja að ferðin hafi borgað sig bara fyrir það að kynn- ast þessu ágæta fólki. Utan spítalans kynntumst við engum innfæddum fyrir utan eina unga stúlku, sem við hittum þótt ótrúlegt megi virðast á stoppu- stöð í Tel Aviv. Annar okkar kynntist henni þó mun 78 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.