Læknaneminn - 01.04.1990, Side 81

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 81
Mynd 2. Jón, Margaretta og Vasilios. betur en hinn. Annars héldum við okkur mest með útlendingunum og dútluðuð hitt og þetta með þeim. Meðal annars áttum við ógleymanlegan 17. júní með Grikkjunum og Margarettu pólsku. Að morgni þessa merka dags, sem var Shabbatsdagur, tilkynntum við að þetta væri "The anniversary of the Icelandic Republic” og halda bæri upp á það. í tilefni dagsins var því farið á ströndina og héldum við svo þaðan til elsta hluta Tel Aviv sern heitir Yafo, en þaðan koma einmitt Jaffa appelsínurnar, og horfðum á blátt Miðjarðarhafið bylgjast fyrir utan. Um kvöldið var okkur boðið til Vasilios í osta og rauðvín. Þegar við lögðumst til svefns seint og um síðir vorum við sam- mála um það að þetta hefði verið besti 17. júní sent við hefðum upplifað, a.m.k. betri en að hanga í leku tjaldi í rigningunni á Þingvöllum. Sum sé hinn besti dagur fyrir utan að Hlynur breyttist í kolamola eina ferðina enn, og var mjög áhugavert fyrir læknanema að fylgjast með þessari metamorphosu. Það er nú kominn tími til að fara að segja frá því hvað þessi Shabbatsdagur eiginlega er. Þessi dagur, sem er laugardagur, er hvíldardagur gyðinga, og er hann tekinn mjög svo hátíðlega. Öllum búðum er lokað, og allar samgöngur leggjast af, en það ku vera vegna þess að Guð var ekki búinn að finna upp hjólið á laugardegi sköpunarinnar, og því mega gyðingar ekki ferðast á neinum ökutækjum. Eini samgöngumátinn fyrirútlendingaeru leigubflarsemkristnirleigubílstjórar aka. 23. júní fórum við okkareinu ferð út á land og var að sjálfsögðu haldið til hinnar helgu borgar Jerú- sal ent, eða Yerushalyim eins og hún heitir á máli inn- fæddra. Þar sáum við margt athyglisvert. þ.á.m. Yad Vaschem sem er safn til minnigar um helför gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig sáum við grátmúrinn sem er vesturhluti múrsins sem umlykur gömlu Jerúsalem, en er jafnframt talinn vera síðustu leifar musteris Salomons. A svæðinu í kringum múrinn komumst við nær raunveruleika stríðsins en nokkurs staðar annars staðar. Þetta var eini staðurinn í ferð- inni þar sem við sáum hermennina ganga um með byssurnar hlaðnar og greinilega við öllu búnir. Lítill tími var annars til ferðalaga þar sem Hlynur fékk þann óvænta glaðning að flytja pathologiufyrirlestur um efni sem hann hafði ekki hundsvit á þá. Honum var fyrst skapi næst að hætta við allt saman. en ákvað svo að vera sómi Islands, sverð þess og skjöldur. Á meðan á undirbúningnum stóð hafði Jón það gott og stundaði bæjarlífið með bestu Iyst. Það er skemmst frá því að segja að Hlynur lifði fyrirlesturinn af á meðan Jón fylgdist glottandi með. I santbandi við pathologiu má nefna að eitt LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.