Læknaneminn - 01.04.1990, Page 84

Læknaneminn - 01.04.1990, Page 84
Oncogen retroveira Steinar Guðmundsson læknanemi Sannast hefur að retroveirur geta valdið æxlisvexti í ýmsum dýrategundum. Veirurnar geta bæði verið með eða án oncoga í erfðaefni sínu. Retroveirur án oncogena -kallast non-defective veirur og valdi þær krabbameini þá gerist það á iöngum tíma. Acut transformerandi veirur hafa oncogen í erfðaefninu sem virðast upphaflega hafa verið eðlileg frumugen sem hafnað hafa í erfðaefni veiranna. Venjulega vantar hluta af erfðaefni þessara veira þannig að þær geta ekki margfaldast þrátt fyrir að hýsilfruman hafi öll sín gen í lagi. Oncogenin skrifast ásamt erfðaefni veirunnar inn í erfðaefni fruma og starfa þar. Hafa þau verið flokkuð niður eftir því hvernig ensímvirkni próteinin hafa sem genin skrá fyrir og hvaða staðsetningu þau hljóta innan frumunnar. I fram- haldi af því hefur síðan verið reynt að skýra út hvernig próteinin geta valdið því að fruman fer að vaxa stjórnlaust. Hin retroveirutegundin sem ber ekki oncogen virðist þurfa að skrifa sig inn í erfðaefni frumunnar á réttum stað við hlið ákveðinna stjórnunargena til að geta truflað vaxtarhraða frumunnar. Skýrir það að einhverju leyti iengri meðgöngutíma æxlisvaxtarins því það er tilviljun háð hvar proveiran lendir. Ekki hefur tekist að sanna bein orsakatengsl retroveira við krabbamein í mönnum en þó er HTLV-1 sterklega grunuð um að trufla á einhvern hátt frumuvöxt T-fruma. HTLV-1 ber venjulega ekki oncogen frá öðrum frumum en svo virðist sem þær hafi eins konar transformerandi gen (oncogen) í sínu eðlilega genómi sem stuðlað getur að æxlisvexti. Inngangur. Ýmsar veirutegundir hafa lengi verið grunaðar um að valda æxlisvexti í frumum. Frekari rann- sóknir á tengslum veira við æxlisvöxt hafa leitt til þess að nú telst sannað að stór hópur veira geti valdið æxlisvexti í hinum ýmsu dýrategundum, allt frá froskdýrum til mannapa. Einnig bendir margt til þess að ýmsar gerðir krabbameina í mönnum séu tilkomin vegna veirusýkinga. Veirur sem hér um ræðir geta bæði verið DNA veirur og RNA veirur. Sem dæmi um DNA veirur sem grunaðar eru um að setja af stað æxlisvöxt í mönnum má nefna Epstein-Barr veiruna sem talið er líklegt að valdi Burkitt's lymphoma á ýmsum svæðum í heiminum. Einnig á sú kenning vaxandi fylgi að fagna að lifrarbólguveira B (hepatitis B) eigi stóran þátt í uppkomu hepatocellular cancer. Aðrar DNA veirur svo sem herpesveirur og human papillomaveirur (HPV) hafa einnig verið tengdar við ýmis krabbamein sem fram koma í mönnum. Mynd 1. Retroveira (HIV). Á ntyndinni sjást glycoprótein skaga útfrá yfirborði veirunnar og inn í kjarnanum eru tveir RNA strengir ásamt reverse transcriptösum (kúlur). 82 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.